Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring10 Apríl 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Það er ekki ég, það ert þú: Hvernig má sætta sig við höfnun í starfi

Við höfum öll lent í þessu. Þú er með frábæra ferilskrá, skrifaðir glæsilega umsókn, rústaðir viðtalinu, beiðst eftir símtali eða tölvupósti með öndina í hálsinum og… fékkst svarið „þakka þér fyrir umsóknina, en...”. Ef þú á annað borð fékkst nokkuð svar.

It’s not me, it’s you: How to deal with job rejection

Það getur verið erfitt að sætta sig við höfnun, sama hvers eðlis hún er. Þú gæti verið sjálfsöruggasta manneskja í heimi en höfnun getur samt fengið þig til að efast um eigið ágæti. Og miðað við samkeppnina á vinnumarkaði er ekki ólíklegt að þú eigir eftir að upplifa þetta aftur og aftur.

Hvernig er hægt að höndla höfnun og jafnvel snúa henni sér í hag? Eftir nokkra skoðun höfum við auðkennt fjóra þætti sem hafa skal í huga?

Höfnun snýst ekki alltaf um þig

Einn helsti þátturinn sem þú getur ekki stjórnað í atvinnuleit þinni er að aðrir eru að falast eftir sömu störfum og þú. Það skiptir ekki máli hversu vel þú stenst hæfniskröfurnar og að þú vitir hversu fullkomlega þú passar í starfið. Það er alltaf möguleiki að einhver þarna úti sé með aðeins meiri reynslu en þú. Með aðeins meiri kunnáttu. Sé pínulítið hæfari. Kannski er munurinn bara smávægilegur. En þegar 100 manns hafa sótt um sama starf getur það verið nægilegur munur til það fleyta viðkomandi á toppinn.

Ef þú hefur það í huga er auðveldara fyrir þig að skilja að höfnun merkir ekki að það sér eitthvað að þér. Það merkir einfaldlega að einhver aðeins hæfari en þú sótti um. Ekki örvænta, í næsta skipti getur það verið þú!

Höfnun getur verið lærdómsrík

Því fleiri störf sem þú sækir um, því betur geturðu tekist á við hana. Á sama hátt bætist í reynslubankann eftir því sem þú ferð í fleiri atvinnuviðtöl. Biddu um álit annarra þegar tækifæri gefst og nýttu þér það. Þannig getur höfnun beinlínis hjálpað þér að fínpússa þá aðferð sem þú beitir við atvinnuleitina og aukið möguleika þína á að landa starfinu þegar fram í sækir.

Höfnun getur merkt að eitthvað betra bíði þín handan við hornið.

Þú veist aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Í stað þess að líta á höfnun sem mistök skaltu frekar líta á hana sem tækifæri. Þú misstir kannski af góðu starfi, en þú fékkst um leið möguleika á að sækja um önnur störf sem eru kannski mun meira spennandi.

Höfnun getur aukið sjálfsöryggi

Það kann að hljóma þversagnarkennt, en höfnunartilfinning getur jafnvel verið jákvæð. Höfnun auðveldar þér að koma auga á þætti í eigin fari sem þú vissir ekki af eða að uppgötva hvað liggur í raun á bak við neikvæðar tilfinningar. Ef þú ert sár yfir að hafa ekki fengið starfið, er það vegna þess að þú þráðir þetta starf svo mikið? Eða er það kannski vegna þess að þér leiðist að fá sífellt höfnun? Með því að spyrja sig slíkra spurninga getur maður fínpússað þá aðferð sem maður beitir í atvinnuleitinni.

Þessi aukna sjálfsvitund getur einnig hjálpað þér að viðurkenna ekki bara að höfnunin snerist ekki um þig, að þú getir dregið af henni lærdóm eða að eitthvað annað betra kunni að bíða þín, heldur eining að trúa því í raun. Þú munt þá sjá að þó svo að höfnun sé alltaf sársaukafull þá felur hún ekki í sér einhver endalok. Hún er bara hluti af tilverunni og eitthvað sem þú getur nýtt þér til að verða sterkari.

Viltu auka möguleika þína á að snúa höfnun í ráðningu? Greinin 5 ‘S’ rules for writing a killer cover letter veitir frábær ráð.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

VinnugagnagrunnurEures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ábendingar og ráð
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Nýliðunarstraumar
  • Ungmenni
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.