Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring13 Nóvember 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Alessandria fær vinnu sem umönnunaraðili fyrir fólk með sérþarfir í Þýskalandi

Þökk sé sameiginlegu framtaki EURES og tveggja þýskra atvinnurekenda, hefur nokkrum evrópskum atvinnuleitendum verið boðið upp á tækifæri til að þjálfa sig sem umönnunaraðila fyrir fólk með sérþarfir í Bæjaralandi. Einn þátttakandinn, Alessandria Grossi, segir okkur sögu sína.

Alessandria finds a career as a care worker in Germany
Alessandria Grossi

„Þetta byrjaði allt einn eftirmiðdag í júlí 2019 þegar ég var á EURES Facebook og las um verkefni þar sem verið var að ráða starfsmenn í umönnun í Þýskalandi,“ byrjar Alessandria. „Ég var forvitin.“ Alessandria var 45 ára að aldri, án vinnu og í erfiðleikum með að finna nýtt, fast starf. Eftir að hafa verið alin upp í Þýskalandi áður en hún fór til Ítalíu sem unglingur var hún opin fyrir því að flytja aftur til Þýskalands og takast á við nýja áskorun. Þetta verkefni gaf henni von.

Þjálfunartækifæri í umönnunargeiranum

Alessandria hafði samband við EURES fékk upphaflega stuðning frá Rosaria Petrillo sem starfar hjá EURES í Mílanó. Hún var síðan komið í samband við EURES ráðgjafan Charlotte Glötzner, hjá alþjóðlegu ráðningarþjónustunni (ZAV) í Nürnberg, sem var hluti af teyminu sem vann að verkefninu. Í samstarfi við tvo umönnunarveitendur frá Bayjaralandi –  Stiftung Sankt Johannes í Marxheim-Schweinspoint og Dominikus-Ringeisen-Werk í Ursberg – leituðu Charlotte og samstarfsmenn hennar að umsækjendum víðsvegar frá Evrópu til að þjálfa sig sem umönnunaraðilar hjá þjónustuveitendunum tveimur.

Þetta myndi vega upp á móti skortinum á faglærðum starfsmönnum á staðnum, útskýrir Charlotte. „Atvinnurekendur í Þýskalandi eiga í sífellt meiri erfiðleikum með að ráða til sín hæfa starfsmenn í umönnunarstörf fyrir fólk með sérþarfir,“ segir hún. „Aukin ávinningur þessa verkefnis er að það sameinar vinnu og starfsmenntun auk þess sem þátttakendur fá laun í þjálfuninni.“

Heimsóknir á vinnustað gefa raunhæfa mynd af starfinu

Charlotte bauð Alessandriu að mæta á tvo starfskynningardaga í Bæjaralandi í febrúar 2020. Charlotte hafði skipulagt dagana með Anja Coenen, EURES ráðgjafa frá atvinnumiðluninni í Donauwörth.

Fyrsta daginn veittu þau upplýsingar um þjálfunina og þann stuðning sem í boði er í gegnum EURES, þar á meðal fjármögnunarmöguleika til að standa straum af ferðalögum, tungumálanámskeiðum og flutningskostnaði. Einnig ræddu væntanlegir vinnuveitendur við umsækjendurna.

Á öðrum degi heimsóttu umsækjendur starfsstöðvar samtakanna tveggja, og skoðuðu einnig húsnæðið sem vinnuveitendur myndu leggja til. „Þetta var bónus fyrir umsækjendur, vegna þess að þeir fengu raunhæfa mynd af framtíðarvinnustað sínum og umhverfi,“ segir Charlotte.

Að halda áfram þrátt fyrir COVID-19

Ráðningardagarnir heppnuðust mjög vel þar sem Alessandria og átta aðrir evrópskir umsækjendur fengu atvinnutilboð. Því miður hefur COVID-19 síðan leitt til mikilla áskorana fyrir alla. Vegna takmarkana á ferðalögum og strangra reglugerða í umönnunargeiranum hefur upphaf verkefnisins tafðist.

Alessandria og annar þátttakandi gátu þrátt fyrir það flutt til Bæjaralands í júní til að hefja þjálfun sína hjá Stiftung Sankt Johannes. Hinir þátttakendurnir hófu störf hjá Dominikus-Ringeisen-Werk í október og fá nú þýskukennsku á netinu sem á að hjálpa þeim að aðlagast.

Að fá stuðning til að koma sér fyrir

Þrátt fyrir óvenjulegar kringumstæður er Alessandria að koma sér vel fyrir með hjálp vinnuveitandans, sem að hennar sögn er „óaðfinnanlega vingjarnlegur og tók afar vel á móti mér“. Hún hefur einnig fengir fjárhagslegan stuðning frá EURES í genum Reactivate áætlunina, sem hún notaði til að greiða fyrir ferðalög sín til Þýskalands og útvega sér húsnæði.

„Það var ekki auðvelt fyrir mig að yfirgefa fjölskyldu mína og koma til Þýskalandi til að starfa,“ segir hún. „En það sem ýtti mér áfram var tækifærið til að hjálpa öðrum. Mér líður vel og mér líkar starfið. Ég hef alltaf elskað að vinna með fólki með sérþarfir. “

„Að geta komist til Þýskalands á mínum aldri og fengið þjálfun og starf á jafn fallegu svæði og Bæjaralandi, er eins og draumur fyrir mig,“ segir hún. “Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllu starfsfólki hjá EURES.”

 

Tengdir hlekkir:

Reactivate

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Nýliðunarstraumar
  • Samfélagsmiðlar
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Administrative and support service activities
  • Human health and social work activities
  • Other service activities

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.