Skoðaðu hvar þú stendur launalega séð
Eitt af því fyrsta, sem þú þarft að gera áður en þú biður um launahækkun, er að bera launin þín saman við laun annarra starfsmanna á sama stigi og geira og þú. Það eru margar leiðir til að gera það. Þú gætir beðið starfsmanna í mannauðsdeildinni um launasvið á þínu stigi, rædd við samstarfsmenn þína, farið á innlenda síðu um launasamanburð eða leitað að lausum störfum á netinu til að sjá hvað aðrir vinnuveitendur bjóða fyrir svipað hlutverk. Góður staður til að gera hið síðastnefnda er á EURES vefgáttinni þar sem nærri 4 milljón laus störf eru auglýst.
Undirbúðu þig
Hugsaðu til baka og farðu yfir vinnuna, sem þú hefur innt af hendi frá síðustu launahækkun, í huganum (eða frá því að þú varst ráðin/n). Reyndu að vera með nákvæmar upplýsingar og dæmi um hvenær þú hefur lagt þig alla/n fram til að sinna vinnunni þinni. Þar á meðal með yfirvinnu, með því að sinna verkefnum sem eru fyrir ofan launaflokkinn þinn, leiðbeina nýliðum o.s.frv. Því áþreifanlegri dæmi sem þú getur gefið yfirmanni þínum því betri rök hefur þú fyrir launahækkuninni.
Veldu rétta tímasetningu
Algeng mistök, sem starfsmenn gera oft þegar þeir biðja um launahækkun, er að velja ranga tímasetningu til að gera það. Forðastu annasöm tímabil þegar yfirmaður þinn er stressaður og tíma þegar fyrirtækið er að fækka starfsmönnum. Reyndu að ná á yfirmanninn þegar góður gangur hefur verið hjá fyrirtækinu.
Veltu líka verkefnum þínum fyrir þér. Hefur þú sinnt einhverju mikilvægu eða eitthvað merkilegt gerst hjá þér í starfi? Það getur verið að þú viljir bíða þar til slíkt á sér stað til að hafa enn betri rök fyrir máli þínu.
Gerðu þetta augnliti til auglitis
Í heimi eftir heimsfaraldur þar sem fjarvinna er nýja normið gæti verið freistandi að óska eftir launahækkun í tölvupósti. En það getur gefið mun betri árangur að gera það augnliti til auglitis (eða í myndsímtali). Launaviðræður eru samræður svo þú ættir að ganga úr skugga um að bóka fund með yfirmanni þínum þar sem þið getið rætt saman frekar en að skiptast á tölvupóstum.
Ekki tala þig niður
Stundum finnst okkur svo óþægilegt að óska eftir launahækkun að við biðjum um minna en við teljum okkur verðskulda. Þú ert stærsti fylgismaður þinn svo þú hefur ekki efni á því að bregðast sjálfri/sjálfum þér. Ef þú telur að þú eigir 10% launahækkun skilið ættir þú að biðja um 10%. Það er ólíklegt að vinnuveitandi þinn bjóði þér meira en þú biður um svo ekki hvika frá því sem þú telur þig eiga skilið.
Vertu jákvæð/ur og hafðu trú á þér
Líkamstjáning er mjög mikilvæg þegar kemur að launaviðræðum. Sýndu yfirmanni þínum að þú hafir trú á því sem þú telur þig eiga skilið en ekki vera hrokafull/ur. Sittu bein/n í baki, haltu augnsambandi á fundinum og passaðu þig að vera jákvæð/ur. Gleymdu ekki að leggja áherslu á hversu þakklát/ur þú ert fyrir starfið og vera hluti af fyrirtækinu.
Vertu tilbúin/n að taka að þér meiri vinnu
Stundum fara launaviðræður ekki eins og reiknað var með. Ef vinnuveitandinn segir „nei“ ættir þú að spyrja hvað þú getir gert til að fá hærri laun. Það gæti falist í því að taka að þér fleiri verkefni til að sýna fram á verðleika þinn.
Stuttir tímafrestir eru algeng vandamál á vinnustöðum. Lærðu hvernig stjórna eigi tímafrestum, bæði stuttum og löngum, og dragðu úr streituvöldum í vinnunni.
Tengdir hlekkir:
Áttu í erfiðleikum með að skila af þér á réttum tíma?Lærðu hvernig þú ferð að því að fara aldrei aftur yfir tímafresti
Nánari upplýsingar:
Finna Eures ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 6 Janúar 2023
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ábendingar og ráð
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Ábendingar og ráð
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles