Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring13 Mars 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

5 ráð til að láta samfélagsmiðla nýtast þínu fyrirtæki

Samfélagsmiðlar eru frábær tól fyrir fyrirtæki, en það er ekki lengur nóg að vera bara með Facebook eða Twitter reikning til að skera sig úr fjöldanum. Hvernig þú notar samfélagsmiðla tengist góðum árangri sífellt meira, sér í lagi með aukinni stafrænni væðingu hjá flestum markhópum.

5 tips for making social media work for your organisation

Nýleg grein á heimasíðu The Guardian beindi athyglinni að fyrirtækjum sem eru að láta samfélagsmiðla nýtast sér og þetta fékk okkur til að hugsa um bestu ráðin fyrir fyrirtæki og stofnanir til að láta samfélagsmiðla nýtast sér sem best.

Vertu með áætlun og haltu þig við hana

Það er almennt viðurkennt að stefnuáætlun varðandi samfélagsmiðla er mikilvægur þáttur í því að ná árangri á samfélagsmiðlum. Slík stefnuáætlun gefur þér færi á að einbeita þér að því sem er mikilvægt fyrir þitt fyrirtæki, þeim sem þú ert að reyna að ná til og hvaða skilaboðum þú vilt koma á framfæri. Það er mælt með því að útbúa dagatal með efnisinnihaldi fyrir samfélagsmiðla, sem gerir þér kleift að skipuleggja efnisinnihaldið fyrirfram og gera ráð fyrir uppákomum og viðburðum sem þú getur notfært þér.

Þekktu markhópinn þinn

Það að nota rannsóknartól samfélagsmiðla eins og Innsýn í Markhópa hjá Facebook og leit að línuritum hjá Facebook, eða áhrifatól eins og Buzzsumo, Buzzstream og Tweepi, getur gefið þér betri skilning á áhugamálum og hegðun markhópa þinna, og tengslum þeirra á samfélagsmiðlum. Sú innsýn sem fæst með þessum tólum er síðan hægt að nota til að aðstoða þig við að þróa áhrifameira efni fyrir samfélagsmiðla.

Veldu réttu samfélagsmiðlana fyrir þig

Það eru margir samfélagsmiðlar til, og hver og einn hefur sína kosti og galla með hliðsjón af þínum þörfum. Það getur verið árangursríkara fyrir þína stofnun eða fyrirtæki að einbeita sér að einum eða tveimur, þar sem það er tímafrekt að halda utan um þá alla. Skoðaðu hvaða vefir eru vinsælir hjá þínum markhópi og hverjir bjóða upp á eiginleika sem mæta þörfum þínum best.

Vertu með góða taktík til að skapa tengingar

Það er mikilvægt að tengjast markhópi þínum á áhrifaríkan hátt og það mun einnig hjálpa þér að stýra efninu sem þú þróar. Viss umræðuefni kunna að grípa athyglina betur en önnur, á meðan ákveðnar tegundir af efni geta verið vinsælli. Húmor getur verið góð aðferð (ef það er viðeigandi), og einnig að spyrja spurninga sem munu kalla fram svör. Það að halda samræðunum gangandi mun hjálpa til við að skapa samfélagsstemmningu sem tengist þínu fyrirtæki eða stofnun.

Vertu með sérsniðið efni

Það getur verið freistandi að setja sama efnið á marga samfélagsmiðla - það eru sér í lagi vefir eins og Facebook og Twitter sem gera þér kleift að gera þetta á sjálfvirkan hátt með því að tengja saman reikningana. Með því að búa til sérsniðið efni fyrir hvern miðil, þá getur þú náð til sem flestra og átt í samskiptum við fylgjendur þína. Það er gott að nota Twitter til að spyrja spurninga og hvetja til aðgerða, en Facebook til að setja inn myndbönd og leiki. Instagram er góður staður fyrir ljósmyndir og það sjónræna, og LinkedIn fyrir langa pósta og umræðuhópa.

Það eru margar aðrar hliðar á samfélagsmiðlum sem við hefðum getað fjallað um á þessum lista, en við vonum að þessi fimm helstu ráð séu góð byrjun. Samfélagsmiðlar bjóða upp á ótrúlega möguleika þegar kemur að samskiptum, þannig að þú skalt notfæra þér það sem í boði er!

 

Tengdir hlekkir:

Nýleg grein á heimasíðu The Guardian

Dagatal með efnisinnihaldi

Innsýn í Markhópa hjá Facebook

Buzzsumo

Buzzstream

Tweepi

Samfélagsmiðlar til

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

VinnugagnagrunnurEURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Ábendingar og ráð
  • Samfélagsmiðlar
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.