Hvernig hefur þú lagað þig að lífinu eftir útgöngubannið?
Þessi einfalda spurning hefur tvö markmið – hún er góð til að koma af stað umræðum og hjálpar umsækjandanum við að finna rétta hugarfarið fyrir restina af viðtalinu. Svarið getur einnig gefið þér fyrstu vísbendingar um seiglu og aðlögunarhæfni umsækjandans.
Hefur þú stundað fjarvinnu áður? Hvernig lagaðir þú þig að breyttum aðstæðum?
Í heimi eftir COVID-19 er það dýrmæt færni að geta unnið með skilvirkum og áhrifaríkum hætti í fjarvinnu. Þó að fólk geti lært fjarvinnu að þá er hún ekki auðveld fyrir alla. Með þessari spurningu getur þú fundið út hversu auðvelt umsækjandinn á með að stunda fjarvinnu.
Hvað lærðir þú í heimsfaraldrinum?
Þessi spurning er tvíþætt. Þegar heimsfaraldurinn kom til Evrópu 2020 notuðu margir aukatímann til að læra nýja hluti, annaðhvort með óformlegum hætti eða á vottuðum námskeiðum. Svarið við þessari spurningu getur sýnt þér hversu opinn umsækjandinn er fyrir að læra nýja hluti og símenntun. Þú getur einnig beint þessari spurningu í nýja átt og spurt með almennari hætti–til dæmis hvað lífið hafi kennt honum.
Hvernig tókst þú á við streitu í COVID-19?
Þessi spurning veitir þér betri hugmynd um seiglu og aðlögunarhæfni umsækjandans og getu hans til að takast á við streituvaldandi aðstæður. Með COVID-19 er gert ráð fyrir því að heimurinn verði óútreiknanlegri svo það er mikilvægt að starfsmenn eigi auðvelt með breytingar.
Hvað finnst þér um skrifstofuvinnu?
Það getur verið að starfið hjá fyrirtækinu þínu sé fyrsta skiptið sem starfsmaðurinn vinnur á skrifstofu frá því að heimsfaraldurinn hófst. Sumir umsækjendur geta enn verið hikandi að snúa aftur á skrifstofuna og er það skiljanlegt. Það er mikilvægt að vita skoðun umsækjandans á þessu svo þú getir ákveðið hvort hann passi stefnu fyrirtækisins þíns.
Hvað finnst þér um að stunda fjarvinnu til meðal- og langs tíma?
Ef við höfum lært eitthvað af heimsfaraldrinum er það að við vitum ekki hvaða áhrif hann mun hafa til meðal- og langs tíma litið. Nýjar takmarkanir og útgöngubönn eru líklegar sviðsmyndir svo það er mikilvægt að komast að skoðun umsækjandans á fjarvinnu í fyrirsjáanlegri framtíð.
Hvernig þróar þú samband þitt við samstarfsmenn þína í fjarvinnu?
Ef umsækjandinn hefur gefið til kynna að hann hafi reynslu af fjarvinnu getur þú spurt hann hvernig hann átti í samskiptum við og myndaði tengsl við samstarfsmenn sína á þeim tíma. Með þessari spurningu getur þú komist að samskiptahæfni umsækjandans og getu hans til að vinna í hóp.
Hvaða verkfæri og búnað þarftu til að sinna fjarvinnu?
Góður vinnuveitandi ætti að tryggja að starfsmenn hafi allan nauðsynlegan búnað til að sinna vinnu sinni með skilvirkum og faglegum hætti í fjarvinnu. Spyrðu umsækjandann um hvaða búnað hann eigi svo þú vitir hvort þú getir uppfyllt þarfir hans ef hann er ráðinn.
Faraldurinn hefur verið sérstaklega erfiður fyrir fyrirtæki og starfsmenn. Atvinnuöryggi, vinna heiman frá og áhyggjur af heilsu hafa dregið úr hvatningu fyrir þúsundir starfsmanna í Evrópu. Hér eru nokkur ráð fyrir vinnuveitendur til að bæta starfsanda.
Tengdir hlekkir:
Hvernig á að hvetja starfsmenn til að snúa aftur til starfa eftir COVID-19
Nánari upplýsingar:
Finna EURES ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 29 September 2021
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /Frumkvöðlastarf
- Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
- Nýliðunarstraumar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles