Sýndu virðingu
Gefðu alltaf neikvæða endurgjöf í einrúmi og passaðu þig á að vera róleg/ur og sýna hluttekningu. Hlustaðu vandlega á sjónarmið starfsmannsins og veltu raunverulega fyrir þér sem hann segir og taktu þér tíma til að íhuga svör þín áður en þú talar. Það mun ekki bara gera viðkomandi móttækilegri fyrir athugasemdunum þínum heldur stuðla einnig að vexti starfsmannsins í starfi því hann fær tilfinningu fyrir því að geta tekist á hendur nýjar áskoranir í framtíðinni án þess að hræðast smánun eða ágreining.
Vertu beinskeytt/ur og hreinskilin/n en ekki óvægin/n
Þó að það geti virst auðveldara að draga úr högginu með því að veita góða endurgjöf til að vinna á móti þeirri neikvæðu er slíkt ekki gott til langframa. Þess í stað fær starfsmaðurinn falska tilfinningu fyrir frammistöðu sinni sem leiðir til þess að hann verður ráðvilltur og kemst hugsanlega í uppnám þegar jákvæðu athugasemdirnar þínar endurspeglast ekki í matinu á honum eða framgangs í starfi. Til að koma í veg fyrir þetta ætti endurgjöfin að vera markviss og beinast að tiltekinni háttsemi eða áföngum. Þú ættir að forðast almennar yfirlýsingar eða ýktar skoðanir á getu eða fyrirætlunum starfsmannsins því það fær viðkomandi til að halda að þú hafir eitthvað á móti viðkomandi persónulega.
Passaðu upp á tímasetninguna
Þú ættir að gefa neikvæða endurgjöf án tafar og á viðeigandi stundu. Það þýðir að starfsmaðurinn getur brugðist strax við og breytt nálgun sinni til að koma í veg fyrir frekari vandamál. Ef þú bíður of lengi getur það einnig dregið úr áhrifum athugasemda þinna því starfsmanninum finnst þú kannski sitja um hann með ósanngjörnum og óvæntum hætti og dregið athygli hans frá núverandi verkum sínum.
Bentu á lausnir og settu raunhæf markmið
Til að tryggja að endurgjöfin sé uppbyggileg og ekki bara gagnrýnin ættir þú að hjálpa starfsmanninum að finna lausnir við vandamálunum, sem þú vekur máls á, og tiltekin markmið fyrir úrbætur í framtíðinni. Vertu skýr af hverju þessar breytingar séu mikilvægar og hvernig þær munu stuðla að því að bæta frammistöðu viðkomandi. Auk þess ættir þú að passa upp á að ákveða hvenær eftirfylgni á sér stað. Það mun ekki bara hjálpa til við að tryggja stöðugar úrbætur á frammistöðu starfsmannsins heldur fær hann einnig á tilfinninguna að framgangur viðkomandi í starfi skipti þig máli.
Viltu fleiri ráð um hvernig eigi að tryggja ánægju starfsmanna þinna? Kíktu á greinina okkar „Hvernig á að vera frábær vinnuveitandi“.
Tengdir hlekkir:
Hvernig á að vera frábær vinnuveitandi
Nánari upplýsingar:
Finna EURES ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 25 Nóvember 2022
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /Frumkvöðlastarf
- Ábendingar og ráð
- Tengdir hlutar
- Ábendingar og ráð
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles