Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring5 Maí 2022European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Svona má stuðla að góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs starfsmanna eftir COVID-19

Þegar skrifstofan verður hluti af heimilinu getur munurinn á milli vinnu og einkalífs orðið óljós. Hér veitum við bestu ráðin okkar fyrir vinnuveitendur um það hvernig þeir geti stuðlað að heilbrigði jafnvægi á milli vinnu og einkalífs starfsmanna eftir COVID-19.

How to promote a good work-life balance for employees post-COVID-19

Vinna að heiman er orðin að nýjum veruleika fyrir marga fyrir að COVID-19 þvingaði breytingu í átt að blönduðum vinnuháttum og fjarvinnu. Oft vegur ávinningurinn þyngra en neikvæðu hliðarnar: enginn ferðakostnaður, meira sjálfstæði og áhersla á framleiðni frekar en vinnutíma. Þetta getur aukið frítíma starfsmanna án þess að draga úr framleiðni því fólk situr ekki fast í umferð eða borgar fyrir almenningssamgöngur.

Þrátt fyrir þetta er mikilvægt að hafa í huga að vinna að heiman getur líka haft hugsanlegar neikvæðar afleiðingar. Með því að fylgja þessum ráðum getur þú hjálpað starfsmönnum þínum við að njóta þess besta við fjarvinnu án þess að jafnvæginu á milli vinnu og einkalífs þeirra sé stefnt í voða.

  1. Sýndu fordæmi

Mörgum starfsmönnum finnst þeir þurfi að vinna lengur frameftir þegar þeir vinna heiman frá sér. Það er oft vegna þess að þeir eru ekki með ákveðinn tíma til að „fara heim“ eins og þegar þeir eru á skrifstofunni. Því er mikilvægt fyrir fólk í forystustörfum að sýna fordæmi í verki og ljúka vinnunni á viðeigandi tíma. Það hvetur aðra starfsmenn til að gera hið sama og ljúka vinnunni í lok dags. Þú getur einnig kveðið á um tiltekna tíma hvenær starfsmenn ættu og ættu ekki að senda tölvupóst og lagt til að ef þeir vinni utan þessa tíma ættu þeir að nota afhendingarseinkun til að virða vinnutíma samstarfsmanna sinna. Ef kveðið er á um viðeigandi mörk og þeir virða eigin frítíma og annarra dregur úr kulnun til langs tíma litið.

  1. Bjóddu upp á viðeigandi búnað

Ef starfsmenn nota eigin tölvu við vinnuna geta þeir átt í erfiðleikum með að skilja á milli einkalífs og vinnu (t.d. halda áfram að fá vinnutilkynningar utan vinnutíma). Það getur haft áhrif á getu þeirra til að „hætta að hugsa um vinnuna“ og slaka á. Til að koma í veg fyrir slíkt ættir þú að bjóða öllum starfsmönnum upp á fartölvur og annan mikilvægan búnað við vinnuna (t.d. heyrnatól, mús, lyklaborð).

Árið 2021, komst Royal Society for Public Health (RSPH) að því að 48% starfsmanna í könnuninni sem unnu í sófanum eða svefnherberginu að þeir fyndu fyrir stoðkerfisvandamálum. Ásamt því að bjóða upp á nauðsynlegan tæknibúnað ættir þú að velta fyrir þér hvort þú getir boðið upp á annan tækjakost til að koma í veg fyrir slík vandamál – fartölvustand til að halda skjánum í augnhæð, stól eða skrifborð til dæmis. Það hjálpar starfsmönnum við að viðhalda góðri líkamsstöðu við vinnu sína heima hjá sér og dregur úr líkum á meiðslum.

  1. Skapaðu skil á milli vinnu/heimilis

Margir, sem vinna heiman frá sér, búa ekki yfir plássi fyrir sérstaka skrifstofu og vinna í svefnherberginu eða stofunni. Slíkur skortur á sérstöku vinnurými getur haft sálrænar afleiðingar. 56% starfsmanna í RSPH-könnuninni, sem unnu frá heimilum sínum, skýrðu frá því að þeim fyndist erfitt að slaka á eftir vinnu.

Til að hjálpa til við að skapa skarpari skil á milli vinnu/heimilis ættir þú að hvetja starfsmenn til að ganga frá vinnubúnaði sínum (þar sem það er hægt) þegar þeir hafa lokið vinnu sinni. Það skapar nauðsynlegt áþreifanlegt og sálrænt rými svo þeir geti slakað á og búið sig undir næsta dag. Út frá þessu getur þú líka staðið fyrir sérstökum námskeiðum um hvernig eigi að setja upp heilbrigt vinnuumhverfi heima hjá sér svo þeir geti lagað sig sem best að vinnuháttum eftir COVID-19.

  1. Bjóddu upp á sveigjanlegan vinnutíma

Sveigjanlegur vinnudagur (með nauðsynlegum kjarnatíma og frelsi til að velja hvenær þeir hefja og ljúka vinnu) getur hjálpað starfsmönnum að tryggja jafnvægi utan vinnutíma eins og við barnagæslu eða heilsu. Slík nálgun getur einnig aukið framleiðni hjá fjölþjóðlegum fyrirtækjum þar sem starfsmenn, sem vinna í mismunandi tímabeltum, geta skipulagt vinnu á sama tíma án þess að vinna stöðuga yfirvinnu eða á nóttunni og átt þannig hættu á kulnun.

Fleiri leiðir til að styðja við starfsmenn eftir COVID-19 má finna í greininni okkar „Svona má stuðla að vellíðan launþega eftir COVID-19“.

 

Tengdir hlekkir:

Andleg og líkamleg áhrif vinnu heiman frá sér í COVID-19

Svona má stuðla að vellíðan launþega eftir COVID-19

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

 

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ábendingar og ráð
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.