Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring12 Apríl 2022European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Svona snýrðu aftur til vinnu eftir langt hlé

Hvort sem þú hættir í vinnunni til að sinna fjölskyldumeðlimi, þú varst í foreldraorlofi eða tókst þér tímabundið hlé – getur verið erfitt að snúa aftur til vinnu eftir langa fjarveru. Hér eru nokkur ráð fyrir þig til að snúa aftur til vinnu.

How to get back to work after a long career break

Kynntu þér hvernig iðnaðurinn hefur breyst

Allur iðnaður breytist með tímanum, sumir meira en aðrir. Það er mikilvægt að þú kynnir þér hvernig atvinnugeirinn þinn hafi breyst á meðan þú varst í burtu. Þú getur gert það til dæmis með því að skoða sérstakar vefsíður um iðnaðinn og samfélagsmiðla. Ekki hræðast eða skrá þig í tengslanet og spjallsvæði fyrir iðnaðinn og biðja jafningja þína um ráð.

Lífgaðu upp á færnina

Það getur verið að eftirspurn eftir nýrri færni hafi aukist á meðan þú varst í burtu. Eða það getur verið að þú þurfir að lífga upp á ýmissa kunnáttu því þú hefur ekki notað hana í langan tíma. Hver svo sem ástæðan er skaltu taka þér tíma í að æfa eða lífga upp á fagkunnáttu þína. Þú getur til dæmis farið á upprifjunarnámskeið á netinu eða þar sem þú býrð.

Uppfærðu ferilskrána þína

Nú þegar þú vilt fara aftur út á vinnumarkaðinn þarftu að uppfæra ferilskrána þína og reikninginn þinn á LinkedIn (ef þú ert með reikning). Gakktu úr skugga um að tiltaka viðeigandi færni og starfsreynslu og fjarlægðu allt sem á ekki við þau starf sem þú ert að sækja um. Ekki hræðast að sýna gloppur í atvinnusögu þinni. Þú getur bætt við (mjög stuttri) útskýringu um það í ferilskrána þína.

Hafðu samband við EURES-ráðgjafa

EURES býður upp á stóran gagnagrunn um laus störf til að hjálpa þér í atvinnuleitinni. Þú getur einnig haft samband við EURES -ráðgjafa í heimalandi þínu til að kynna þér hvernig EURES geti hjálpað þér við að búa til ferilskrá og finna starf. EURES-vefgáttin er með yfir 3 milljónir auglýsingar um laus störf og er því kjörinn staður til að komast aftur út á vinnumarkaðinn!

Hafðu samband við tengiliðina þína

Ef þú varst hluti af tengiliðaneti áður en þú tókst þér hlé frá vinnu er nú rétti tíminn til að færa sér það í nyt. Þú veist aldrei hvar þú finnur draumastarfið. Í versta falli færðu bara nokkur góð ráð frá fólki í iðnaðinum.

Farðu yfir tímann, sem þú varst frá vinnu, í huganum

Þó að þú hafir ekki verið við vinnu þýðir það ekki að þú hafir ekki lært eitthvað nýtt. Hugsaðu um þá færni og reynslu sem þú öðlaðist þegar þú varst frá vinnu – einkum mjúka færni eins og seiglu og sveigjanleika.

Veltu fyrir þér hvernig þú getur breytt eyðunni í atvinnusögu þinni í styrkleika. Líkur eru á að þú verðir spurður um þetta í atvinnuviðtölum.

Búðu þig undir að stíga út fyrir þægindarammann

Það getur verið erfitt að snúa aftur til vinnu eftir hlé. Búðu þig undir að fyrstu vikurnar og jafnvel mánuðirnir geti orðið erfiðir. Það getur verið að þér muni reynast erfitt að ferðast daglega til og frá vinnu eða vinna átta tíma á dag. Þú ert sterkari en þú heldur og með tímanum venstu vinnulífinu.

Kynntu þér hvað þú þarft

Langt hlé frá vinnu er líka fullkominn tími til að velta fyrir sér í hvaða átt þú vilt stefna á vinnumarkaði. Veltu fyrir þér hvort þú vilt halda áfram á sömu braut, skipta yfir í annan undirgeira eða breyta til og prófa eitthvað glænýtt. Eftir því hvað þú velur getur þú kynnt þér mismunandi endurmenntunarkosti eins og netnámskeið, námskeið í skólastofu, starfsnám eða iðnnám.

Ekki gefast upp og hafðu trú á þér

Það getur tekið tíma þangað til þú færð boð í fyrsta atvinnuviðtalið – það sem skiptir máli er að gefast ekki upp og halda leitinni áfram. Þegar þú ferð í atvinnuviðtöl skaltu hafa trú á færni þinni og menntun. Eyðan í atvinnusögu þinni er ekki það sem skilgreinir þig. Þú getur meira að segja snúið henni upp í helsta styrkleikann þinn.

Hvort sem þú ert upprennandi lausamaður eða eigandi fyrirtækis leika samfélagsmiðlar mikilvægt hlutverk við að byggja upp orðstír þinn. Kíktu á þessi mikilvægu ráð fyrir góðan faglegan orðstír.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

 

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
Tengdir hlutar
  • Ábendingar og ráð
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.