Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring1 Júlí 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion5 min read

Youth Guarantee að fimm árum liðnum: Lærdómur

Efnahagsbatinn sem nú er í gangi í Evrópusambandinu hefur leitt til bættra aðstæðna á vinnumarkaði fyrir unga Evrópubúa.  Youth Guarantee áætlunin á þátt í því að auka atvinnutækifæri.

Youth Guarantee five years on: Lessons learnt
European Commission, Europa

Síðustu tölur frá Eurostat sýna að atvinnuleysi á meðal ungs fólks fór úr 18,7% árið 2016 niður í 16,8% í lok árs 2017. Frá því að það náði hámarki í 23,9% eftir fjármálakreppuna 2008, hefur atvinnuleysi á meðal ungs fólks fallið niður í að vera aðeins 1 prósentustig yfir atvinnuleysishlutfallinu sem var fyrir 2008, sem sýnir að góður árangur hefur náðst á þessu sviði á síðustu fimm árum.

Youth Guarantee áætlunin hefur spilað lykilhlutverk í þessum árangri frá því að aðildarríki Evrópusambandsins skuldbundu sig til að innleiða áætlunina í Tilmælum ráðsins frá apríl 2013. Youth Guarantee miðar að því að bjóða öllum einstaklingum undir 25 ára aldri atvinnu, áframhaldandi nám, iðnnám eða starfsnám á innan við fjórum mánuðum frá því að þeir verða atvinnulausir eða hætta formlegri menntun, og á þann hátt hefur Youth Guarantee bætt líf milljóna ungra Evrópubúa. Það er stutt af Verkefninu atvinna fyrir ungt fólk, megin styrkjaverkefni ESB sem auðveldar innleiðingu þess.

Hvaða árangur hefur náðst hingað til?

Samkvæmt síðustu gögnum frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins:

 • Meira en 5 milljónir ungmenna hafa skráð sig í Youth Guarantee áætlanir á hverju ári frá 2014.
 • Meira en 3,5 milljónir ungs fólks hefur þegið boð um atvinnu, nám, iðnnám eða starfsnám á hverju ári frá 2014.
 • Það eru 2,2 milljónum færri ungmenni án atvinnu í ESB og 1,4 milljón færri ungmenni sem ekki eru í vinnu, námi eða þjálfun (NEET) síðan 2013.
 • Hluti ungmenna á aldrinum 15-24 ára sem eru ekki í vinnu, námi eða þjálfun féll úr 13,2% árið 2012 niður í 10,9% árið 2017.

Góðar aðferðir

Á síðasta ári opnaði framkvæmdastjórnin gagnagrunn um góðar aðferðir sem styðja ungt fólk við þá breytingu sem felst í því að fara úr skóla yfir í vinnu. Meirihluti þessara áætlana fékk fjárhagslegan stuðning frá Verkefninu atvinna fyrir ungt fólk og Félagsmálasjóði Evrópu.

Sumir af þessum aðferðum komust í kastljósið á Youth Guarantee Learning Forum (Þekkingarvettvangi Youth Guarantee) á síðasta ári. Vettvangurinn, sem var skipulagður af framkvæmdastjórninni í Brussel, gerði þátttakendum kleift að skiptast á ráðum og lærdómi með því að deila upplýsingum um ólíkar aðferðir sem virkuðu í sambandi við Youth Guarantee.

Miðlarar fyrir ungt fólk: Búlgarska árangurssagan

Framtaksverkefni Búlgaríu Miðlarar fyrir ungt fólk var ein af aðferðunum sem veittu innblástur og athyglin beindist að á Youth Guarantee Learning Forum (Þekkingartorgi Youth Guarantee). Helsta markmiðið er að greina ungt fólk sem ekki er í vinnu, námi eða þjálfun (NEETs) sem er ekki skráð hjá búlgörsku vinnumálastofnuninni, hafa samband við það, og upplýsa það um starfsferils þjónustur og tækifæri í námi, vinnu eða þjálfun. Til að bjóða upp á þessar þjónustur, eru miðlarar fyrir ungt fólk fyrst valdir og þjálfaðir í að ná til og hafa samskipti við ungt fólk sem ekki er í námi, vinnu eða þjálfun, og að bjóða upp á upplýsingar og ráðgjöf um virkjun.

Miðlurunum fyrir ungt fólk var einnig kennt hvernig ætti að vinna með atvinnurekendum og menntastofnunum. Eftir að hafa klárað þjálfun voru þeir, sem brátt yrðu miðlarar fyrir ungt fólk, settir í samband við vinnumiðlara frá innlendum vinnumálastofnunum og fulltrúa frá innlendu námseftirliti til að koma á sambandi við formlegar stofnanir.

Enn eru viðfangsefni til staðar

Þrátt fyrir þennan árangur og að hlutfallið heilt yfir í hinum 28 aðildarríkjum Evrópusambandsins haldi áfram að lækka, þá er atvinnuleysi á meðal ungs fólks enn mikið í mörgum einstökum aðildarríkjum. Framkvæmdastjórnin viðurkennir mikilvægi þess að ná til svæðanna og unga fólksins sem mest þarf á því að halda. Ein helsta leiðin sem framkvæmdastjórnin ætlar að nota til að ná þessu fram er með því aðsetja á fót Félagsmálasjóð Evrópu Plús (ESF+).

Félagsmálasjóður Evrópu Plús (ESF+) á að vera í gangi frá 2021-2027 og mun ná yfir Verkefnið atvinna fyrir ungt fólk ásamt fjölda annarra sjóða framkvæmdastjórnarinnar og verkefni eins og Félagsmálasjóð Evrópu. Nýi sjóðurinn er hannaður til að leyfa Evrópusambandinu og aðildarríkjunum að bjóða upp á nánari og sérsniðinn stuðning fyrir fólk um alla Evrópu, þar með talið ungt fólk. Þessi stuðningur mun hjálpa við að undirbúa fólk með kunnáttu og reynslu sem það þarf til að ganga vel á vinnumarkaði sem breytist hratt – og er oft krefjandi.

Það munu einnig verða breytingar á verkefnastiginu, þar sem aðildarríki Evrópusambandsins þurfa að setja að minnsta kosti 10% af fjármagni þeirra í Félagsmálasjóð Evrópu Plús (ESF+) í stuðning við atvinnu fyrir ungt fólk og í að virkja ungt fólk á vinnumarkaðnum. Með fyrirhugaða fjárhagsáætlun upp á 101,2 milljarða evra á verkefnatímabilinu, þá eru möguleikar Félagsmálasjóðs Evrópu Plús (ESF+), á að hjálpa ungu fólki í Evrópu að ná árangri, talsverðir.

"Evrópa vill fela fólkinu sínu vald," sagði Marianne Thyssen framkvæmdastjóri að lokum þegar hún talaði um rökin fyrir Félagsmálasjóði Evrópu Plús (ESF+). "Nýju, sveigjanlegu og einfölduðu félagsmálasjóðirnir okkar einblína á að fjárfesta í fólki: til að tryggja að það hafi réttu kunnáttuna, til að tryggja að það hafi nútímalegt félagslegt verndarkerfi sem er aðlagað að nýju vinnuformi, og til að sýna samstöðu með þeim sem þurfa mest á því að halda."

Til að skoða Youth Guarantee áætlunina ítarlega, sjá Youth Guarantee í hnotskurn.

 

Tengdir hlekkir:

Youth Guarantee

Tölur frá Eurostat

Tilmæli ráðsins frá apríl 2013

Verkefnið atvinna fyrir ungt fólk

Gögn frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins

Gagnabanki með vænlegum aðferðum

Félagsmálasjóður Evrópu

Þekkingarvettvangur Youth Guarantee

Miðlarar fyrir ungt fólk

Aðferðir sem veittu innblástur og athyglin beindist að

Myndbandsskilaboð

‪#youthguarantee

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finndu EURES Starfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
 • Verkfærakista ESB fyrir hreyfanleika
 • EURES bestu starfsvenjur
 • Ytri EURES fréttir
 • Ytri hagsmunaaðilar
 • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
 • Fréttir/skýrslur/tölfræði
 • Nýliðunarstraumar
 • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
 • Accomodation and food service activities
 • Activities of extraterritorial organisations and bodies
 • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
 • Administrative and support service activities
 • Agriculture, forestry and fishing
 • Arts, entertainment and recreation
 • Construction
 • Education
 • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
 • Financial and insurance activities
 • Human health and social work activities
 • Information and communication
 • Manufacturing
 • Mining and quarrying
 • Other service activities
 • Professional, scientific and technical activities
 • Public administration and defence; compulsory social security
 • Real estate activities
 • Transportation and storage
 • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
 • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.