Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring22 Maí 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Sá sem þorir sigrar: sagan um rúmenskan bílasölumann í Svíþjóð

Það er aldrei slæmt að endurræsa starfsferilinn í framandi landi. Hvað sem öðru líður þá, þá virðist Nicolae Cazanescu álíta svo. Þegar nauðsynlegt reyndist að flíkka upp á 17 ára reynslu hans í bílasölu þá sneri hann sér til EURES í Rúmeníu til að fá aðstoð við að sérsníða vinnuleit að alþjóðlegum vettvangi. Og innan aðeins tveggja mánaða tímabils þá getur hann nú þegar sagt frá því sem gerst hefur.

Fortune favours the brave: the story of one Romanian car dealer in Sweden

„Þegar 37 ára gamall bílasprautari Nicolae, lagði upp í ævintýrið sem fylgir því að leita sér vinnu erlendis, þá leitaði hann til okkar“ segir Elena Tane, EURES ráðgjafi hjá Olt atvinnumiðluninni í Rúmeníu. EURES hafði þegar liðsinnt honum áður fyrr, en í þetta skipti var þörf á einhverju öðruvísi. Þannig að hann hélt til EURES skrifstofunnar á viðkomandi stað og bað um liðsinni við að hafa uppi á nýju starfi. Nicolae var að leita sér að leið til að styrkja starfsferilinn á þann hátt sem hann hafði þráð, og þegar hann fann viðeigandi stuðning öðlaðist hann þá trú að það sé alltaf rétta stundin að byrja á einhverju nýju. 

Stuðningur sem er metinn

Segja má að það sé auðveldara sagt en gert, og hugsanlegt breyting á starfi eða flutningur vegna starfs eru ávalt mikilvæg skref sem marka spor í lífi manns.  Þetta er sú stund þegar líklegt er að þú sért að leita að faglegri ráðgjöf, sem er nákvæmlega það hlutverk sem Elena Tane annast. Að veita Nicolae raunverulega hjálp í þessari nýju fyrirætlan hjá honum, hófst á því að Elena skýrði út alla nauðsynlega ferla og skjöl á einfaldan, auðveldan, notendavænan hátt. „Hann kom fyrir sjónir sem mjög ræðinn, einbeittan og félagslyndur einstaklingur sem er viljugur að vinna og vaxa“, undirstrikar hún.  Samkvæmt leiðsögn EURES lauk Nicolae við nokkra einfalda, en engu að síður mjög nytsamleg frágangsatriði, eins og að hressa upp á ferilskrána sína, og að ganga frá lykil-pappírsgögnum með nákvæmum hætti áður en umsókn hans er send til vinnuveitanda sem er í markhóp.

Reynslan ræður ríkjum

Það er þess vert að minnast á að þetta var ekki fyrsta skiptið sem Nicolae fór út í að vinna og búa erlendis. Hann var áður búinn að dvelja tvö og hálft ár á Spáni á aðalvinnusviði sínu; sem var bílasprautun. Tíminn sem hann var á Spáni gaf honum einnig kost á að bæta nýjum fageiginleika við þegar hann lærði að setja upp loftkælingu í bifreiðar. Þessi nýja fagþekking jók það mikið við sjálfstraust hans að nauðsynlegt var að kanna alþjóðlegan vettvang.                     

Óvissa um í hvaða átt vindur blæs

Það kemur ekki á óvart að Nicolae vissu hvernig eigi að færa sér þessa kunnáttu í nyt í nýja starfinu sínu. Stuttu eftir að umsókn hans var send af stað, hafði nýji vinnuveitandinn hans, Hr. Titu Palcau – sem einnig reyndist vera rúmenskur og stjórnaði fyrirtæki sem heitir Sc Peter & Lili SRL - bifreiðaverkstæði Växjö, Svíþjóð– samband við hann. Sér til mikillar gleði þá fékk hann jákvætt svar við umsókn sinni, og einungis tveimur mánuðum eftir að hann hóf  EURES atvinnuleitina, þá byrjaði Nicolae í nýja starfinu sínu.

Nicolae fékk fullt starf gegnum EURES, í Svíþjóð á fagsviði sínu; með viðbótarávinning um að finnast hann vera heima hjá sér, þrátt fyrir að vera þúsundir kílómetra frá Rúmeníu.

Hvað tekur svo við hjá Nicolae? Nú það var síðan athyglisvert að komast að því að hann var nýlega hækkaður í tign sem teymisstjóri, en það hefur í för með sér meiri ábyrgð, nýja fagþekkingu og áskoranir.

 

Tengdir hlekkir:

Búseta og störf í Svíþjóð

Fyrsta Eures starfið (YFEJ)

 

Nánari upplýsingar:

Finna Eures-ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

VinnugagnagrunnurEures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Árangurssögur
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.