Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring28 Nóvember 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Hjón deila árangurssögu hvort fyrir sig þökk sé „Fyrsta EURES-starfið þitt“ áætluninni

Gianfranco Meggiorin er stofnandi og forstjóri Navimeteo, miðstöðvar sem hefur veitt sjómönnum og skipstjórum sólarhrings sjávarveðurfréttir síðan 1990.

Husband and wife share their separate success stories thanks to ‘Your first EURES job’ programme
Gianfranco Meggiorin

Fyrirtækið er staðsett í Genóaflóa, Norður-Ítalíu og starfar um Miðjarðarhafið og lengra. Gianfranco vinnur með litlum hópi sérfræðinga, sem eru flestir með ítölsku að móðurmáli. Enska, er engu að síður, alþjóðlegt mál innan siglingaheimsins.

Með það í huga vildi Gianfranco ráða inn lærling að utan með góða þekkingu á ensku. Hann heyrði af ESB atvinnuhreyfanleikaáætlunina Fyrsta EURES-starfið þitt (FESÞ) þegar hann hitti Marirosa Chiocca, EURES ráðgjafa hjá Citta Metropolitana di Genova.

Fjárhagslegur og stjórnunarstuðningur

Gianfranco réði brátt enskumælandi lærling frá Eistlandi að nafni Mari, eftir snurðulausan ráðningarferil. „Vefsíða FESÞ er mjög hagnýt og auðveld í notkun og við fengum einnig frábæra aðstoð frá Marirosa [EURES-ráðgjafa].“

Mari passaði fullkomlega inn hjá fyrirtækinu og varð fullur meðlimur liðsins eftir árangursríkt starfsnám. Gianfranco réði síðan annan lærling í gegnum áætlunina líka.

„Við erum ánægð með stuðninginn sem lærlingurinn og fyrirtækið fékk,“ segir hann. „Fjárhagsaðstoðin kemur sér vel.“

Árangursrík tilvísun

Myndi Gianfranco mæla með reynslu sinni af FESÞ-áætluninni fyrir aðra vinnuveitendur í hans stöðu?

„Ég hef þegar gert það!“ segir hann. „Ég stakk upp á því við konuna mína.“

Þó að Gabriella, eiginkona Gianfranco, sé einnig fyrirtækiseigandi, sérhæfir hún sig á allt öðrum geira sem Valle d’Aosta svæðið er vel þekkt fyrir, vínyrkju.

Gabriella á sína eigin vínyrkju og víngerð, og stýrir einnig „Maison d'Hotes Victoret“ gistihúsinu, þar sem gestir hennar geta upplifað fallega dalinn þar sem hún ræktar vínber.

„Eiginmaður minn, sem sér um annan rekstur, hafði þegar sótt um þetta tækifæri [hjá FYSÞ] fyrir sitt fyrirtæki og stakk upp á því fyrir mig að ég biði ungum starfsmanni upp á starfsnám,“ útskýrir Gabriella.

Hún hefur ráðið tvo lærlinga, í gegnum FESÞ-áætlunina, eins og Gianfranco, – einn frá Finnlandi og annan frá Frakklandi. Lærlingarnir hafa deilt tíma sínum á milli vínekrunnar, víngerðarinnar og gistihússins.

Gagnkvæmur ávinningur fyrir vinnuveitendur og starfsfólk

FESÞ áætlunin býður upp á gagnkvæmt gagnlegt samband sem bæði vinnuveitendur og starfsfólk hagnast á. „Við hefðum getað fundið einhvern annan hjá vinnumiðluninni, en okkur fannst FESÞ gott tækifæri fyrir lærlinginn til að fá reynslu erlendis og fyrir okkur tækifæri til að fá hjálp við daglega vinnu okkar,“ útskýrir Gabriella.

Alþjóðlegi sjónarhóllinn sem erlendur lærlingur getur komið með er einnig mikilvægt í geira Gabriella. „Ungur erlendur starfsmaður var líka tækifæri fyrir okkur til að vera opin fyrir aljóðlegum tengslum og menningarmiðlun, einnig því hluti af starfi okkar er að bjóða velkomna ferðamenn frá Ítalíu og öðrum löndum um allan heim,“ segir hún.

Gabriella vann líka náið með Marirosa, sem var mjög „fagleg, hæf og vingjarnleg“.

„Hún var alltaf reiðubúin að aðstoða okkur og lærlinginn með hverskonar flókin vandamál,“ útskýrir Gabriella. „Án stuðnings frá henni, hefði þetta verið of erfitt, jafnvel ómögulegt, fyrir okkur.“

„Við erum ánægð með stuðninginn sem lærlingurinn og fyrirtækið fékk. Fjárhagsaðstoðin er góð hvatning og vefsíðan er líka skilvirkt, alþjóðlegt verkfæri til að sjá um beiðnir og boð um starfsreynslu.“

Það að bæði Gianfranco og Gabriella hafi átt svo jákvæða reynslu af FESÞ áætluninni, þrátt fyrir að vinna í svo mismunandi geirum, sýnir ávinninginn sem áætlunin getur fært alls konar vinnuveitendum.

Ef þú átt vin eða fjölskyldumeðlim sem gæti haft hag af að ráða starfsfólk að utan, af hverju fylgirðu þá ekki dæmi Gianfranco og lætur þau vita af Fyrsta EURES-starfið þitt áætluninni.

Fyrsta EURES starfið þitt er áætlun Evrópusambandsins um hreyfanleika starfa. Til að fá að vita meira um starfa- og þjálfunartækifæri í ESB eða finna starfsmenn með kunnáttuna sem þig vantar skaltu hafa samband við eina af vinnumiðlunum verkefnisins eða hafa samband við næsta EURES ráðgjafa í gegnum EURES-gáttina.

 

Tengdir hlekkir:

Fyrsta EURES-starfið þitt (FESÞ)

EURES gáttinn

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ytri EURES fréttir
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.