Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring29 Maí 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Hvaða ávinning get ég haft af tengslamyndun?

Kunnátta og reynsla eru stór hluti af farsælum starfsferli. En nú þegar samkeppnin um störf fer stöðugt harðnandi, fær gamla orðtiltækið "Það skiptir ekki máli hvað þú kannt heldur hvern þú þekkir" sífellt meira vægi. Að koma á tengslum getur gefið þér forskot á samkeppnisaðila og hjálpað þér að opna dyr sem þú vissir ekki einu sinni að væru til.

What can networking do for me?

Tengslamyndun... skapar ný tækifæri og þekkingu

Þú veist aldrei hvern þú gætir hitt í gegnum tengslamyndun, hvaða reynslu þeir eru til í að deila með þér og hvaða tækifæri geta komið upp. Eða hver gæti verið hluti af tengslaneti þeirra og þar að leiðandi gæti bráðum orðið hluti af tengslanetinu þínu. Að mynda tengsl hjálpar þér að víkka út sjóndeildarhringinn þinn og kemur nafni þínu og andliti í umferð.

Því fleira fólk sem þú hittir, þeim mun meiri þekkingu öðlast þú varðandi þá atvinnugrein sem þú hefur áhuga á. Því meiri þekkingu þú getur státað af, þeim mun betri kemur þú fyrir og slíkt hefur jákvæð áhrif á tengslamyndun þína. Þetta er jákvætt hringferli sem getur aðeins hjálpað að finna tækifærið sem þú hefur verið að leita að.

Tengslamyndun... getur aukið sjálfstraustið og samskiptahæfileika þína

Að nálgast ókunnunga og hefja samræður er ekki auðvelt, jafnvel ekki fyrir þá sem hafa mikið sjálfstraust. En því oftar sem þú gerir það, því meira lærir þú hvernig nálgast eigi fólk, hvernig brjóta eigi ísinn og hvaða umræðuefni hentar best. Sýndu því hugrekki og láttu slag standa - þú gætir fengið meira út úr samskiptunum en bara upplýsingar um starf!

Tengslamyndun... snýst um að rækta sambönd

Það getur verið auðvelt að hugsa um tengslamyndun einfaldlega sem tækifæri til að koma þér á framfæri og kynna það sem þú hefur fram að færa. En í raun snýst það um að mynda sambönd við þá sem eru í kringum þig - sambönd sem gætu leitt til tækifæra í framtíðinni. Gættu þess því að tala ekki bara um sjálfa(n) þig! Reyndu að fræðast meira um fólkið sem þú hittir og um fyrirtækin sem það vinnur fyrir. Spurðu jafn margra spurninga og þú svarar. Og byrjaðu að þróa þessi mikilvægu sambönd.

Tengslamyndun... getur átt sér stað á netinu sem og annarstaðar

Hér áður fyrr þýddi tengslamyndun að maður þyrfti að taka þátt í viðburðum eða samkomum. En þökk sé vefsíðum eins og LinkedIn, hefur vægi tengslamyndunar á netinu aukist. Ávinningurinn af því að mynda tengsl á netinu er að hægt er að tengjast fólki um allan heim með því að smella á einn takka. Einn galli á þessu fyrirkomulagi er skortur á persónulegum samskiptum sem getur oft skipt miklu máli þegar kemur það því að koma vel fyrir eða kynna sig sem hugsanlegan starfskraft. Af hverju ætti maður því ekki að reyna báðar nálganir til að fá sem mesta kynningu?

Tengslamyndun... er langtíma markmið

Nafnspjöld eru mikilvægt tæki þegar kemur að tengslmyndun, en það getur verið freistandi að safna þeim, geyma þau í tösku og aldrei líta á þau aftur. Sannleikurinn er sá, að þegar einhver réttir þér nafnspjald, ert þú bara á byrjunarreit. Það er næstum jafn mikilvægt að fylgja samböndunum eftir og það er að mynda fyrstu tengslin. Sendu tölvupóst, hringdu - það skiptir ekki máli. Að halda samskiptunum gangandi gæti þýtt að nafnið þitt komi upp í huga fólks þegar ný tækifæri koma upp.

Tengslamyndun... getur tekið tíma og stefnufestu

Nema þú sért alveg sérstaklega heppin(n), er ólíklegt að þátttaka í einum viðburði eða einni samkomu leiði til starfstilboðs. Tengslamyndun krefst þolinmæði og stefnufestu ef hún á að skila árangri. Þótt það virðist oft að tímanum sé betur varið annarsstaðar, þá er tengslamyndun fjárfesting sem getur, til langs tíma litið, skilað bæði persónulegum og faglegum ávinningi.

Þú vilt auka tengslamyndun en ert ekki viss hvar þú eigir að byrja? Þú getur byrjað að skoða evrópska atvinnudaga, á netinu til að fá upplýsingar um ráðningarstefnur þar sem atvinnuleitendur og vinnuveitendur alls staðar úr Evrópu koma saman? Eða ef þú ert þegar á leið í atvinnuviðtal vegna tengsla sem þú hefur, geturðu skoðað þessi 5 ráð varðandi rétta hegðun í atvinnuviðtali.

 

Tengdir hlekkir:

LinkedIn

Evrópska atvinnudaga

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

VinnugagnagrunnurEures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Eures á Google+

Viðfangsefni
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Ábendingar og ráð
  • Nýliðunarstraumar
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.