Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring7 Júní 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

MobiliseSME: vettvangur fyrir skipti yfir landamæri sem hundruð lítilla fyrirtækja og starfsmenn þeirra hafa hag af

Innri markaður ESB er stærsta viðskiptasvæði í heiminum og býður upp á einstaka möguleika, ekki aðeins fyrir fyrirtæki svo þau geti stækkað rekstur sinn, heldur líka fyrir frumkvöðla og starfsfólk frá mismunandi löndum sem getur hist og lært hvert af öðru.

MobiliseSME: cross-border exchange platform benefits hundreds of small businesses and their employees
European Entrepreneurs CEA-PME 2017

Verkefni sem hefur stutt slík skipti yfir landamæri er MobiliseSME-verkefnið sem fjármagnað er af ESB, einskonar miðlun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki (SME).

Forsenda verkefnisins er einföld: starfsfólk SME tekur þátt í stöðuskiptum til annarra SME í öðrum ESB-ríkjum. Markmiðið er að víkka faglega hæfni þeirra, fá alþjóðlega reynslu og skiptast á góðum starfsvenjum.

Vinnuveitendur geta á sama tíma þróað hæfni starfsfólks síns og opnað fyrir ný tækifæri með erlendum viðskiptafélögum, á sama tíma og þeir læra af utanaðkomandi sjónarhorni starfsfólks sem þeir flytja inn.

Skiptiáætlunin hefur haft markverð áhrif síðan hún byrjaði, en fleiri en 400 fyrirtæki skráðu sig á vettvanginn og meira en 50 skipti áttu sér stað á milli nóvember 2016 og júní 2017. Verkefnið gæti hljómað kunnuglega fyrir suma lesendur, þar sem það var í aðalhlutverki í grein á Eures-gáttinni í júlí 2017.

Matsskýrsla MobiliseSME, sem gefin var út í október 2017, beindi kastljósinu að jákvæðri svörun þeirra sem hafa hagnast á verkefninu hingað til. Í heildina séð voru 91% fyrirtækja sem sendu frá sér starfsfólk og 95% fyrirtækja sem fengu til sín starfsfólk ánægð með skiptin, 90% fyrirtækja sögðu að viðskipti þeirra yfir landamæri myndu þróast þökk sé skiptunum, og 75% sögðu að þau gætu núna kynnt nýjar vörur og þjónustu.

„MobiliseSME hjálpaði okkur að uppfylla markmið okkar um að þróa tækni- og markaðshæfni starfsfólks okkar og árangurinn kom í ljós á stuttum tíma,“ sagði Emanuele D’Angella, ítalskur frumkvöðull á Spáni sem tók við starfsfólki frá öðrum fyrirtækjum.

Svörunin frá starfsfólki sem tók þátt var jafn jákvæð, en 90% gestastarfsfólks lærðu nýju hæfnina sem það átti von á og 81% staðhæfðu að skiptin hefðu ýtt undir faglega þróun þeirra og framtíðar starfsmöguleika.

„MobiliseSME hjálpaði okkur að skilja ný markaðstækifæri erlendis, sem er mjög erfitt með takmörkuðum auðlindum sem SME hafa aðgang að,“ sagði Triin Tammearu frá Eistlandi, sem heimsótti fyrirtæki í Bretlandi innan verkefnisins.

Eftir mjög árangursríkt tilraunaverkefni, horfir MobiliseSME nú til framtíðar og greinilega eru þau sem standa að baki verkefninu stórhuga.

„Fyrsta skrefið yrði að stækka verkefnið til að ná til allra aðildarríkja og treysta meira á landssambönd SME og samtök sem þjónusta atvinnurekstur til að upplýsa fyrirtæki um að skiptiverkefnið er til staðar,“ útskýrir Stefan Moritz, framkvæmdastjóri European Entrepreneurs CEA-PME. CEA-PME er stærstu Evrópusamtök SME og leiðtogi MobiliseSME samvinnuverkefnisins.

Hr. Moritz segir að lokatakmark verkefnisins sé að byggja upp einskonar „Erasmus fyrir SME“, skiptiverkefni á stórum skala, sambærilegt við forystu námsmannaskiptaverkefni ESB.

„Gögnin sýna að það er raunverulegur áhugi í Evrópu á svona hreyfanleikaáætlun,“ segir hann. „Markmiðið er að fylla upp í tómarúm með því að gefa SME tækifæri á að mæta alþjóðavæðingu á einfaldan hátt: Fara og læra af öðrum.“

Verkefnið hefur notið mikillar velgengni fram að þessu, en eins og hr. Moritz segir okkur: „árangur MobiliseSME er aðeins verðmætur ef hann er upphafið að stærra ferli“.

„Að gefnum gríðarlegum ávinningnum af því að stækka verkefni eins og þetta er mjög mikilvægt að við höldum þessum skriðþunga,“ segir hann.

MobiliseSME verkefnið var fjármagnað af Áætlunin fyrir atvinnumál og félagslega nýsköpun (EaSI), sem er stjórnað beint af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Áætlunin sameinar þrjú verkefni: EuresPROGRESS og Progress Microfinance.

 

Tengdir hlekkir:

300 lítil og meðalstór fyrirtæki finna fullkomna starfskrafta með aðstoð skiptiþjónustu

Mobilise SME – Loka matsskýrsla

Áætlunin fyrir atvinnumál og félagslega nýsköpun (e. Programme on Employment and Social Innovation)

Eures

PROGRESS

Progress Microfinance

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finndu Eures ráðgjafa

Búsetu- og starfsskilyrði í Eures löndunum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Væntanlegir viðburðir á netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
 • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
 • EURES bestu starfsvenjur
 • Ytri EURES fréttir
 • Ytri hagsmunaaðilar
 • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
 • Árangurssögur
 • Ungmenni
Geirinn
 • Accomodation and food service activities
 • Activities of extraterritorial organisations and bodies
 • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
 • Administrative and support service activities
 • Agriculture, forestry and fishing
 • Arts, entertainment and recreation
 • Construction
 • Education
 • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
 • Financial and insurance activities
 • Human health and social work activities
 • Information and communication
 • Manufacturing
 • Mining and quarrying
 • Other service activities
 • Professional, scientific and technical activities
 • Public administration and defence; compulsory social security
 • Real estate activities
 • Transportation and storage
 • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
 • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.