Það eru fullt af greinum um mjúka færni sem vinnuveitendur vilja þróa eða forgangsraða eftir COVID-19. Við höfum sótt innblástur í þessar greinar og tekið saman nokkra af helstu mjúku færniþáttunum hér að neðan. Ef þú getur náð góðum tökum á þessari færni, muntu auka atvinnumöguleika þina í hvaða atvinnugrein sem er!
Samskipti
Hæfni til að eiga skilvirk samskipti við samstarfsmenn og viðskiptavini er mikilvæg fyrir næstum allar stöður, svo það kemur ekki á óvart að vinnuveitendur meti samskiptahæfileika jafn mikið og raun ber vitni. Þessi færni felur í sér allt frá munnlegum og skriflegum samskiptum til samkenndar, hæfileika til hlustunar og sjálfstrausts.
New York Times metsölubókin Words That Work (Orð sem vinna) eftir dr. Frank Luntz gæti hjálpað þér að auka samskiptahæfileika þína.
Lausnaleit
Sum vandamál eru óumflýjanleg, en það er hvernig þú höndlar þessi vandamál sem skiptir öllu máli. Vinnuveitendur vilja starfsmenn sem geta nálgast vandamál af æðruleysi og notað rétta aðferðafræði og beitt skapandi hugsun til að finna lausnir. Hæfni til að leysa vandamál felur í sér athugun, samningaviðræður, skapandi hugsun, greiningu, hugarflug og ákvarðanatöku.
Mjög góð bók um efnið er Stop Guessing: The 9 Behaviors of Great Problem Solvers (Hættu að giska: 9 einkenni þeirra sem eru góðir að leysa vandamál) Nat Greene.
Forysta
Ekki öll störf eru forystustörf þar sem þú stjórnar hópi fólks. En flest störf krefjast þess að þú takir forystuna á einhverjum tímapunkti, hvort sem um er að ræða í einstökum verkefnum eða í samskiptum við viðskiptavini. Vinnuveitendur meta leiðtogahæfileika vegna þess að þeir sýna að þú hefur getu til að taka ákvarðanir, stjórna aðstæðum og leiðbeina öðrum þegar þörf krefur. Leiðtogahæfileikar fela í sér lausn deilumála, úthlutun, samkennd, fjölhæfni og verkefnastjórnun.
Simon Sinek, bresk-amerískur rithöfundur og ræðumaður talar um leiðtogahæfileika í bókum sínum og viðtölum. Taktu þér nokkrar mínútur og horfðu á TED Talk fyrirlestur hans.
Hópavinna
Það eru mjög fáar starfsgreinar þar sem þú vinnur algjörlega á eigin spýtur, og þar af leiðandi er nauðsynlegt að hafa hópvinnuhæfileika. Vinnuveitendur vilja starfsmenn sem geta unnið vel með öðrum, jafnvel þó þeir séu ekki endilega sammála, og taka sig saman til að ná árangri. Meðal lykilhæfni sem tengist teymisvinnu eru samstarfsvilji, samvinna, hlustun og geta til að úthluta verkefnum.
Vinnusiðfræði
Að mæta tímanlega í vinnuna, skila verkefnum innan tímamarka og vera skipulögð/skipulagður eru allt hluti af því að hafa sterkan starfsanda. Þetta sýnir að þú trúir á mikilvægi vinnu þinnar, sem mun gera þig verðmætan í augum vinnuveitenda. Sérstök færni á sviði vinnusiðferðis felur í sér sjálfshvatningu, áreiðanleika, fagmennsku og aga.
On Fire at Work (Með eldmóð í vinnunni) (Eric Chester gæti verið góð byrjun fyrir smá innblástur.
Jákvætt viðhorf
Starfsmenn með jákvætt viðhorf eru nauðsynlegir fyrir öll fyrirtæki. Þeir geta ekki aðeins hjálpað til við að gera vinnustaðinn að skemmtilegum og afkastamiklum stað, heldur getur hæfileikinn til að vera jákvæður hjálpað til við að vega upp á móti miklu álagi og hröðu vinnuumhverfi. Samvinna, eldmóður, vinsemd og virðing eru nokkrir af verðmætustu hæfileikum sem hægt er að hafa.
Það eru fullt af ráðleggingum á netinu um hvernig hægt er að næra jákvæðar tilfinningar. Þú getur prófað eitthvað nýtt á hverjum degi. Til dæmis geturðu dekrað við sjálfan þig eftir vinnu, lesið brandara áður en þú ferð í vinnuna eða á leiðinni á skrifstofuna þína. Slepptu aldrei alvöru pásum á vinnutíma og hlustaðu á tónlist sem passar við skap þitt þann daginn.
Nánari upplýsingar:
Finna Eures ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedI
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 20 Apríl 2022
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ábendingar og ráð
- Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
- Nýliðunarstraumar
- Tengdir hlutar
- Ábendingar og ráð
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles
