Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring30 Nóvember 2018European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

Starfsnám: Er til starfsferill fyrir mig?

Fyrir ungt fólk í Evrópu er starfsnám ekki bara valkostur við háskóla – heldur raunhæft fyrsta val. Starfsnám gefur þér hagnýta kunnáttu sem tengist starfi beint og er mögulega hraðleið inn í starfsferil. Hvernig er annað hægt en að líka það?

Vocational education and training: Is there a career for me?
Shutterstock

Þegar þú heyrir orðið starfsnám getur verið að þú hugsir um örfáar sérvaldar „hefðbundnar“ starfsstéttir. Byggingaverkamenn, rafvirkjar, vélvirkjar, píparar og málarar og veggfóðrarar eru allt dæmi um störf sem eru venjulega tengd við starfsnám, og þó þessi störf séu allt góðir kostir henta þau ekki öllum.

Sannleikurinn er sá að starfsnám er miklu breiðara hugtak, með allskonar störf. Í þessari grein ræðum við nokkra af starfsferlunum sem hægt er að starta með starfsnámi.

Hefðbundnir starfsnáms starfsferlar

Iðnaðarstörf má rekja allt aftur til fornaldar, þegar bændur, kokkar, byggingamenn, smiðir  og píparar voru þegar að fullkomna iðn sína og koma henni áfram. Önnur hefðbundin iðnaðarstörf eru meðal annars slátrarar, bakarar, hjúkrunarfólk, umönnunarstarfsfólk, klæðskerar, skósmiðir, járnsmiðir, hárgreiðslufólk, blómaskreytifólk og skógarverðir.

Þrátt fyrir iðnbyltinguna og fjöldaframleiðslu hafa flest þessi störf staðist tímans tönn og eru enn algeng í ESB í dag.

Nútíma starfsnáms starfsferlar

Iðnbyltingin og snemmbúnar tækniframfarir urðu upphaf margra nýrra starfsgreina, sérstaklega í framleiðslu, verkfræði, lyfjafræði og upplýsingatækni. Hægt er að ganga inn í allar þessar iðngreinar í gegnum starfsnám og eru þær orðnar vinsælir valkostir fyrir starfsnema, sérstaklega þar sem mörg þessara starfa eru meðal hinna best launuðu.

Þó að störf eftir starfsnám hafi venjulega verið annað hvort í verkstæðum, verksmiðjum eða rannsóknarstofum eru nú til dags einnig hægt að fara í allskonar starfsnám fyrir störf á skrifstofum. Ef þú hefur áhuga á að verða endurskoðandi, lögfræðingur, fasteignasali, sölumaður, grafískur hönnuður eða hugbúnaðarverkfræðingur, svo fáein dæmi séu nefnd, er til starfsnám fyrir þig.

Mörg tækifæri eru til staðar í smásölu og gestrisni geirunum, þar sem starfsnám getur leitt til starfa eins og verslunarstjóra, hótelstjóra, matreiðslumanns, starfsmanns á ferðaskrifstofu eða viðburðahaldara.

Starfsnáms störf framtíðarinnar

Starfaheimurinn er að breytast og með honum eðli starfsnáms. Á stafrænni og hnattrænni öld eru mörg störf nýtilkomin, sérstaklega í hátækniiðnaðinum, sem voru ekki til fyrir hálfri öld síðan.

Rannsóknir benda til að fyrir unga manneskju á 21. öldinni ættir þú jafnvel að íhuga að undirbúa þig fyrir störf sem eru ekki til ennþá.

Talið er að ef tækni muni þróast eins og búist er við muni brátt verða til starfsnám í sjálfkeyrandi bifvélavirkjun, geimferðaskrifstofustarfsmenn og jafnvel vélmennaráðgjafar. Gætir þú séð þig í slíku hlutverki? Ef svo er gæti starfsnám verið fyrsta skrefið!

Hvaða starfsferill er þá fyrir mig?

Þar sem sægur spennandi möguleika í mismunandi geirum er fyrir hendi er meira en líklega að til sé starfsnám fyrir þig, og ef þú hefur þegar ákveðið vissan starfsferil gæti starfsnám verið augljóst val.

Engu að síður er gott að muna að starfsnám takmarkar þig ekki við tiltekið starf. Nútíma starfsnám einblínir oft á yfirfæranlega kunnáttu sem hægt er að færa yfir á mismunandi hlutverk, þannig að þú þarft ekki að loka á neitt.

Ef þig vantar frekari upplýsingar um starfsnematækifæri, er Cedefop, Evrópumiðstöð fyrir þróun starfsmenntunar, með hagnýtan gagnagrunn þar sem hægt er að finna upplýsingar um verkefni í þínu landi og um alla Evrópu.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hélt þriðju Evrópsku starfmenntavikuna 2018 þann 5.-9. nóvember í Vín og það eru víðtækari viðburðir og starfsemi í gangi fram til loka desember innan ramma starfsmenntavikunnar. Frekari upplýsingar hér.

 

Tengdir hlekkir:

Undirbúningur fyrir störf framtíðar

Cedefop - Evrópskur gagnagrunnur um starfsnámsáætlanir

Evrópska starfmenntavikan 2018

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
  • Ungmenni
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.