1. Aðlögun vinnustaðarins
Áður en starfsfólki er boðið aftur á vinnustaðinn skaltu fara yfir uppsetningu og skipulag starfa til að draga úr dreifingu á veirum eins og COVID-19. Það getur verið að auka þurfi rými á milli vinnustöðva, móta ítarlega og reglulega áætlun um þrif og búa til skilti með upplýsingum um til hvaða ráðstafana þeir geti gripið til að líða betur og tryggja öryggi sitt.
Mörg fyrirtæki treystu á verkvanga á netinu til að eiga í samskiptum og samstarfi við vinnufélaga svo nú þarf að laga þessa nýju vinnuhætti að vinnustaðnum og gera ráð fyrir þeim. Til dæmis getur verið þörf á heyrnartólum eða lokuðum rýmum fyrir netsímtöl og fundi.
2. Skoðun á leiðum til að koma í veg fyrir smit
Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) hvetur til vitundaraukningar um áhættu á smiti og leiðum til að koma í veg fyrir það.
Ef nýir starfshættir hafa verið innleiddir á vinnustaðnum skaltu tryggja að væntingum um öryggi og heilbrigði sé komið skýrt á framfæri fyrir og á meðan fólk snýr aftur á vinnustaðinn til að koma í veg fyrir ringulreið meðal starfsmanna. Ef þú kemur fyrir greinilegum merkingum um reglur um þrif, frátekin skrifborð, grímunotkun og aðrar nýjar stefnur mun starfsmönnum þínum líða betur og öruggari.
3. Framkvæmdu endurkomu á vinnustaðinn í þrepum
Það getur verið að starfsmenn þínir hafi unnið frá mjög mismunandi stöðum síðastliðið eitt og hálft ár og það getur verið högg fyrir þá að snúa aftur á vinnustaðinn. Veltu fyrir þér að biðja starfsmenn um að snúa smám saman aftur á vinnustaðinn til að draga úr þessari stóru breytingu á daglegri rútínu þeirra svo þeir geti lagað sig að nýjum aðstæðum. Það getur falið í sér að byrja á einum degi á viku og fjölga dögunum á nokkurra mánaða fresti.
Það gerir starfsmönnum þínum ekki aðeins kleift að venjast ferðatímanum til og frá vinnu á ný heldur gefur það þeim einnig tíma til að skipuleggja önnur atriði eins og barnagæslu í kring um nýjan veruleika.
4. Gerðu áætlun!
Mikil óvissa hefur ríkt í heimsfaraldrinum en áætlun um faraldra í framtíðinni og aðra heilsuvá getur hjálpað til við að draga úr áhyggjum og kvíða á vinnustaðnum. Áætlunin ætti að innihalda hvernig fyrirtækið muni laga sig að og halda áfram störfum með færri starfsmönnum við veikindi eða ferðatakmarkanir. Hún ætti einnig að innihalda viðmiðunarreglur um veikindaleyfi og upplýsingar og aðstoð sem starfsmenn geta leitað í.
Þegar áætlunin er tilbúin ættir þú að tryggja að allir í fyrirtækinu fái hana í hendurnar. Það eflir traust og trú á fyrirtækinu ásamt því að svara spurningum sem kunna að brenna á starfsmönnum.
5. Kynntu aðstoð í boði
Eftir heimsfaraldurinn getur verið að fyrirtækið starfi ekki með sama hætti og áður en það skilur starfsmenn eftir með margar spurningar. Þegar breytingum á rekstri er komið á framfæri ættir þú að íhuga að gefa starfsmönnum kost á að spyrja spurninga og nálgast áreiðanlegar upplýsingar. Hægt er að beina fyrirspurnum þeirra til yfirmanna eða mannauðsdeildarinnar eða láta þær í ljós augnliti til auglitis.
Önnur leið til að efla starfsandann er að efla vellíðan eftir faraldurinn en hann leiddi til einangrunar og einmanaleika hjá mörgu fólki.
Frekari upplýsingar um endurkomu á vinnustaði eftir heimsfaraldurinn má finna í 5 helstu ráðin okkar fyrir starfsmenn sem snúa aftur á vinnustaði.
Tengdir hlekkir:
Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA)
5 helstu ráðin okkar fyrir starfsmenn sem snúa aftur á vinnustaði
Nánari upplýsingar:
Finna Eures ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 5 Janúar 2022
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ábendingar og ráð
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles