Nýtt starf í Austurríki opnar áður óþekkta möguleika fyrir Slóvena í atvinnuleit - Evrópusambandið
Fara yfir í aðalefni
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 12 Janúar 2017
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 2 mín. lestur

Nýtt starf í Austurríki opnar áður óþekkta möguleika fyrir Slóvena í atvinnuleit

Ana-Marija Vratanar, sem kemur frá litlu þorpi í Slóveníu, hafði verið að leita að góðri vinnu í heimalandi sínu áður en hún sá atvinnuauglýsingu sem vakti athygli hennar.

A new job in Austria opens up horizons for Slovenian jobseeker
Ana Marija

Ana-Marija Vratanar, sem kemur frá litlu þorpi í Slóveníu, hafði verið að leita að góðri vinnu í heimalandi sínu áður en hún sá atvinnuauglýsingu sem vakti athygli hennar. Starfið sem var auglýst á atvinnumiðlun í heimabæ hennar, var staða á fjölskyldureknu hóteli í Austurríki. "Ég hugsaði með mér, af hverju ekki?" Hún hafði því samband við EURES ráðgjafann Žarko Markovič, sem starfar í Ljubljana.

"Ég hafði starfað á mörgum stöðum í Slóveníu. Ég hafði starfað á börum og veitingstöðum, og sem kennari í grunnskóla þar sem ég aðstoðaði börn með námsörðugleika," segir Ana-Marija. "En starfið í Austurríki veitti mér tækifæri til að ferðast og bæta þýskukunnáttu mína."

Hún fór því til Ljubljana í atvinnuviðtal þar sem Žarko aðstoðaði hana við að svara spurningum hennar og leiðbeindi henni í gegnum umsóknarferlið. "Ég sagði henni hvaða pappíra hún þyrfti að útvega og hjálpaði henni að búa sig undir viðtalið. Ég hef ávallt notið þess að sjá þegar atvinnuleitendum tekst að finna gott starf erlendis."

Aðstoðin hans borgaði sig og hún fékk starfið. "Ég hef nú verið ráðin við þetta hótel í tvo vetur," segir Ana-Marija ánægð í bragði. Hún hefur verið dugleg að læra þýsku og talar tungumálið núna reiprennandi. "Ég er sannfærð um að þessi reynsla eigi eftir að hjálpa mér að finna starf í heimalandi mínu."

Ana-Marija vill hvetja aðra til þess að finna störf í öðrum ESB löndum.

"Ég myndi ráðleggja fólki að reyna þetta. Þetta er frábært tækifæri að kynnast sjálfum sér og nýrri menningu." Hvaða ráðleggingar hefur hún fyrir þá sem eru að fara starfa í öðru ESB landi?

"Þið þurfið að vera vingjarnleg og opin fyrir þeim möguleika að hlutirnir séu öðruvísi en í heimalandi ykkar. Þetta snýst einnig um virðingu, að virða hugsunarhátt og lifnaðarhætti annarra. Þetta er frábært tækifæri til að þróa eigin persónuleika," segir hún.

 

Tengdir hlekkir:

Búseta og störf í Austurríki

 

Nánari upplýsingar:

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Árangurssögur
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.