Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring26 Júní 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Það sem á að gera og ekki gera þegar þú stofnar fyrirtæki – Taktu þátt í leiknum

Þú þarft mikið keppnisskap til að hefja rekstur, það er ekki ólíkt því að stjórna góðu íþróttaliði. Hefjum leikinn!

Do's and don'ts when starting a business – get in the game

Andreas Fruth er meðstofnandi og framkvæmdastjóri Global Savings Group, sem er með rekstur í um 25 löndum. Andreas stofnaði CupoNation afsláttarmiðavettvang á netinu, árið 2012, ásamt Gerhard Trautmann. Við hittum Andreas nýlega og fengum punkta um hvað skal gera þegar þú stofnar eigið fyrirtæki.

Þorðu að taka þátt

Þú situr í búningsklefanum, tilbúin(nn) að í fyrsta leikinn þinn sem atvinnumaður í fótbolta, blaki eða hokkí. Þú hefur stefnt að þessu augnabliki árum saman. Að baki liggja endalausir klukkutímar endurtekninga og æfinga. Þú trúir á sjálfa(n) þig, en þér getur samt liðið eins og þú sért gerð(ur) úr spaghetti. Þegar þú stígur út á völlinn geturðu hvergi falið þig.

Þér getur líka liðið þannig þegar þú hefur rekstur. Jafnvel þó þú sért með góða hugmynd og jafnvel meiri hæfileika, á þér aldrei eftir að líða eins og þú sért algjörlega tilbúin(nn). Og ef þú bíður eftir hinu „fullkomna augnabliki“ áttu eftir að bíða að eilífu. Þorðu að taka þátt!

Ekki hunsa endurgjöf

Ertu með nokkra góða leiki á bakinu? Skautaðir þú yfir reyndari leikmann með betri tækni? Góð tilfinning, ekki satt! Af hverju er þjálfarinn þá alltaf á eftir þér á æfingum?

Því þú átt ennþá mikið eftir. Um leið og þú heldur að þú sért kominn þangað, gætirðu alveg eins sest í helgan stein. Ef þú getur ekki tekist á við uppbyggilega gagnrýni verðurðu aldrei jafn góð(ur) og þú gætir orðið.

Það sama á við í rekstri. Þú þarft að hlusta á fólk sem hefur reynslu. Þegar það gefur þér ráð, skaltu viðurkenna að það hefur „verið þarna og gert þetta“. Það er auðvelt að fara í vörn en ef þú hlustar gæti það verið það sem kemur fyrirtækinu þínu á næsta stig.

Finndu réttu leikmennina

Þú sérð þetta á hverjum degi: fótboltastjórar stama sig í gegnum viðtöl. „Af hverju tapaðirðu leiknum? Af hverju stendur liðið sig ekki?“ Þeir tala oft um tækni og leiðarvísi að árangri en hvað ef tæknin er ekki vandamálið? Hvað ef það er blanda af leiðarvísinum og fólkinu sem þú ferðast með?

Þjálfari þarf rétta leikmenn í réttum stöðum - það sama á við um fyrirtæki. Án þess getur leiðarvísirinn verið bestur í heimi og samt ekki virkað. Þetta þýðir ekki að þú ættir að leita að fullkomnun í hverja stöðu; stundum er alveg jafn mikilvægt að leita að efnilegu fólki. Þegar verið er að byggja upp fyrirtæki er mikilvægt að huga að þróun á fólki.

Horfðu yfir landamæri

Stundum þarftu að fara erlendis til að finna rétta leikmanninn í sérstaka stöðu. Þá sem lætur allt smella saman.

Að ráða starfsmenn frá öðru landi gefur þér marga af sömu kostum. Við búum öll yfir mismunandi kostum, eftir því hvaðan við komum, og ef þú vilt ná frama í öðru landi er sniðugt að fjárfesta í starfsmönnum sem þekkja menninguna.

Ekki gleyma hvatningu

Sumir þjálfarar eru eins og stórmeistarar þegar það kemur að því að byggja upp leiðarvísi að árangri, en klúðra því að hvetja liðið áfram. Þeir eyða milljónum í rétta leikmenn, en þurfa svo að horfa á allt hrynja fyrir augunum á sér.

Ef þú ert ekki góð(ur) í að hvetja fólk áfram þarftu að vera nógu sjálfsörugg(ur) til að viðurkenna það. Og ráddu einhvern sem er það. Starfsfólk þitt þarf að trúa jafn mikið á fyrirtækið og þú gerir og þú getur ekki ætlast til þess að fólk sem fær ekki nóga hvatningu skili af sér góðri vinnu.

Þekktu samkeppnina

Af hverju ná lítil áhugamannalið stundum að sigra atvinnumennina? Andvaraleysi og skortur á undirbúningi.

Ef þú veist ekki hverjum þú ert að mæta hefurðu ekki hugmynd um hvað þarf til að sigra leikinn. Það er mikilvægt að þú berir virðingu fyrir andstæðingunum. Hvað gera þeir rétt? Hvað gera þeir rangt? Hvaða ávinning hefur þú af því? Þekking á styrkleikum og veikleikum keppinauta þinna geta verið mikilvægir þættir í því hvort þú slærð í gegn eða kiknar.

Ekki halda að þú vinnir alltaf

Allir tapa endrum og eins. Þú græðir ekkert á að kenna fólkinu í kringum þig um, hvort sem það eru leikmenn eða dómarinn.

Lærðu af ósigrinum! Þekktu ekki bara keppinautana... þekktu líka fyrirtækið þitt. Notaðu mistökin sem hvatningu til vaxtar. Sigur kemur ekki auðveldlega, og ætti ekki að gera það. Ef þú lærir af ósigri verðurðu betri í næsta skipti. Þetta snýst ekki um að sigra alla  leiki; þetta snýst um að færast upp í efsta sætið með tímanum. En fyrsta skrefið er: Taktu þátt í leiknum!

 

Tengdir hlekkir:

Global Savings Group

CupoNation

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

VinnugagnagrunnurEURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ytri EURES fréttir
  • Ábendingar og ráð
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.