Fara yfir í aðalefni
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 28 Júlí 2022
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 3 mín. lestur

Finnst þér þú útbrunninn? Við getum hjálpað!

Árangursríkur starfsferill þarf ekki að vera á kostnað andlegrar velferðar og ánægjulegs einkalífs. Reyndar er það svo að gott jafnvægi á milli vinnu og einkalífs getur bætt gæði vinnu þinnar. Haltu áfram að lesa til að komast að því hvernig megi gera það.

Feeling burnt out? We can help!

Settu vinnutímanum mörk

Hvort sem þú ert á skrifstofunni eða vinnur heiman frá þér ættir þú að tryggja að þú ljúkir vinnunni á viðeigandi tíma á hverjum degi til að koma í veg fyrir kulnun til langs tíma. Til að gera það skaltu koma vinnutímanum þínum skýrlega á framfæri við vinnufélaga þína. Ef þeir halda áfram að biðja um verkefni sem krefjast yfirvinnu ættir þú að láta þá vita með vingjarnlegum en staðföstum hætti að þú aðstoðir þá með ánægju á venjulegum vinnutíma.

Upplýstu samstarfsmenn um vinnuálag þitt með skýrum hætti

Í ljósi framangreinds má segja að ef þér tekst að stjórna vinnuálaginu getur þú komið í veg fyrir að þurfa að vinna yfirvinnu. Lykilatriði í því er að upplýsa samstarfsmenn þína um vinnuálagið á þér. Ef þú átt í erfiðleikum með að taka við meiri vinnu skaltu athuga hvort tímafrestir séu sveigjanlegir. Ef slíku er ekki til að dreifa skaltu reyna að fela öðrum í teyminu þínu fleiri verk eða reyna að stjórna væntingum viðskiptavina um hverju sé hægt að koma í verk á umræddum tíma.

Skil á milli vinnusvæða og íbúðarsvæða

Ef þú ert heima hjá þér skaltu koma þér upp sérstöku vinnurými (ef hægt er) og forðast að vinna uppi í rúmi eða sófa. Haltu vinnurýminu hreinu og í röð og reglu. Það mun ekki bara bæta einbeitinguna og afköstin heldur einnig skilja sálrænt á milli vinnu og einkalífs og hjálpa þér að „hætta að hugsa um vinnuna“ utan vinnutíma. Ef þú ert á skrifstofunni ættir þú að taka regluleg hlé frá skrifborðinu, þar á meðal til að borða hádegisverð. Það getur líka skapað tækifæri til að kynnast samstarfsmönnum þínum með óformlegri hætti.

Skiptu vinnunni niður í lítil, ákveðin verk

Ef þú skiptir almennum markmiðum til langs tíma niður í lítil ákveðin verk mun þér finnast auðveldara að koma hlutunum í verk og dregur úr líkindum þess að þú skjótir verkefnum á frest eða slórir í vinnunni því þú veist ekki hvar eigi að byrja. Það mun hjálpa þér að draga úr yfirvinnu og bæta einkalíf þitt því ólíklegra verður að þú verjir því í að hafa áhyggjur af ókláraðri vinnu eða verkefnum sem eru á eftir áætlun.

Skipulegðu regluleg frí

Taktu allt sumarfríið þitt og skipulegðu regluleg frí. Það gefur þér tíma til að hvílast og ná þér og bætir vinnuafköst þín til langs tíma. Til að tryggja að þú njótir frísins til fullnustu skaltu veita samstarfsmönnum þínar allar nauðsynlegar upplýsingar um verk í gangi svo þeir þurfi ekki að hafa samband við þig með spurningar, þú ættir líka að forðast að skoða vinnutengdan tölvupóst og tilkynningar sem gætu skapað streitu.

Frekari upplýsingar um hvernig eigi að fá sem mest út úr vinnudeginum ættir þú að skoða greinina okkar Svona kemurðu meiru í verk í vinnunni.

 

Tengdir hlekkir:

Svona kemurðu meiru í verk í vinnunni

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ábendingar og ráð
Tengdir hlutar
  • Ábendingar og ráð
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.