Fara yfir í aðalefni
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 5 Apríl 2023
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 3 mín. lestur

Ertu að leita að vinnu? TELUS International gefur ráð

Í þessari seríu er rætt við atvinnurekendur í Evrópu til að fá bestu ráð þeirra til atvinnuleitenda. Í þessari grein munum við ræða við Felomena Kurck hjá tæknifyrritækinu TELUS International

Felomena Kurck
Felomena Kurck

Um TELUS International:

  • alþjóðlegt tæknifyrirtæki með skrifstofur um allan heim
  • hluti fyrirtækisins á sviði gervigreindargagnalausna leggur áherslu á að búa til og bæta gögn til að bæta gervigreind með mannviti.
  • sem vinnuveitandi leggur TELUS International áherslu á fjölbreytni og jöfn tækifæri.

Um Felomena:

  • vinnur sem mannauðsstjóri og er yfir mannauðsteyminu hjá AI Data Solutions Europe
  • sem er með höfuðstöðvar í Finnlandi en leggur áherslu á ráðningar frá Finnlandi, Búlgaríu, Danmörku, Þýskalandi, Póllandi og Spáni.

Til að komast að hverju TELUS International leitar eftir hjá umsækjendum spurðum við Felomena og samstarfsmenn hennar um hvað felist í góðri starfsumsókn.

Frá sjónarhóli vinnuveitandans, hvað lætur góða ferilskrá skara fram úr slæmri?

Fullkomin ferilskrá:

  • er auðlæsileg á PDF-sniði og að hámarki tvær síður með skýrum, stuttum setningum og áherslumerkingum;
  • inniheldur nafn, staðsetningu, símanúmer og svæðisnúmer ásamt viðeigandi færni og tungumálum;
  • lýsir starfsreynslu fram að þessu og menntun ásamt dagsetningum og hlekkjum ef svo á við;
  • er vel sniðin að viðkomandi hlutverki - stutt kynning eða umsóknarbréf getur einnig hjálpað;
  • er skrifuð á ensku.

Atriði sem ætti að forðast:

  • óviðkomandi eða endurteknar upplýsingar;
  • óskýrar eða langar setningar;
  • tilviljunarkennt útlit (t.d. of margir litir);
  • óformlegar ljósmyndir.

Hverjar eru bestu leiðirnar til að koma vel fyrir í starfsviðtali?

Besta leiðin er að vera hreinskilin/n. Það er í samræmi við gildi fyrirtækisins okkar. Vertu viss um að undirbúa þig vel. Búðu þig undir að kynna þig og starfsreynslu þína og nefna hagnýt dæmi og lestu þér til um fyrirtækið og stöðuna sem þú ert að sækja um.

Hafðu trú á þér. Reyndu að segja frá afrekum þínum og markmiðum full/ur sjálfstrausts, vilja þínum til að læra og þeirri færni sem þú færir teyminu.

Þó að óformlegar ljósmyndir ættu ekki að vera á ferilskránni viljum við helst að umsækjendur klæði sig hversdagslega í netviðtölunum okkar. Tryggðu líka að þú hafir rétta búnaðinn fyrir netviðtal.

Hvaða ráð gefur þú þeim sem sækja um starf í starfsgreininni eða geiranum þínum?

Þegar sótt er um tæknileg störf:

  • Ef þú vilt starfsferil á sviði gervigreindar þarftu að hafa þekkingu á forritunarmálum eins og Python, Java og R).
  • Önnur færni, sem við leitum eftir, er meðal annars á sviði eðlilegrar tungumálarvinnslu, vélnáms, djúpnáms, gagnavísinda, greiningar auk góðrar mjúkrar færni - við hverjum umsækjendur til að hafa trú á mjúkri færni þeirra og treysta ekki bara á menntun eða starfsreynslu.

Þegar sótt er um skrifstofustörf:

  • Þekking á geiranum, reynsla á sviðinu, viðeigandi menntun og tungumálakunnátta eru allt atriði sem koma að notum.

Almennt ættir þú að sýna frumkvæði, sækja oft um, fylgja á eftir umsókninni og ekki hika við að spyrja spurninga.

Skoðið þið samfélagsmiðla umsækjenda áður en þeir eru ráðnir?

Við skoðun LinkedIn-reikning umsækjenda svo þú ættir að geta um hann á ferilskránni þinni ef þú ert með slíkan. Við skoðum líka útgefið vísindaefni eða greinar.

Hvaða ráð hefur þú fyrir umsækjendur sem koma frá öðru landi?

Fyrst ættir þú að sýna vilja til að flytja til annars lands. Ef þú ert að sækja um störf í Finnlandi getur verið að þú þurfir að sækja um hjá fyrirtækjum þar sem ekki er þörf á finnskukunnáttu. En ef þú sækir finnskunámskeið mun það auka líkurnar á því að þú landir starfi. Það getur verið erfitt að flytjast til annars lands svo þú ættir að leita að allri þeirri hjálp sem þér stendur til boða.

Fylgstu með fréttasíðu EURES til að fá frekari ráð frá atvinnurekendum! Þú getur líka lesið fyrri grein okkar með TUI Musement.

 

Tengdir hlekkir:

TELUS International

Gervigreindargagnalausnir

Ertu að leita að vinnu? TUI Musement gefur ráð

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
  • Nýliðunarstraumar
  • Samfélagsmiðlar
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Administrative and support service activities
  • Information and communication
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.