- Fjarvinnukostir
Þökk sé samstarfsverkvöngum eins og Zoom, Microsoft Teams og GoToMeeting er nú orðið mun auðveldara að vinna í hóp frá mismunandi stöðum en áður. Það getur verið að þú þurfir ekki að einblína á atvinnuleit á einu svæði því fjarvinnukostir geta þýtt að þú getir unnið þar sem þú ert stödd/ur hverju sinni. Með því að víkka leitina út til fleiri landsvæða aukast tækifærin og það getur verið að þú náir lengra á framabrautinni. Til að koma í veg fyrir að þú missir af hinu fullkomna starfi vegna staðsetningar ættir þú að spyrja væntanlega vinnuveitendur um stefnu þeirra um fjarvinnu eða blandaða vinnu til að átta þig á sveigjanleika þeirra.
- Netviðtöl eru vinsæl
Þar sem stöðugt dregur úr að fólk vinni á sömu skrifstofu eiga viðtöl í auknum mæli sér stað á netinu. Það sparar tíma og peninga bæði fyrir fyrirtækið og þig! Ef þú lendir í umferðarteppu á leið í viðtalið eða finnur ekki bílastæði getur það valdið aukinni streitu og kvíða svo viðtöl heiman frá þér þýða ekki bara að þú getir mætt í fleiri heldur getur slíkt einnig gert atvinnuleitina afslappaðri. Það er líklegt að þú þurfir vefmyndavél (jafnvel þó að það sé bara myndavélin á snjallsímanum þínum) til að mæta í atvinnuviðtal. Vertu viss um að vita hvernig eigi að nota hana, sért með góða nettengingu og góða lýsingu til að fyrstu kynni í netheimum séu góð.
- Það er mikilvægt að sinna tengslanetinu þínu á netinu
Hefur þú tengst samstarfsmönnum þínum á LinkedIn? Þessir verkvangar bjóða fyrirtækjum upp á auðvelda og skilvirka leið við ráðningar. Ef þú tengist samstarfsmönnum þínum, sem hafa orðið á vegi þínum á starfsævinni, getur það aukið verulega tækifæri þín í framtíðinni. Atvinnurekendur auglýsa oft laus störf á verkvöngum eins og LinkedIn og einföld skilaboð til að láta þá vita að þú hafir áhuga eða búir yfir tiltekinni færni, getur leitt til ráðningar. Eftir því sem þú tengist fleira fólki og heldur ferilskránni þinni uppfærðri aukast líkurnar á því að þér sé boðið að sækja um störf. Ef þú ert að leita opinberlega að nýju starfi getur þú látið vinnuveitendur vita með því að breyta bara um stöðu á reikningnum þínum.
- Þú getur leitað og sótt um störf hvenær sem er
Ef þú átt snjallsíma getur þú sótt um störf hvar og hvenær sem er! Þegar þú hefur hlaðið upp ferilskránni þinni á vefsíður eins og EURES-vefgáttina eða vistað hana í skrá á símanum þínum getur þú leita að störfum og sent umsókn um hæl. Hvort sem þú ert á leið í vinnuna, í hádegisverðarhléi eða á bekk í almenningsgarði getur þú fylgst með nýjustu störfunum og sótt um. EURES-vefgáttin er full af lausum störfum í 31 Evrópulandi og EURES-ráðgjafar eru til staðar til að hjálpa þér við atvinnuleitina hvenær sem er. Það hefur aldrei verið jafnauðvelt að sækja um starf. Ef þú leitar í fimm mínútur á dag að þá safnast það upp, einkum ef þú hefur takmarkaðan tíma.
- Færni þín er mikilvægari en núverandi starfsheiti
Áður var mikil áhersla lögð á starfsheiti en í breyttu umhverfi leggja vinnuveitendur meiri áherslu á aðlögunarhæfni, áreiðanleika (einkum í fjarvinnu) og lausn vandamála ásamt þeirri færni sem viðkomandi starf krefst. Með það í huga er mikilvægt að láta starfsheiti ekki draga úr sér kjarkinn heldur leggja áherslu á þá færni sem þú hefur upp á að bjóða. Ef þú hefur áhuga á að bæta færni þína getur þú sótt fjölmörg ókeypis námskeið á netinu til að sýna að þú hafir áhuga á að læra nýja hluti og vaxa.
Frekari ráð um atvinnuleit má finna í „6 bestu ráðin fyrir árangursríka tengslamyndun á netinu“.
Tengdir hlekkir:
6 bestu ráðin fyrir árangursríka tengslamyndun á netinu
Nánari upplýsingar:
Finna EURES ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 17 Febrúar 2022
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ábendingar og ráð
- Tengdir hlutar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles