Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring27 Janúar 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Hvernig hefur fæðingarstaður þinn áhrif á vinnustaðinn þinn?

Ekki getum við valið um hvar við fæðumst eða frá hvaða löndum foreldrar okkar eru. Þannig að það er athyglisvert að skoða hvernig þessir tveir þættir kunna að hafa áhrif á framtíðarstarfsferla okkar. Nýjasta stefnuyfirlit frá Eurofound fjallar um nákvæmlega þetta atriði.

How does your birthplace affect your workplace?
EURES

Rannsóknin skoðar það hvernig það er að vera með útlenskan bakgrunn (þ.e. að vera frá öðru landi) getur haft áhrif á atvinnuhorfur fólks. Rannsóknin skoðar sérstaklega tvenns konar erlenda starfsmenn:

  • Farandverkafólk af fyrstu kynslóð (fólk sem fætt er í öðru landi en því sem það býr í, og foreldrar þeirra voru heldur ekki fæddir í því landi);
  • Farandverkafólk af annarri kynslóð (fólk sem fætt er í landi því sem það býr í, en foreldrar þeirra voru ekki fæddir þar);

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru byggðar á gögnum frá Evrópukönnun um vinnuaðstæður sem gerð var árið 2015 og inniheldur m.a. það sem hér fer á eftir:

  • Fæðingarstaður þinn, eða fæðingarstaður foreldra þinna, getur haft áhrif á marga þætti starfsæfi þinnar. Þetta tekur meðal annars til atvinnuhorfa þinna, hvers konar störf þú færð og vinnuaðstæður þínar.
  • Farandverkafólki af fyrstu kynslóð farnast vel að því er atvinnu varðar. Hjá þessu farandverkafólki ríkir hærra atvinnustig en hjá innfæddum í nánast helmingi aðildarríkja ESB (þó svo það sé nauðsynlegt að veita því athygli að helsta ástæða þess að fólk flytur til annarra landa er vegna atvinnu).
  • Að vera ESB farandverkamaður af annarri kynslóð eru góðar fréttir þegar kemur að því að finna sér starf – þeir eru með hæsta atvinnustig yfir heildina litið innan ESB! Önnur kynslóð ESB farandverkamanna sýna einnig jákvæða aðlögun að vinnumarkaðnum.
  • Farandverkafólk af fyrstu kynslóð er líklegara til að vinna við ‘undirstöðu’ störf (þ.e. dyravarðastarf, húsvarðastarf, sendlastörf, þrifastörf).
  • Það er líklegra að farandverkafólk af annarri kynslóð starfi sem faglært starfsfólk og í hálaunastörfum.
  • Farandverkafólk á stundum í erfiðleikum með að finna störf sem samræmast menntastigi þeirra. Tungumálahindranir og skortur á viðurkenningu á þeirri færni, menntun og hæfi sem fólkið hefur öðlast í öðru landi, eru skoðaðar vera helsta ástæða þess, og þetta er áskorun sem verkfæri eins og Evrópski viðmiðaramminn um menntun og hæfi er ætlað að vinna bug á.
  • Meiri líkur eru á því að farandverkafólk frekar en innfæddir stafsmenn tilkynni um að það hafi orðið fyrir mismunun og kynjamisrétti. Þetta er svið þar sem framtaksverkefni eins og Evrópska meginstoð félagsréttinda vinnur að umbótum á.

Evrópustofnun um bætt lífskjör og starfsskilyrði (Eurofound) Er ESB stofnun sem lætur í té þekkingu til að aðstoða við að þróa bætta stefnu á sviði félagsmála, atvinnumála og vinnutengdra málefna.

 

Tengdir hlekkir:

Hvernig fæðingarstaður þinn hefur áhrif á stefnuyfirlit varðandi vinnustaðinn þinn

Evrópski viðmiðaramminn um menntun og hæfi

Evrópska meginstoð félagsréttinda

Evrópustofnun um bætt lífskjör og starfsskilyrði (Eurofound)

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Ytri EURES fréttir
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Fréttir/skýrslur/tölfræði
  • Nýliðunarstraumar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.