Eftir að hún lauk háskólanámi fór Laurène upphaflega í sex mánaða ferðalag um Suður-Ameríku. Þegar hún kom aftur til Frakklands ákvað hún að flytja aftur til útlanda — að þessu sinni til að vinna.
Laurène hafði „alltaf verið hrifin af áskorunum“ og hafði mikinn áhuga á að vinna í Hollandi, þar sem hún hafði kynnst hollenskum kærasta sínum á meðan á Erasmus+ dvöl hennar í Madríd stóð, og nú vildi hún flytjast nær honum.
Fyrsta Eures starf Laurène
Þegar hún fór í viðtal hjá pôle emploi — innlendu vinnumálastofnuninni sem stýrir Eures þjónustunni í Frakklandi — kynntist Laurène verkefninu Fyrsta Eures starfið þitt, sem er áætlun fyrir atvinnuleitendur á aldrinum 18-35 ára.
„Ég á bæklinga þar sem kom fram hvernig pôle emploi gæti aðstoðað mig við að leita að vinnu erlendis. Ég minntist á þetta í viðtalinu og var bent á sérfræðiráðgjafa,“ segir Laurène.
Markviss námskeið og langtímastuðningur
Laurène gat tekið þátt í sérstökum Eures námskeiðum til að læra meira um vinnumarkað, menningu og daglegt líf í Hollandi.
„Hún tók þátt í okkar vinnustofunni okkar undir heitinu ‘búseta og störf í Hollandi’ til að laga starfsferilsskrána og fylgibréf og við leituðum að atvinnutilboðum á Eures gáttinni“, rifar Beatriz Espinosa upp, sem er Eures starfsmaðurinn sem aðstoðaði Laurène. „Hún var fljót að finna starf og ég bauð henni fjárhagslegan stuðning fyrir flutning hennar í gegnum Fyrsta Eures starfið þitt.“
Laurène fékk stöðu sem endurskoðandi fyrir Domino’s Pizza. Þótt að hún hafi aðsetur í Hollandi er Laurène ábyrg fyrir fjármálastjórnun, eftirlit og skýrslugerð fyrir franska útibú keðjunnar.
„Ég mæli algjörlega með Eures og áætluninni Fyrsta Eures starfið þitt,“ segir hún. Þeir svara öllum spurningum sem þú gætir haft um störf og búsetu erlendis og hjálp þeirra og ráð eru afar dýrmæt. Það var hugsað afar vel um mig. Eftirfylgni stendur í allt að sex mánuði eftir að þú byrjar að vinna, svo þau styðja líka við þig til langs tíma litið
„Eures veitti mér einnig fjárhagsaðstoð þegar ég flutti, sem gerði hlutina mun auðveldari.“
„Frábært tækifæri“
Laurène hefur notið afslappaðrar og félagslyndrar skrifstofumenningar í Hollandi. Vinna í alþjóðlegu teymi hefur einnig hjálpað til við að bæta ensku hennar á atvinnustaðnum, þó að þetta hafi verið áskorun til að byrja með.
„Ég held að helsti erfiðleikinn sem ég þurfti að glíma við var tungumálahindrunin,“ segir hún. „Ég kann ekki hollensku og ég kunni ekki mikla faglegu ensku til að byrja með. Maður er samt fljótur að læra, þannig að þetta er ekki vandamál. Að hefja nýtt líf í öðru landi — og það í starfi sem mér líkaði — var frábært tækifæri.“
„Ef þú hugsar of mikið um það, muntu aldrei fara!“
Stjórnsýslan sem aðstoðar þig við að flytja til útlanda — skrá sig sem íbúa, opna bankareikning o.s.frv. — getur fengið einhverja atvinnuleitendur til að hætta við áformin. Laurène viðurkennir að hún hafi þurft að takast á við mikið af pappírsvinnu en henni finnst að aðrir ættu ekki að láta hugfallast út af þessu.
„Að fylla út öll skjöl er tímafrekt en þetta þarf aðeins að gera í byrjun flutnings. Eftir það eru hlutirnir í lagi,“ segir hún. „Ekki hugsa of mikið um þetta,“ segir Laurène. „Ef þú hugsar of mikið um það, muntu aldrei fara!“
Hafir þú áhuga á að starfa erlendis í Evrópu, farðu þá inn á Eures gáttina í dag þar sem þú getur kynnt þér milljónir starfa, eða hafðu samband við einhvern aðila hjá Eures Starfsfólkinu á þínu svæði.
Tengdir hlekkir:
Nánari upplýsingar:
Finndu Eures Starfsfólk
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 8 Nóvember 2019
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Árangurssögur
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles