Fara yfir í aðalefni
EURES (EURopean Employment Services)

EURES Targeted Mobility Scheme

Atvinnuleitendur

EURES Targeted Mobility Schemes for jobseekers banner

Finnst þér erfitt að finna þér vinnu eða starfsnám í heimalandi þínu? Hafði þér dottið í hug að leita þér að vinnu erlendis, en hafðir þá ekki hugmynd um hvernig unnt væri að vinna bug á öllum þeim hrikalegu erfiðleikum sem yrðu því samfara?

Prófaðu þá EURES Targeted Mobility Scheme.

  1. Um hvað
    snýst EURES Targeted Mobility Scheme?
    • Með henni býðst þeim sem hafa hug á að finna sér vinnu, starfsnám eða komast á námssamning í öðru EB-landi, Noregi eða Íslandi að snúa sér til innlendra vinnumálaskrifstofa þar sem sérhæfður stuðningur stendur þeim til boða.
    • Í stuttu máli sagt, þá er þar tekist á við þau vandamál varðandi hreyfanleika sem fólk í atvinnuleit þarf að kljást við og þeim rutt úr vegi.
    • Þar er einnig lögð áhersla á að styðja við bakið á þeim atvinnurekendum í þessum löndum sem eru á höttunum eftir duglegum og hæfum starfskröftum.
    • Stuðningurinn getur meðal annars falist í því að að fá færni sína og hæfni viðurkennda, eða standa straum af kostnaði við tungumálanámskeið, ferðir- og uppihald.
  2. Hverjir
    geta sótt um?
    • Allir þeir atvinnuleitendur sem eru 18 ára og eldri.
    • Ríkisborgarar allra EB-landanna, Noregs og Íslands – og reyndar allir þeir sem eru löglega búsettir í þessum löndum.
    • Sömuleiðis allt það fólk sem er í atvinnuleit, hver svo sem færni þess kann að vera.
  3. Hvernig
    fer maður svo að því að hefja þessa atvinnuleit?
    • Byrjaðu á því að smella á tenglana hér fyrir neðan, þar sem talin eru upp öll þau verkefni sem nú eru í gangi hjá helstu vinnumiðlunum og samstarfsaðilum þeirra
    • Óskaðu síðan eftir upplýsingum um umsóknarferlið, hvernig maður leitar sér að tiltekinni atvinnu og hvernig aðlögunin og aðstoðin við ráðninguna fer fram

Vinnuveitendur

EURES Targeted Mobility Schemes banner for Employers

Ertu kannski vinnuveitandi sem er á höttunum eftir starfsfólki með vissa færni, en ert í stökustu vandræðum með að finna það í heimalandi þínu? Eða hefur þú hug á að mynda fjölmenningarteymi, sem gæti skapað fyrirtæki þínu visst forskot á keppinautana?

Prófaðu þá EURES Targeted Mobility Scheme.

  1. Um hvað
    snýst EURES Targeted Mobility Scheme?
    • Með henni býðst fyrirtæki þínu aðstoð frá staðbundnum vinnumálaskrifstofum til þess að ráða sérhæft og duglegt fólk frá öðru EB-landi, Noregi eða Íslandi í vinnu, bjóða uppá starfsnám eða gefa því kost á námssamningi.
    • Ef fyrirtæki þitt telst aðeins vera lítið eða miðlungsstórt, þá stendur þér til boða að sækja um fjárhagslegan stuðning til þess að standa straum af einhverjum þeirra kostnaðarliða sem þjálfun eða aðlögun þessara nýju starfskrafta kemur til með að hafa í för með sér.
  2. Hverjir
    geta sótt um?
    • Fyrirtæki og stofnanir innan allra EB-landanna, Noregs og Íslands, úr öllum starfsgreinum og óháð stærð þeirra.
    • Öll þau fyrirtæki þar sem skriflegur ráðningarsamningur stendur til boða og skal hann eigi vera styttri heldur en:
      6 mánuðir vegna starfs- eða námssamnings 
      3 mánuðir vegna starfsþjálfunar.
    • Öll þau fyrirtæki eða stofnanir sem bjóða uppá ráðningar sem eru í samræmi við gildandi lög og reglur heimalandsins.
  3. Hvar
    getur þitt fyrirtæki leitað sér slíkra starfskrafta?

    Í hvaða EB-landi sem er, auk Noregs og Íslands

  4. Hvernig
    er best að hefjast handa?
    • Byrjaðu á því að smella á tenglana hér fyrir neðan, þar sem talin eru upp öll þau verkefni sem nú eru í gangi hjá helstu vinnumiðlunum og samstarfsaðilum þeirra
    • Óskaðu síðan eftir upplýsingum um þau þátttökuskilyrði sem í gildi eru

EURES TMS has a transformative impact on lives. For instance, it assisted Jesús, a jobseeker from Spain in securing employment in Norway. Watch this video to see his inspiring journey and the difference TMS made for him::

Helstu vinnumiðlunum og samstarfsaðilum þeirra

öll þau verkefni sem nú eru í gangi hjá helstu vinnumiðlunum og samstarfsaðilum þeirra