Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring21 Mars 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Hvernig á að skrifa árangursmiðaða ferilskrá

Ekki láta ferilskrána þína vera leiðinlegan lista yfir ábyrgð og verkefni. Leggðu áherslu á afrek þín og sýndu vinnuveitendum fram á að þú getir náð árangri.

How to write an achievements-focused CV
EURES

Ef þú vilt að ferilskráin þín veki áhuga vinnuveitenda og auðveldi þér að skara framúr á meðal reynsluríkari umsækjenda þá þurfa afrek þín, lítil sem stór, að koma þar fram.

Hvað telst sem afrek?

Hverju ertu mest stolt(ur) af á starfsferlinum? Það þarf ekki að snúast um að græða milljónir. Það kann að vera smáræði á borð við áskorun um að læra eitthvað nýtt eða hjálpa vinnuveitanda þínum að ná fram sparnaði með nýstárlegum leiðum. 

Allir ná einhverjum árangri á starfsævinni. Ef þú ert í vafa um hvað þú átt að láta fylgja með gæti verið ráð að spyrja fyrrum samstarfsfólk eða lesa gömul lofsyrði. Afrek þín þurfa ekki að vera rosaleg. Það nægir að sýna fram á að þú hafir sjálfstraust og að þú gerir þér grein fyrir á hvaða hátt þitt framlag getur haft jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins. Og að þú starfir á árangursmiðaðan hátt.

Að sjálfsögðu lætur þú enn fylgja með upplýsingar um hlutverk og ábyrgðarsvið á ferilskránni. En ef þú leggur áherslu á afrekin ertu að taka skrefið lengra. Ef þú skrifar niður árangur þinn í hverju hlutverki sýnirðu ekki bara fram á að þú getir tekið að þér viðkomandi hlutverk og verkefni heldur að þú hafir tekið ábyrgð á þínar herðar, hafir leyst verkin vel af hendi með jákvæðri niðurstöðu sem gagnaðist öðrum.

Frumkvæðið þarf ekki að hafa komið frá þér. Það að hafa verið beðin(n) um að taka verkið að þér, að þú tókst það að þér og laukst því á tíma og með þeirri útkomu sem til var ætlast, og jafnvel rúmlega það, telst árangur.

Hugleiddu hvað vinnuveitandi krefst af nýjum starfsmanni. Ef þú sýnir honum hvaða árangri þú náðir fyrir fyrrum vinnuveitendur sér hann hvaða væntingar hann getur gert til þín.

Notaðu gögnin

Besta leiðin til að sýna árangur á ferilskrá er að reyna að sýna umfang hans með einhverjum hætti. Notaðu staðreyndir, tölur og gögn til að útskýra hvað þú gerðir og ef mögulegt er, hvaða breytingar þú gerðir. Þú gætir t.d. viljað útskýra hvernig þú minnkaðir kostnað, jókst sölu eða bættir ferla.

Hugsaðu hvert afrek sem litla sögu. Kynntu verkefnið og fjallaðu um þá hæfni sem þú nýttir og þær aðgerðir sem þú greipst til. Svo kemur það sem skiptir öllu máli: útskýrðu hvaða árangur náðist fyrir fyrirtækið vegna aðgerða þinna. Fjallaðu líka um hvaða lærdóm þú dróst af þessari reynslu. Vinnuveitendur vilja sjá að þú hafir náð að þróast í starfi.

Það er í góðu lagi að draga saman helstu afrek þín í sérstökum hluta efst í ferilskránni. Í þessum hluta geturðu líka skráð verðlaun sem þú hefur unnið, viðurkenningar og stöðuhækkanir.

Mundu svo að ferilskránni þinni er ætlað að opna dyr. Svo það er óþarfi að fara út í of mikil smáatriði, þú getur gert það í sjálfu viðtalinu. Sérsníddu ferilskrána fyrir hverja umsókn. Gerðu hana áhugaverða og forvitnilega svo að vinnuveitandinn verði líklegri til að vilja hafa samband og fá að vita meira um þig.

Viltu fá frekari ráð til að sérsníða ferilskrána? Skoðaðu 5 ráð til fínpússa ferilskrána. Og mundu að ferilskráin er til lítils án frábærs umsóknarbréfs!

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.