Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 17 September 2021
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 3 min read

Fimm hlutir sem fyrirtæki gerðu í heimsfaraldrinum sem munu vera áfram

Hvernig og hvenær við vinnum breyttist snögglega þegar COVID-19 heimsfaraldurinn skall á snemma árið 2020. Við munum skoða hvaða breytingar munu vera áfram eftir að öllum takmörkunum hefur verið aflétt.

Five things companies did in the pandemic that are here to stay
EURES

Fjarvinna

Að vinna að heiman útrýmir ferðalögum ásamt þörfinni fyrir sameiginlega vinnuaðstöðu, sem sparar atvinnurekendum og starfsmönnum bæði tíma og pening. Að koma í veg fyrir að vera fastur í langan tíma í umferð gefur starfsmönnum meiri tíma til þess að eyða í að gera hluti sem þeir hafa ánægju af og dregur úr reikningum vegna samgöngu. Á sama tíma þá mun það spara fyrirtækjum verulegt fjármagn að fækka vinnuaðstöðu eða útrýma algjörlega, sem gerir þá hugmynd ekki bara vinsæla á meðal starfsfólks heldur einnig gríðarlega arðbæra.

Sýndarfundir og viðburðir

Eitt af fyrstu breytingunum sem afleiðing heimsfaraldursins var að aflýsa öllum samkomum í eigin persónu. Í staðinn þá sneru fyrirtæki sér að ýmsum netvettvöngum, svo semZoom og Microsoft Teams, til þess að halda fundi og viðburði til þess að halda áfram að auðvelda samskipti hópa. Breytingin gerði þeim sem unnu að heiman kleift að taka þátt í viðburðum og eiga góð samskipti við samstarfsfélaga sína. Það þýddi einnig að fleiri gætu setið netfundina þar sem ekki var lengur þörf fyrir því að þeir þyrftu að vera á staðnum á ákveðnum tíma. Smám saman urðu fundir styttri og reglulegri sem afleiðing heimsfaraldursins, ferðakostnaður allra sem hann náði til lækkaði og starfsmenn fengu meiri tíma til þess að einbeita sér að öðrum verkefnum.

Sveigjanlegur vinnutími

Þar sem sumir starfsmenn voru að ná jafnvægi á milli ábyrgðar á umönnun barna og mismunandi vinnuumhverfis í heimsfaraldrinum, þá varð sveigjanlegur vinnutími í auknum mæli vinsælli í Evrópu. Að stilla vinnutíma til samræmis við mismunandi skuldbindingar og lífstíl hefur sýnt aukna afkastagetu ásamt jafnvægi milli vinnu og heimilis hjá einstaklingum. Þegar spurt var í ýmsum fyrirtækjakönnunum vegna COVID-19 á síðasta ári, sögðu starfsmenn um allan heim atvinnurekendum sínum að þeim liði eins og starfi þeirra væri annað hvort viðhaldið eða að það væri betra með nýjum sveigjanlegri vinnustefnum.

Stafræn ráðning

Til þess að fylgja mismunandi COVID-19 takmörkunum, þá breyttu fyrirtæki um allan heim ráðningaraðferðum sínum til þess að halda áfram að ráða nýtt starfsfólk á meðan á heimsfaraldrinum stóð. Þetta leiddi til þess að skipta yfir í „stafræna ráðningu“ sem felur í sér að taka viðtöl við umsækjendur með því að nota netvettvanga og nota netpróf og kannanir til þess að auðkenna hvar þeir passa best inn í teymið. Stafræn ráðningarferli (einnig þekkt sem e-ráðning) hafa reynst vera skilvirk og hagkvæm, og mannauðsdeildir eru spenntar yfir því að halda áfram að nota þessar nýju aðferðir og tól.

Netþjálfun

Samkvæmt venju, þá var þjálfun í eigin persónu algengasta leiðin til þess að aðlaga nýtt starfsfólk og bæta færni núverandi starfsfólks. Þetta faldi oft í sér að bjóða ákveðnum sérfræðingum til þess að ferðast til aðskildrar staðsetningar eða að biðja jafningja um að búa til kynningar til þess að deila þekkingu þeirra í herbergi sem var þétt setið samstarfsmönnum. Samt sem áður, síðan að heimsfaraldurinn skall á þá hefur verið mikil aukning í netþjálfun, sem gerir sérfræðinga betur aðgengilega til starfsfólks, og leyfir fleiri einstaklingum að sitja þjálfunarfundi og sparar tíma við að ferðast á milli skrifstofubygginga. Að sitja þjálfunarfundi hvar sem er í heiminum hefur opnað fyrir tækifæri til að læra hjá öllum fyrirtækjum.

Að læra meira um að vinna í heimi eftir COVID-19 sjá, Svona á að skipuleggja árangursrík starfsviðtöl á netinu.

 

Tengdir hlekkir:

Zoom

Microsoft Teams

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna EURES ráðgjafar

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Nýliðunarstraumar
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.