
1. Þýðandi
Þýðendur þýða ekki allt. Þess í stað sérhæfa þeir sig á nokkrum sviðum (t.d. lögfræði, ferðamennsku, heilbrigðisgreinum). Til að ná árangri sem þýðandi getur verið gagnlegt að byggja starfsreynslu eða menntun á þeim sviðum sem þú hyggst vinna sem þýðandi svo og tungumálakunnáttu þína sem rithöfundur og þýðandi.
2. Túlkur
Túlkar vinna á stöðum eins og skólum, sjúkrahúsum, dómstólum, fundarherbergjum og ráðstefnumiðstöðvum. Sumir vinna fyrir túlkafyrirtæki á meðan aðrir vinna fyrir samtök eða sem lausamenn fyrir sérstaka viðskiptavini. Þó að túlkar þurfi venjulega bakkalárgráðu er mikilvægasta krafan að búa yfir tungumálakunnáttu, sem samsvarar móðurmáli, í fleiri en einu tungumáli. Þar á meðal getan til að skilja tungumálið með réttum hætti þegar það er talað fyrirvaralaust og óformlega.
3. Kennari
Til að verða tungumálakennari í skóla þarftu háskólagráðu í tungumálinu, sem þú vilt kenna, ásamt kennararéttindum til að sýna fram á að þú hafir nauðsynlega þekkingu og færni fyrir vinnuna.
Ef þú getur kennt öðrum tungumál en skortir formlega menntun til að verða skólakennari gætir þú velt fyrir þér að gerast einkakennari. Einkakennarar vinna oft með einum nemanda og eiga kennslustundirnar sér stað eftir venjulegan skóla- eða vinnudag. Það þýðir að slíkt hentar einnig þeim sem vilja aðlaga kennsluna að öðrum skuldbindingum (eins og öðru hlutastarfi, umönnun barna eða annarra eða ferðalögum) ásamt þeim sem vilja vinna í fjarvinnu (á netinu). Ef þú velur kennslu á netinu að þá er annar ávinningur að þú ert ekki takmarkaður af tíma eða stað. Það veitir þér aðgang að mun víðari hópi viðskiptavina.
4. Gestrisni
Þeir þrír iðnaðir sem treysta nánast algjörlega á ferðamennsku (gististaðir, ferðaskrifstofur/ferðaþjónustuaðilar, flugsamgöngur) eru með 3,3 milljónir manns í vinnu í Evrópusambandinu og upplifa nú mikla uppsveiflu eftir COVID-19. Hótel og ferðamannastaðir þurfa tvítyngda aðila til að eiga í samskiptum við gesti alls staðar að úr heiminum. Þar á meðal í störfum eins og í móttöku, þjóna og barþjóna, flugliða, leiðsögumenn og leiðbeinendur við útivist.
5. Mannauðsfulltrúar/ráðningar
Fjöltyngdir mannauðsfulltrúar gera fyrirtækjum mun auðveldara að ráða fólk til starfa því þeir geta tekið viðtöl við og ráðið umsækjendur frá öðrum löndum og menningum. Það er sérstaklega gagnlegt fyrir fyrirtæki í útrás. Fjöltyngdir ráðningaraðilar eru einnig oft með mun betri menningarlega vitund en það er mikilvægt til að koma í veg fyrir mismunun og stuðla að fjölbreyttu vinnuafli.
Í samstarfi við EURES, vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.
Nánari upplýsingar:
Finna Eures ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 14 Júlí 2022
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ábendingar og ráð
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Ábendingar og ráð
- Nám
- Búseta & atvinna
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles