Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring5 Mars 2022European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion2 min read

Nýr kafli: Jan flytur til Danmerkur

Í mars 2021 þegar flest landamæri heimsins voru lokuð vegna COVID-19 heimsfaraldursins flutti Jan Ciechanowicz og fjölskylda hans til Danmerkur frá Þýskalandi til að hefja nýjan kafla í lífi sínu.

A new chapter: Jan’s move to Denmark

Jan segist vera frá Póllandi þó að hann sé einnig hálfur Þjóðverji. Hann býr með konu sinni, fjögurra ára dóttur og hundi í Óðinsvéum. Hann fékk hjálp við flutningana frá Þýskalandi frá Workindenmark, EURES, Alþjóðlega samfélaginu í Óðinsvéum og nýja vinnuveitanda hans, Mobile Industrial Robots (MiR). Fjölskylda Jans hafðu áður flust á milli landa og hafði verið á höttunum eftir nýjum stað til að kalla heimili sitt fyrir næstu árin.

„Jafnvel þó að ég hafi verið í virkri atvinnuleit var það Workindenmark sem fann starfið hjá MiR. Ég skráði mig á netinu, hlóð upp ferilskránni minni og fékk tölvupóst nokkrum dögum seinna með tveimur starfsauglýsingum sem ég hafði ekki séð áður. Ein af þeim passaði mér fullkomlega,“ sagði Jan.

Helena Nielsen hefur unnið sem ráðningasérfræðingur og EURES-ráðgjafi hjá Workindenmark frá 2008. „Í daglegum störfum mínum aðstoða ég danska vinnuveitendur við að finna hæfa sérfræðinga á sviðum þar sem skortur er á fólki á dönskum vinnumarkaði,“ útskýrir hún. „Sum þjónusta Workindenmark fyrir danska vinnuveitendur felur í sér auglýsingar á lausum störfum á vefsíðu Workindenmark og á EURES-gáttinni.“ Hlutverk Helenu felur einnig í sér að para umsækjendur, sem skráðir eru í ferilskráagagnagrunni EURES, við hentug störf. „Þannig fann ég ferilskrá Jans – hún passaði fullkomlega við nokkur störf.“

Helena hjálpaði við að para ferilskrá Jans við starfið og koma honum í samband við Alþjóðlega samfélagið í Óðinsvéum, ríkisstyrkt samtök sem hjálpa nýju fólki á svæðinu við að koma sér fyrir. „Við höfum ekki upplifað svona mikla aðstoð áður,“ segir Jan. „Við fengum upplýsingar um allt sem skiptir máli fyrir nýtt fólk (allt frá skráningu og flutningum með hund yfir í lista yfir stórmarkaði með heimsendingu) og annað sem við báðum um. Allir voru rosalega almennilegir og hjálplegir!“

Auk ráðgjafarinnar bætti sérhæfða atvinnuverkefni EURES við öðru lagi af aðstoð og greiddi allan kostnað við flutningana. „Það er tiltölulega stutt á milli Þýskalands og Danmerkur en flækjustigið af völdum heimsfaraldursins gerði þetta dálítið taugatrekkt, við vissum meira að segja ekki hvort við kæmumst yfir landamærin daginn sem við fluttum,“ segir Jan.

Hann segir að lokum: „Ég get gefið þeim, sem eru að velta fyrir sér að flytja á milli landa og hafa ekki eins mikla reynslu af þessu, eitt ráð: talið við fólk. Spyrjið spurninga, biðjið um hjálp, verið opin og jákvæð. Ef þið viljið endilega flytja að þá er það ekkert erfitt. Það er nóg af hjálpsömu fólki, það þarf bara að finna það. Til að finna rétta fólkið er gríðarlega nauðsynlegt að tala við aðra.“

 

Tengdir hlekkir:

Workindenmark

Alþjóðlega samfélagið Óðinsvéum

Sérhæft atvinnuverkefni EURES

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Árangurssögur
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.