Þessi hluti er fyrir atvinnuleitendur úr háskólum og tækniskólum og þá sem almennt hafa mikla kunnáttu: nemendur og útskriftarnemar, kennarar og rannsakendur. Þar sem eftirspurn er eftir fólki úr ákveðnum atvinnugeirum í einstökum ESB löndum þá eiga vel menntaðir atvinnuleitendur mikla möguleika á því að finna starf erlendis.
Ef þú hyggst hefja atvinnuferil þinn eða finna nýtt starf eða þjálfunarmöguleika í öðru EES landi og/eða Sviss, vinsamlegast skoðaðu hlutann hér að neðan og hlekki tengda honum.
Breyting frá námsmannalífi yfir í atvinnuþátttöku erlendis
Breyting frá námi yfir í vinnu getur verið tímabil óvissu. Ert þú um það bil að ljúka (eða hefur lokið) námi þínu? Vilt þú flytja til og vinna í öðru EES landi? Ef þú býrð yfir kunnáttu í erlendum tungumálum, ert sveigjanleg/ur, ákveðin/n og átt auðvelt með að aðlagast bæði nýju starfi, nýju landi og nýjum menningarheimi, þá hefur þú það sem til þarf til að leita þér frama á alþjóðavettvangi!
6 SKREF TIL AÐ LEITA SÉR STARFSFRAMA ERLENDIS
Það getur verið erfitt að breyta frá námsmannalífi yfir í að starfa erlendis. Ennfremur er mikil áskorun fólgin í því að sækja um starf og það er tímafrekt ævintýri! Með það að markmiði að auðvelda umskiptin þá eru 6 skref talin upp hér að neðan með gagnlegum "ábendingum og ráðum" sem gæti verið vert að skoða áður en flutt er til annars lands. Vinsamlegast smellið á hlekkina til að fara á viðeigandi síðu.
Ábendingar og ráð ...
Evrópskir vinnuveitendur geta notað mismunandi þjónustu og samskiptatól til að auglýsa laus störf. Listinn að neðan gefur þér yfirlit yfir upplýsingauppsprettur sem standa þér til boða í Evrópu.
ALMENNAR ATVINNUMIÐLANIR OG EURES STARFSHREYFANLEIKAVEFSVÆÐIÐ
- Farðu í heimsókn til atvinnumiðlunarinnar á þínu svæði til að fá ráðgjöf. Hún kann að vera með EURES fulltrúa sem getur veitt þér frekari persónulega aðstoð.
- EURES ráðgjafarnir geta ráðlagt þér varðandi starfsmöguleika á evrópska vinnumarkaðinum, vísað þér á mögulega vinnuveitendur og útvegað nákvæmar upplýsingar um búsetu og starf erlendis.
- Sæktu vinnuveitendakynningar, færnissmiðjur og atvinnusýningar sem EURES skipuleggur í þínu landi. Hægt er að nálgast upplýsingar um atburði í Evrópu á "Atburðadagatalinu" á heimasíðu EURES vefgáttarinnar.
- Annar gagnlegur staður til að leita á til að komast að búsetu- og starfsskilyrðum í öðru EES landi er hlutinn "Búseta og Starf" á EURES vefgáttinni. Þar er að finna nákvæmar upplýsingar fyrir hvert land.
- Leitaðu að þeim lausu störfum hjá EURES sem henta í hvaða EES landi sem er í gegnum "Starfsleit" á EURES vefgáttinni. Þú getur fengið aðgang að lausum störfum í 31 Evrópulandi, uppfærðum á rauntíma, og sem ná yfir breitt svið starfsgreina, þ.á.m. varanleg og árstíðabundin starfstækifæri. Þau störf hjá EURES sem eru laus fyrir erlenda starfskrafta eru merkt með "Evrópu"-fána.
- "EURES leitaðu að starfi" stöðin er með notendavænt leitarviðmót. Atvinnuleitendur geta t.d. valið land, svæði, starfsgrein, tegund samnings eða samlagað fjölmörg viðmið til að finna starf. Síðan er aðgengileg á öllum 25 EES tungumálunum.
- Lausu stöðurnar sem birtar eru á EURES vefgáttinni koma að stórum hluta beint frá landsgagnagrunnum um lausar stöður. Almennt eru aðeins starfstitillinn og starfslýsingin skrifuð á tungumáli viðkomandi lands þar sem starfið býðst. Aðrar upplýsingar um starfið, svo sem tegund samnings, reynsla og menntunarstig sem krafist er, eru oft þýddar.
- Það er gagnlegt að vita að hver vinnuveitandi ákveður á hvaða tungumáli hans lausa staða verður auglýst á "EURES Starfsleit" hlutanum. Ef vinnuveitandi hefur sérstakan áhuga á að ráða erlendis frá, má auglýsa starfið á einu eða fleiri tungumálum, öðrum en móðurmáli vinnuveitandans.
ALÞJÓÐASTOFNANIR
- Lausar stöður hjá lands- og alþjóðastofnunum eru birtar á vefsvæðum þeirra. Vinsamlegast athugið að fyrir flest störf á sviði opinberrar stjórnsýslu þarft þú að standast kannanir eða próf til að vera valinn frá öðrum. Ef þú smellir á "Tengla" á efstu stiku heimasíðu EURES vefgáttarinnar, finnur þú yfirgripsmikinn lista yfir fyrirtæki og stofnanir þar sem þú getur einnig fundið upplýsingar og atvinnutækifæri.
- Atvinnutilboð frá Evrópustofnununum eru ekki fyrir hendi í gegnum EURES vefgáttina. Þau eru birt á vefsíðu evrópsku starfsmannavalsskrifstofunnar (EPSO).
EINKAREKNAR ATVINNUMIÐLANIR OG RÁÐNINGARSKRIFSTOFUR
- Í mörgum aðildarríkjum eru einkareknar atvinnumiðlanir sem sérhæfa sig í því að finna fólki tímabundið starf erlendis. Að sama skapi geta ráðningafyrirtæki í heimalandi þínu eða erlendis boðið upp á gott úrval upplýsinga. Þar ertu leidd/ur í gegnum umsóknarferlið og þér kynntar lagakröfur sem tengjast búferlaflutningum. Áður en þú nýtir þér þær, athugaðu hvort þær eru skráðar opinberlega og hvort þjónustan kostar eitthvað. Skoðaðu einnig hvers eðlis ráðningarsamningarnir eru sem þær bjóða upp á.
AÐRIR MÖGULEIKAR Á UPPLÝSINGUM
- Leitaðu að viðeigandi atburðum eða öðrum lausum störfum fyrir útskrifaða nemendur á sérhæfðum vefsíðum eða í gegnum leitarvélar á netinu (eins og t.d. Google og Yahoo), í fréttablöðum á landsvísu, í sérhæfðu útgefnu efni (eins og tímaritum um atvinnuleiðbeiningar) og einnig í gegnum starfsframamiðstöðvar háskóla eða stúdentafélög. Stór almenningsbókasöfn fá vanalega erlend fréttablöð og útgefið efni reglulega. Þú getur einnig kynnt þér tengilinn "Upplýsingar og störf fyrir útskrifaða nemendur" þar sem þú getur fundið mörg hagnýt vefföng innan EES.
- Að verja tíma í landi að eigin vali í lærlingsstöðu eða starfsþjálfun gefur kost á að kynnast landinu og gefur tækifæri á atvinnuleit á staðnum. Mörg stórfyrirtæki skipuleggja slíkt vinnufyrirkomulag. Leitaðu eftir möguleikum á starfsnámi undir hlekknum "Upplýsingar og störf fyrir útskrifaða nemendur".
- Fram að þessu hefur þú lesið um ráð hvernig eigi að leita að atvinnumöguleikum sem starfsmaður. Hefurðu hugleitt möguleikann á hefja rekstur í öðru aðildarríki? Veist þú um nýtt verkefni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins ERASMUS fyrir unga frumkvöðla"? Þessi hreyfanleikaáætlun beinist að því að auðvelda þjálfun (1-6 mánaða dvöl erlendis), myndun tengslanets og að upprennandi ungir frumkvöðlar geti skipst á reynslu sinni með starfsnámi í litlum og miðlungsstórum fyrirtækjum í öðru aðildarríki ESB.
- Hvernig best er að para saman kunnáttu mína og laus störf erlendis Útskrifaðir atvinnuleitendur almennt og sérstaklega þeir nemendur sem hafa minni möguleika á vinnumarkaðinum, ættu að vera sveigjanlegri hvað varðar atvinnumöguleika. Íhugaðu persónulega færni þína og hversu opin/n þú ert fyrir því að læra nýja hluti - hugsaðu um trúna á sjálfa/n þig, og hafðu trú á hæfileikum þínum! Vinnuveitendur hafa oft ekki eins mikinn áhuga á skírteinum þínum eða námsgreinum eins og á hæfni þinni til að takast á við ábyrgð og vinna starf vel
- Verður háskólamenntun mín og starfsreynsla viðurkennd? Mjög mikilvægt er að finna út hvort menntun þín og reynsla sé viðurkennd í dvalarlandinu og hvort starfsgreinin sé háð lögum og reglum eða ekki. Lögbundnar atvinnugreinar Í sumum af þessum starfsgreinum hefur verið tekinn saman listi yfir þær sem eru lögbundnar og þær sem taldar eru jafngildar (t.d. lögfræðingar, endurskoðendur, kennarar, verkfræðingar, sjúkraþjálfarar, læknar, tannlæknar, dýraskurðlæknar, lyfjafræðingar og arkitektar). Í sumum þessara starfsgreina hefur lista verið komið á með viðurkenndum og samræmdum hæfnisprófum. Ólögbundnar starfsgreinar Í öðrum atvinnugreinum er það einungis atvinnurekandinn sjálfur sem getur ákveðið hvort starfsmaður sé hæfur til að gegna starfinu. Jafngildi starfsgreinarinnar er ákveðið hverju sinni þar sem metin er lengd náms og innihald þess. Ef svo á við, getur þú hafið störf um leið og þú færð starfið en þú verður að taka eftir því hvaða starfsreglur eiga við starfið í dvalarlandinu - en þær kunna að vera öðruvísi en þær sem þú ert vanur/vön. Tillaga sem kom á evrópska rammanum um starfshæfni fyrir endurmenntun (EQF) var formlega undirrituð í apríl 2008 af Evrópuþinginu og ráðinu. Evrópski ramminn um starfshæfni (EQF) á að vera túlkunartæki til að gera starfshæfni á landsvísu læsilegri yfir alla Evrópu og styður hreyfanleika starfsmanna og nemenda á milli landa og flýtir fyrir endurmenntun þeirra. Frá 2012, á öll starfshæfni að hafa tilvísun í EQF þannig að vinnuveitendur og stofnanir geti borið kennsl á hæfni og færni umsækjanda. Til að finna meiri upplýsingar um viðurkenningu á akademískri starfshæfni – sjáið 'NARIC' tengilinn, inn í 'Tengd atriði' í hlutanum "Ert þú útskrifaður nemandi?" og EQF hlutann á Europa vefgáttinn.
- Er tungumálið vandamál? Þegar maður leitar að vinnu erlendis er það auðvitað kostur að kunna tungumálið sem er talað í viðkomandi landi (og getur stundum verið nauðsyn). Grunnkunnátta í ensku er oft ákaflega gagnleg. En tungumálakröfur kunna að vera mismunandi frá einu starfi til annars eða frá landi til lands og engar almennar reglur eiga við í þeim efnum. Hins vegar skaltu hugleiða að skrá þig á tungumálanámskeið til að bæta þekkingu þína eða kunnáttustig.
- Mun ég halda réttindum mínum um atvinnuleysisbætur meðan ég dvel í öðru EES landi og leita að vinnu? Ef þú ert atvinnulaus nú um stundir og þú vilt leita vinnu í öðru EES landi, þá getur þú flutt atvinnuleysisbætur með þér í 3 mánuði. Hins vegar gilda strangar reglur og skilyrði varðandi flutning á bótarétti. Hafðu samband við atvinnuþjónustu í þínu landi eða viðkomandi bótastofnun áður en þú gerir nokkuð. Ef þú hefur ekki fundið starf innan 3 mánaða að þá kann að vera að þú verðir beðinn um að yfirgefa landið, þó kunna yfirvöld að vera mild ef þú getur sýnt fram á a að góðar líkur séu á því að þú finnir starf. Kaflinn um "Atvinnu og búsetu" á EURES vefgáttinni inniheldur frekari gagnlegar upplýsingar um þetta efni.
- Hvaða lögfræðilegra gagna er venjulega krafist þegar flutt er utan? Athugaðu með góðum fyrirvara hvort þú sért með gilt nafnskírteini eða vegabréf þegar flust er innan EES svæðisins. Leitaðu að skýrum upplýsingum um vegabréfsáritun eða vinnuleyfi ef... - bráðabirgðaráðstafanir varðandi frjálsa för verkamanna eiga við um landið sem þú kemur frá. Frekari upplýsingar má finna í "Búseta & atvinna" á EURES vefgáttinni eða hjá EURES fulltrúum á staðnum; - ef þú myndir vilja vinna fyrir utan EES (hafðu samband við viðeigandi sendiráð í heimalandi þínu til að fá upplýsingar um umsóknarferlið).
- Hvað ef ég er ekki ESB borgari? EURES netþjónusturnar eru gjaldfrjálsar og til staðar fyrir alla notendur sem hafa aðgang að Netinu. Ef þú býrð og vinnur nú þegar í EES landi eða Sviss, þá getur þú haft samband við EURES fulltrúa til að fá ráðgjöf. Hins vegar breytir EURES ekki lögfræðilegum skilyrðum og stjórnsýsluúrvinnslu sem kunna að gilda um þá sem eru ekki ESB borgarar og leita að starfi í gegnum EURES. Ef þú hyggst flytja frá landi sem ekki er i EES (fyrir utan Sviss) til að búa og vinna á evrópska efnahagssvæðinu og Sviss að þá kann utanríkisráðuneytið í landinu þínu oft á tíðum að hafa upplýsingar um lagakröfur varðandi flutning erlendis eða það getur bent þér á gagnlegar upplýsingamiðstöðvar.
Hvernig sótt er um?
- Skilgreindu ferilsáætlun Skilgreindu skýra ferilsáætlun sem byggir á hæfni þinni, kunnáttu og vilja: starfsgrein og fyrirtæki, kunnáttu, verkefni og ábyrgð sem þú myndir vilja takast á hendur. Til þess að gera þetta skaltu æfa þig að leita að starfi með því að nota rannsóknarvélina og/eða leita eftir leitarorðum í hlutanum "EURES leitaðu að starfi" á þessari vefgátt. Berðu saman þá hluti sem eiga við þig og starfslýsingarnar á þeim svæðum sem þú ert áhugasamur um.
- Skýr starfsumsókn Sendu starfsumsóknina þína á laus störf sem birt eru á þessari vefgátt eða öðrum vefsvæðum, í dagblöðum, tímaritum o.s.frv. Þar koma fram upplýsingar um hvernig á að sækja um og hvern skal hafa samband við. Mörg fyrirtæki eru með sínar eigin heimasíður um laus störf þar sem oft á tíðum má senda inn rafrænar starfsumsóknir.
- EURES ferilskrá á netinu Með því að skrá þig gjaldfrjálst á "Mitt EURES" fyrir fólk í atvinnuleit, þá getur þú búið til ferilskrá og gert hana aðgengilega fyrir skráða atvinnurekendur og EURES fulltrúa sem aðstoða atvinnurekendur við leit að starfsfólki. Sambandið kann annaðhvort að vera við EURES fulltrúa sem fer yfir umsóknina eða í sumum tilfellum beint við vinnuveitandann.
- Óundirbúin starfsumsókn Þú getur að sjálfsögðu undirbúið og sent óundirbúnar umsóknir líka (mundu að oft á tíðum eru laus störf ekki auglýst af atvinnurekendum). Flestar heimasíður fyrir nýútskrifaða nemendur bjóða upp á ráð varðandi gerð ferilskráa og óundirbúinna starfsumsókna. Yfirleitt er ferillinn sá að senda sérsniðna ferilskrá með bréfi til valinna atvinnurekanda.
Hvernig á að skrifa ferilskrá?
- Europass ferilskrá Mælt er með að nota evrópskt snið á ferilskránni til að auðvelda samanburð á hæfni þinni og reynslu milli EES landa. Sniðið á ferliskránni má finna á öllum EES tungumálunum á heimasíðunni um EURES ferilskrár og hæfir það bæði nýútskrifuðum nemendum úr verknámi sem og úr háskólum. Europass ferilskráin gefur skýra mynd um hæfni og reynslu umsækjandans á öllu EES svæðinu. Vinsamlegast smellið á ‘Europass’ hlekkinn innan ‘Tengd atriði’ á EURES vefgáttinni fyrir frekari upplýsingar.
- Einfaldleiki Ráðningastjórar skima venjulega í gegnum ferilsskrár í nokkrar sekúndur áður en þeir velja. Hafðu ferilsskrána þína lesvæna með því að nota stuttar setningar, jákvætt orðalag og tæknileg hugtök þar sem það á við. Eyddu ónauðsynlegum og endurteknum upplýsingum.
- Afrek Varpaðu ljósi á fyrri ábyrgð sem gæti skipt máli í starfinu sem sótt er um, jafnvel þrátt fyrir að reynsla þín sé takmörkuð. Reyndu að nota "virk" sagnorð, sýndu fram á samband orsakar og afleiðingar þegar þú lýsir afrekum þínum og leggðu alltaf áherslu á mælanleg afrek þín.
- Staðreyndir og ítarleiki Gakktu úr skugga um að upplýsingarnar sem þú veitir séu réttar og viðeigandi (þ.e. beint að þörfum atvinnurekandans). Mundu að sum persónuleg atriði eða reynsla getur bætt ferilskrána þína – fyrri stúdentastörf, starfsnám, sjálfboðastörf eða störf í fríum, hafa sannarlega hjálpað til við að bæta persónulega hæfni þína. Gakktu því úr skugga um að þú bendir á þessi atriði í stuttu máli og þá hæfni sem þú öðlaðist.
- Menntun Dragðu fram menntun þína ásamt annarri hæfni, sérstaklega ef þú hefur enga (eða litla) reynslu. Spurðu sjálfa/n þig: “Hvað hef ég í menntun minni sem þeir hafa ekki í sínu landi? “
- Lengd Reyndu að halda ferilskránni þinni við hámark 2 blaðsíður (tími atvinnurekandans er dýrmætur!) Sendu umsóknarbréf með ferilskránni þinni til að kynna sjálfan þig og áhuga þinn á starfinu. Dragðu fram að þú getir bætt við gögnum eftir ósk.
- Skýrleiki Skrifaðu ferilskrána sjálfur og fáðu einhvern til að lesa hana yfir áður en þú vistar hana á EURES vefgáttinni eða sendir hana til atvinnurekanda.
- Meðmæli Í mörgum löndum er venja að leggja til meðmæli - nöfn og upplýsingar um hvernig setja megi sig í samband við aðila sem geta gefið atvinnurekandanum upplýsingar um umsækjandann. Gakktu ávallt úr skugga um meðmæli og fáðu leyfi fyrir þeim áður en þú setur þau á umsóknina.
- Gerðir skilgreindra ferilskráa Mikilvægt: lagaðu venjulegu ferilskrána þína að starfinu sem þú hefur áhuga á. Það þýðir að þú ættir að leggja áherslu á sérstaka hæfni og kunnáttu, þjálfun eða reynslu sem hefur þýðingu fyrir viðkomandi starf.
- Gott að vita: - vefsíður vinnuveitendanna veita oft viðeigandi upplýsingar um markmið og áhugasvið fyrirtækisins - sumar vefsíður nýútskrifaðra og starfsframamiðstöðva bjóða einnig fram ráðleggingar og leiðbeiningar um hvernig gera skal ferilskrár.
Hvernig á að skrifa umsóknarbréfið?
- Tilgangur Venjulega samanstendur starfsumsókn af umsóknarbréfi og ferilskrá (helst Europass ferilskrá) nema annað sé tekið fram í lýsingunni á hinu lausa starfi eða ef sækja á um á sérstöku eyðublaði. Umsóknarbréfið er skjalið þar sem þú kynnir sjálfan þig fyrir atvinnurekandanum og lýsir yfir áhuga á hinu lausa starfi.
- Gerð Eins og ferilskráin þá á umsóknarbréfið að vera stutt (1 blaðsíða) og skýrt. Hafðu textann einfaldan en hlutlægan. Einblíndu á þrjú eða fjögur atriði sem skipta máli (sjá að neðan).
- Innihald Textinn ætti að vera um 4 málsgreinar þar sem hver fjallar um sérstakt efni. Dæmi: 1) Lýstu yfir áhuga þínum á starfinu og skýrðu út hvernig þú fréttir af því; 2) Útskýrðu af hverju þú ert áhugasamur um starfið og af hverju þú telur þig vera réttu manneskjuna fyrir starfið; 3) Dragðu fram einn eða tvo punkta um hæfni þína byggða á ferilskránni sem, að þínu mati geta bætt umsóknina; 4) Áður en þú lýkur bréfinu (þ.e. virðingarfyllst), lýstu yfir að þú sért tilbúinn að koma í viðtal og möguleikanum á því að bæta við upplýsingum eða gögnum sé þess óskað.
Hvaða tungumál á að nota?
- Best er að skrifa umsóknina á tungumáli atvinnurekandans eða á því tungumáli sem starfslýsingin er á, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Eins og áður sagði um störf á milli landa, að þá er enska oft álitin aðalsamskiptamálið (franska og þýska koma í kjölfarið). Settu þig í samband við EURES fulltrúa ef þú þarfnast frekari aðstoðar.
- Að því gefnu að þú kunnir tungumál landsins sem þú hyggst flytja til, ættu bæði umsóknarbréfið og ferilskráin að vera skrifuð af sjálfum þér. Ef hið lausa starf gerir kröfu um kunnáttu ákveðins tungumáls að þá er þetta tækifæri til að sýna kunnáttu þína áður en hugsanlegt starfsviðtal á sér stað. Þú skalt ávallt fá einhvern til að lesa yfir umsóknina áður en þú sendir hana.
- Ef þú skrifar umsóknina á erlendu tungumáli, vertu þá viss um að útskýra hvað íðorð varðandi menntun og hæfni þýða á tungumáli atvinnurekandans. Ef kostur er, lýstu þeim með samanburðardæmum úr landi atvinnurekandans. Settu þig í samband við EURES fulltrúa ef þú þarfnast frekari aðstoðar.
Valpróf eða opinberar samkeppnir
- Mörg stórfyrirtæki, alþjóðleg fyrirtæki eða stofnanir gera kröfu til umsækjandans um að ljúka sálfræði- og matskönnunum eða prófum áður en kemur til viðtals. Mörg nota jafnvel matsmiðstöðvar til að dæma um hvernig hugsanlegir starfsmenn myndu standa sig í raunverulegum aðstæðum. Eingöngu kandídatar sem komast í gegnum fyrsta stig umsóknarferilsins komast á annað stig (venjulega viðtalið). Við undirbúning undir valpróf, leitaðu að öllum fáanlegum upplýsingum um tegundir prófa og farðu í gegnum æfingar sem notaðar eru af fyrirtækinu. Sumar vefsíður nýútskrifaðra og sérhæfðra útgáfa hafa að geyma lista yfir vinsæl verkfæri og aðferðir.
Undirbúningur fyrir starfsviðtal
- Upplýsingar um fyrirtækið Vertu viss um að þú sért vel upplýst/ur um fyrirtækið og tilbúin/n til þess að spyrja spurninga um það og ákveðin starfssvið. Berðu saman jafngildandi prófgráður í landi atvinnurekandans við þínar eigin. Vertu einnig undirbúin/n undir að svara spurningum um hæfni þína varðandi ábyrgð/tækni/stjórnun/ákvörðunartöku og hvernig hún passar við starfið sem sótt er um.
- Persónuleg hæfni Það er líklegt að þú verðir spurð/ur út í vald þitt á tungumáli landsins sem þú sækir um vinnu í og að þú þurfir að sýna fram á hvernig hæfni þín og eiginleikar eigi við kröfurnar sem gerðar eru til starfsins. Ef þú býrð yfir lélegri kunnáttu á tungumáli viðeigandi lands, sýndu þá fram á að þú sért viljugur til að bæta þig (hugsanlega sækja tungumálanámskeið). Sýndu viðleitni og notaðu orðaforða þinn hversu takmarkaður sem hann kann að vera – sýndu fram á að þú getir gert það og að þú gefist ekki upp auðveldlega!
- Atburðir úr daglegu lífi Áður en þú ferð í viðtalið skaltu hugsa upp að minnsta kosti þrjú dæmi um krefjandi aðstæður sem þú hefur þurft að kljást við og vera tilbúin/n að útlista þær nánar. Búðu til skriflega útgáfu af "söluræðu" til að nota til að sannfæra atvinnurekandann um að þú sért einstaklingurinn sem þeir eru að leita að. Ef um símaviðtal er að ræða, vertu ávallt með þetta skjal við höndina og æfðu sjálfa/n þig í að færa þessi rök fram með skýrum hætti.
- Ófyrirséðar spurningar Ekki missa móðinn þegar spurt er vandasamra eða óvæntra spurninga. Haltu ró þinni, taktu tíma til þess að svara og umfram allt, vertu heiðarleg/ur. Ef þú veist ekki hvað þú átt að segja, segðu það en útskýrðu hvernig þú myndir reyna að finna svarið eða lausnina.
- Hópvinna Leggðu áherslu á framlag þitt í hópverkefnum sem þú hefur tekið þátt í. Leiðtogahæfileika, stjórnunarhæfni eða félagslega samskiptahæfni ætti einnig að nefna og sýna fram á það með dæmum.
- Laun og samningsbundin atriði Fáðu upplýsingar um meðallaun (heildarlaun og / eða útborguð laun) fyrir svipuð störf og hæfniskröfur í landinu sem þú hyggst flytja til. Að sama skapi skaltu vera meðvituð/aður um önnur samningsbundin atriði og vinnulöggjöf í gildi. Skoðaðu kaflann um "Búsetu og atvinnu" á EURES vefgáttinni fyrir frekari upplýsingar. EURES fulltrúi getur einnig liðsinnt þér.
Gögn sem mælt er með að taka með sér í viðtalið
- Ferilskrá Nokkur afrit af ferilsskrá þinni á tungumáli vinnuveitandans og hugsanlega einnig á ensku.
- Prófskírteini Ljósrit af prófskírteinum þínum, skírteinum um tungumálanámskeið sem þú hefur sótt eða aðra hæfni þína.
- Þýddar prófgráður. Fyrir ákveðin störf, svo sem í opinbera geiranum, þarft þú að útvega löggilda þýðingu sem hægt er að nálgast hjá menntastofnun þinni eða í viðeigandi ráðuneyti. Athugaðu hjá viðeigandi yfirvaldi menntamála í heimalandi þínu.
- Persónuskilríki Taktu með vegabréf eða persónuskilríki og hugsanlega líka ljósrit af fæðingarvottorði.
- Gögn um sjúkratryggingar Evrópska sjúkratryggingarkortið (eða önnur sjúkratryggingagögn, sérstaklega ef um er að ræða borgara utan ESB) er gagnlegt erlendis ef sá sem tekur viðtalið býður þér starf á staðnum eða til að standa straum af ófyrirséðum sjúkrakostnaði.
- Passamyndir Taktu með þér passamyndir fyrir ferilskrána eða fyrir önnur formsatriði sem krafa er gerð um.
- Meðmælabréf Meðmælabréf geta greint þig frá öðrum umsækjendum. Komdu með vottorð frá skólanum ef þú hefur enga starfsreynslu.
Áður en þú pakkar niður, hugsaðu um:
- Vinnusamning Gakktu úr skugga um að þú hafir fengið eintak af vinnusamningnum (eða tilhlýðilega undirritað skuldbindingarbréf) ásamt staðfestingu á launum þínum áður en þú leggur af stað. Taktu með þér eintök af vinnusamningnum eða öðru samkomulagi sem gert hefur verið varðandi vinnuna.
- Gögn Taktu afrit af mikilvægum gögnum meðal annars tryggingargögnum, vegabréfi, vinnusamningi, fæðingarvottorði, bankakortum o.s.frv. Athugaðu hvort ökuskírteinið þitt sé gilt.
- Tungumálanámskeið Taktu tungumálanámskeið, helst í tungumáli þess lands sem þú hyggst flytja til eða í tungumálinu sem þú munt nota í daglegum samskiptum.
- Önnur menntunartækifæri Fáðu upplýsingar og sæktu hugsanlega um viðeigandi æðri menntun/kúrsa til að breyta gráðunni þinni eða starfsnámsáætlanir í EES (t.d. samfélagsvinnu, kennslu, borgaralega þjónustu, lögfræði o.s.frv.) Flestar síður fyrir nýútskrifaða nemendur og starfsframamiðstöðvar (eða nemendafélög) geta veitt viðeigandi upplýsingar. Frekari upplýsingar má finna í hlutanum "Nám" á EURES vefgáttinni.
- Bankareikningar Athugaðu hversu mikið fé þú kunnir að þurfa á bankareikningi í nýja landinu áður en þú flytur. Skrifaðu hjá þér núverandi bankaupplýsingar þínar. Þú þarfnast þeirra þegar þú ert erlendis og þarft að millifæra peninga.
- Tryggingar Ekki gleyma að taka gilt sjúkratryggingarskjal með þér. Íhugaðu einnig að taka ferðatryggingu.
- Húsnæði/gisting Leitaðu að húsnæði og kostnaði í verðandi heimalandi (t.d. með leit á Netinu, samtökum farfugla fyrir tímabundna gistingu, o.s.frv.) Athugaðu einnig kröfur og kostnað varðandi flutning á eigum þínum. Athugaðu einnig kröfur og kostnað varðandi flutning á eigum þínum.
- Almannatryggingar Settu þig í samband við almannatryggingakerfið áður en þú leggur af stað til þess að fá nauðsynlegar upplýsingar um ESB eyðublöð og/eða evrópska sjúkratryggingakortið (fyrir þig og fjölskyldu þína ef það á við). Fáðu upplýsingar um samninga milli landa og önnur formsatriði um flutning á réttindum til almannatrygginga (félagslegar bætur og atvinnuleysisbætur).
- Skattlagning Settu þig í samband við viðeigandi yfirvald í heimalandi þínu til þess að fá ráðgjöf varðandi tvísköttunarsamninga milli landanna.
- Fjölskylda Sem farstarfsmaður hefur þú og fjölskyldan þín sömu réttindi og starfsmenn í viðkomandi landi. Fjölskyldumeðlimir þínir geta komið með þér og eiga rétt á því að vinna eða sækja skóla í hinu nýja búsetulandi. EURES getur einnig aðstoðað við að finna vinnu fyrir maka þinn eða sambýling. Settu þig í samband við EURES fulltrúa til að fá frekari upplýsingar.
- Skóli fyrir börn Besta leiðin til að fræðast um skóla og menntakerfið í viðkomandi landi er að setja sig í samband við EURES fulltrúa. Leitaðu að upplýsingum á vefsíðu viðeigandi yfirvalds menntamála. Þú getur einnig sett þig í samband við yfirvöld menntamála í þínu landi og/eða sendiráð viðkomandi lands til að fræðast meira um menntakerfið og jafngildandi menntunarkröfur.
Stuttu áður en lagt er af stað...
- Vertu viss um að þú gangir frá og segir löglega upp öllum samningum við þá aðila sem veita þér þjónustu: húsnæði, vatn, gas, sími, internet, sjónvarp o.s.frv. Þú ættir einnig að hafa í huga banka og tryggingarfélög (yfirleitt fyrir lengri tíma eða varanlega dvöl í landinu sem þú ætlar að setjast að í).
- Láttu staðaryfirvöld vita að þú ætlir að flytja til útlanda ef þess er krafist.
- Breyttu póstfangi hjá öllum stofnunum eða aðilum sem þú ert í sambandi við.
- Láttu skattstjórann og félagsmálayfirvöld í heimalandi þínu vita að þú sért að flytja.
Mundu einnig eftir:
- Gildu vegabréfi og/eða nafnskírteini fyrir þig og fjölskyldumeðlimi.
- Vegabréfsáritun fyrir þig og fjölskylduna þína ef þú ert ekki EES borgari (eða ef þú hyggst flytja til lands utan EES).
- Húsnæði Jafnvel þótt þú hafir leitað eftir húsnæði áður en þú lagðir af stað, þá getur verið erfitt að finna hentugt húsnæði áður en þú kemur á staðinn. Ef vinnuveitandinn getur ekki aðstoðað þig skaltu byrja á því að finna tímabundið húsnæði og leita síðan að varanlegu húsnæði þegar þú ert komin/n á staðinn. Leitaðu eftir upplýsingum um lagaleg atriði og réttindi og skyldur aðila varðandi húsnæðismál í nýja landinu.
- Lagaleg og stjórnsýsluleg formsatriði Í flestum tilvikum sér atvinnurekandinn um lagaleg formsatriði varðandi skrásetningu þína í nýja landinu (skráning i almannatryggingakerfi, skattaskráning o.s.frv.). Vertu ávallt meðvituð/aður um að þú hefur réttindi og skyldur. Hafðu samband við EURES ráðgjafa eða staðaryfirvöld fyrir frekari upplýsingar.
- Almannatryggingar Allar almannatryggingabætur, sem eru tengdar starfssamningi í landinu, eru veittar jafnt til allra borgara ESB/EES. Almannatryggingabætur ná yfir veikindi og mæðraorlof, atvinnuleysis- og fjölskyldubætur, vinnuslys og atvinnusjúkdóma, örorku- og ellilífeyri.
- Skattamál Evrópulönd hafa gert með sér tvísköttunarsamning til þess að koma í veg fyrir að borgarar séu að borga tvisvar fyrir sömu þjónustu eða af sömu tekjum í öðru ESB-ríki.
- Skráning í þjóðskrá Skráðu þig og fáðu persónuskilríki í nýja heimalandinu.
- Bankareikningur Opnaðu nýjan bankareikning og upplýstu atvinnurekandann um hann (til að greiða laun inn á).
- Tryggingar Ef þú leigir eða kaupir hús og einnig ef þú eignast bíl að þá er lögboðið að kaupa tryggingu gegn bruna og öðrum hættulegum slysum. Fáðu upplýsingar um tryggingafélög sem mælt er með.
- Menntun og skólar fyrir börn Fáðu upplýsingar um skólaaðstöðu og inngönguskilyrði vegna barna. Vefsíður og yfirvöld í heimalandinu og jafnvel atvinnurekandinn geta aðstoðað þig við að finna hentugasta skólann fyrir börnin þín.
- Tungumál og/eða verkþjálfun Að eigin frumkvæði eða samkvæmt samkomulagi við nýja vinnuveitandann er til gagns að sækja sérsniðin námskeið sem miða að því að bæta tungumálakunnáttu þína og/eða kunnáttu í starfi.
- Samgöngur Þegar þú kemur á staðinn leitaðu eftir ódýrasta og hagkvæmasta samgöngumátanum sem er til staðar. Skoðaðu verð á farmiðum og kostnað við áskrift.
- Menningar- og frístundaaðstaða Samtök vinnuveitanda þíns, bæjarskrifstofurnar þar sem þú býrð, nýir nágrannar þínir og vinnufélagar ásamt vefsíðum geta veitt þér upplýsingar um áhugaverða staði og hvað sé um að vera í nýja heimalandinu.
Þessi hluti er fyrir atvinnuleitendur úr háskólum og tækniskólum og þá sem almennt hafa mikla kunnáttu: nemendur og útskriftarnemar, kennarar og rannsakendur. Þar sem eftirspurn er eftir fólki úr ákveðnum atvinnugeirum í einstökum ESB löndum þá eiga vel menntaðir atvinnuleitendur mikla möguleika á því að finna starf erlendis.
Ef þú hyggst hefja atvinnuferil þinn eða finna nýtt starf eða þjálfunarmöguleika í öðru EES landi og/eða Sviss, vinsamlegast skoðaðu hlutann hér að neðan og hlekki tengda honum.
Breyting frá námsmannalífi yfir í atvinnuþátttöku erlendis
Breyting frá námi yfir í vinnu getur verið tímabil óvissu. Ert þú um það bil að ljúka (eða hefur lokið) námi þínu? Vilt þú flytja til og vinna í öðru EES landi? Ef þú býrð yfir kunnáttu í erlendum tungumálum, ert sveigjanleg/ur, ákveðin/n og átt auðvelt með að aðlagast bæði nýju starfi, nýju landi og nýjum menningarheimi, þá hefur þú það sem til þarf til að leita þér frama á alþjóðavettvangi!
6 SKREF TIL AÐ LEITA SÉR STARFSFRAMA ERLENDIS
Það getur verið erfitt að breyta frá námsmannalífi yfir í að starfa erlendis. Ennfremur er mikil áskorun fólgin í því að sækja um starf og það er tímafrekt ævintýri! Með það að markmiði að auðvelda umskiptin þá eru 6 skref talin upp hér að neðan með gagnlegum "ábendingum og ráðum" sem gæti verið vert að skoða áður en flutt er til annars lands. Vinsamlegast smellið á hlekkina til að fara á viðeigandi síðu.
Ábendingar og ráð ...
I. Hvernig finna á upplýsingar um störf erlendis
Evrópskir vinnuveitendur geta notað mismunandi þjónustu og samskiptatól til að auglýsa laus störf. Listinn að neðan gefur þér yfirlit yfir upplýsingauppsprettur sem standa þér til boða í Evrópu.
ALMENNAR ATVINNUMIÐLANIR OG EURES STARFSHREYFANLEIKAVEFSVÆÐIÐ
- Farðu í heimsókn til atvinnumiðlunarinnar á þínu svæði til að fá ráðgjöf. Hún kann að vera með EURES fulltrúa sem getur veitt þér frekari persónulega aðstoð.
- EURES ráðgjafarnir geta ráðlagt þér varðandi starfsmöguleika á evrópska vinnumarkaðinum, vísað þér á mögulega vinnuveitendur og útvegað nákvæmar upplýsingar um búsetu og starf erlendis.
- Sæktu vinnuveitendakynningar, færnissmiðjur og atvinnusýningar sem EURES skipuleggur í þínu landi. Hægt er að nálgast upplýsingar um atburði í Evrópu á "Atburðadagatalinu" á heimasíðu EURES vefgáttarinnar.
- Annar gagnlegur staður til að leita á til að komast að búsetu- og starfsskilyrðum í öðru EES landi er hlutinn "Búseta og Starf" á EURES vefgáttinni. Þar er að finna nákvæmar upplýsingar fyrir hvert land.
- Leitaðu að þeim lausu störfum hjá EURES sem henta í hvaða EES landi sem er í gegnum "Starfsleit" á EURES vefgáttinni. Þú getur fengið aðgang að lausum störfum í 31 Evrópulandi, uppfærðum á rauntíma, og sem ná yfir breitt svið starfsgreina, þ.á.m. varanleg og árstíðabundin starfstækifæri. Þau störf hjá EURES sem eru laus fyrir erlenda starfskrafta eru merkt með "Evrópu"-fána.
- "EURES leitaðu að starfi" stöðin er með notendavænt leitarviðmót. Atvinnuleitendur geta t.d. valið land, svæði, starfsgrein, tegund samnings eða samlagað fjölmörg viðmið til að finna starf. Síðan er aðgengileg á öllum 25 EES tungumálunum.
- Lausu stöðurnar sem birtar eru á EURES vefgáttinni koma að stórum hluta beint frá landsgagnagrunnum um lausar stöður. Almennt eru aðeins starfstitillinn og starfslýsingin skrifuð á tungumáli viðkomandi lands þar sem starfið býðst. Aðrar upplýsingar um starfið, svo sem tegund samnings, reynsla og menntunarstig sem krafist er, eru oft þýddar.
- Það er gagnlegt að vita að hver vinnuveitandi ákveður á hvaða tungumáli hans lausa staða verður auglýst á "EURES Starfsleit" hlutanum. Ef vinnuveitandi hefur sérstakan áhuga á að ráða erlendis frá, má auglýsa starfið á einu eða fleiri tungumálum, öðrum en móðurmáli vinnuveitandans.
ALÞJÓÐASTOFNANIR
- Lausar stöður hjá lands- og alþjóðastofnunum eru birtar á vefsvæðum þeirra. Vinsamlegast athugið að fyrir flest störf á sviði opinberrar stjórnsýslu þarft þú að standast kannanir eða próf til að vera valinn frá öðrum. Ef þú smellir á "Tengla" á efstu stiku heimasíðu EURES vefgáttarinnar, finnur þú yfirgripsmikinn lista yfir fyrirtæki og stofnanir þar sem þú getur einnig fundið upplýsingar og atvinnutækifæri.
- Atvinnutilboð frá Evrópustofnununum eru ekki fyrir hendi í gegnum EURES vefgáttina. Þau eru birt á vefsíðu evrópsku starfsmannavalsskrifstofunnar (EPSO).
EINKAREKNAR ATVINNUMIÐLANIR OG RÁÐNINGARSKRIFSTOFUR
- Í mörgum aðildarríkjum eru einkareknar atvinnumiðlanir sem sérhæfa sig í því að finna fólki tímabundið starf erlendis. Að sama skapi geta ráðningafyrirtæki í heimalandi þínu eða erlendis boðið upp á gott úrval upplýsinga. Þar ertu leidd/ur í gegnum umsóknarferlið og þér kynntar lagakröfur sem tengjast búferlaflutningum. Áður en þú nýtir þér þær, athugaðu hvort þær eru skráðar opinberlega og hvort þjónustan kostar eitthvað. Skoðaðu einnig hvers eðlis ráðningarsamningarnir eru sem þær bjóða upp á.
AÐRIR MÖGULEIKAR Á UPPLÝSINGUM
- Leitaðu að viðeigandi atburðum eða öðrum lausum störfum fyrir útskrifaða nemendur á sérhæfðum vefsíðum eða í gegnum leitarvélar á netinu (eins og t.d. Google og Yahoo), í fréttablöðum á landsvísu, í sérhæfðu útgefnu efni (eins og tímaritum um atvinnuleiðbeiningar) og einnig í gegnum starfsframamiðstöðvar háskóla eða stúdentafélög. Stór almenningsbókasöfn fá vanalega erlend fréttablöð og útgefið efni reglulega. Þú getur einnig kynnt þér tengilinn "Upplýsingar og störf fyrir útskrifaða nemendur" þar sem þú getur fundið mörg hagnýt vefföng innan EES.
- Að verja tíma í landi að eigin vali í lærlingsstöðu eða starfsþjálfun gefur kost á að kynnast landinu og gefur tækifæri á atvinnuleit á staðnum. Mörg stórfyrirtæki skipuleggja slíkt vinnufyrirkomulag. Leitaðu eftir möguleikum á starfsnámi undir hlekknum "Upplýsingar og störf fyrir útskrifaða nemendur".
- Fram að þessu hefur þú lesið um ráð hvernig eigi að leita að atvinnumöguleikum sem starfsmaður. Hefurðu hugleitt möguleikann á hefja rekstur í öðru aðildarríki? Veist þú um nýtt verkefni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins ERASMUS fyrir unga frumkvöðla"? Þessi hreyfanleikaáætlun beinist að því að auðvelda þjálfun (1-6 mánaða dvöl erlendis), myndun tengslanets og að upprennandi ungir frumkvöðlar geti skipst á reynslu sinni með starfsnámi í litlum og miðlungsstórum fyrirtækjum í öðru aðildarríki ESB.
II. Gagnlegar og lögfræðilegar hliðar hreyfanleika
- Hvernig best er að para saman kunnáttu mína og laus störf erlendis Útskrifaðir atvinnuleitendur almennt og sérstaklega þeir nemendur sem hafa minni möguleika á vinnumarkaðinum, ættu að vera sveigjanlegri hvað varðar atvinnumöguleika. Íhugaðu persónulega færni þína og hversu opin/n þú ert fyrir því að læra nýja hluti - hugsaðu um trúna á sjálfa/n þig, og hafðu trú á hæfileikum þínum! Vinnuveitendur hafa oft ekki eins mikinn áhuga á skírteinum þínum eða námsgreinum eins og á hæfni þinni til að takast á við ábyrgð og vinna starf vel
- Verður háskólamenntun mín og starfsreynsla viðurkennd? Mjög mikilvægt er að finna út hvort menntun þín og reynsla sé viðurkennd í dvalarlandinu og hvort starfsgreinin sé háð lögum og reglum eða ekki. Lögbundnar atvinnugreinar Í sumum af þessum starfsgreinum hefur verið tekinn saman listi yfir þær sem eru lögbundnar og þær sem taldar eru jafngildar (t.d. lögfræðingar, endurskoðendur, kennarar, verkfræðingar, sjúkraþjálfarar, læknar, tannlæknar, dýraskurðlæknar, lyfjafræðingar og arkitektar). Í sumum þessara starfsgreina hefur lista verið komið á með viðurkenndum og samræmdum hæfnisprófum. Ólögbundnar starfsgreinar Í öðrum atvinnugreinum er það einungis atvinnurekandinn sjálfur sem getur ákveðið hvort starfsmaður sé hæfur til að gegna starfinu. Jafngildi starfsgreinarinnar er ákveðið hverju sinni þar sem metin er lengd náms og innihald þess. Ef svo á við, getur þú hafið störf um leið og þú færð starfið en þú verður að taka eftir því hvaða starfsreglur eiga við starfið í dvalarlandinu - en þær kunna að vera öðruvísi en þær sem þú ert vanur/vön. Tillaga sem kom á evrópska rammanum um starfshæfni fyrir endurmenntun (EQF) var formlega undirrituð í apríl 2008 af Evrópuþinginu og ráðinu. Evrópski ramminn um starfshæfni (EQF) á að vera túlkunartæki til að gera starfshæfni á landsvísu læsilegri yfir alla Evrópu og styður hreyfanleika starfsmanna og nemenda á milli landa og flýtir fyrir endurmenntun þeirra. Frá 2012, á öll starfshæfni að hafa tilvísun í EQF þannig að vinnuveitendur og stofnanir geti borið kennsl á hæfni og færni umsækjanda. Til að finna meiri upplýsingar um viðurkenningu á akademískri starfshæfni – sjáið 'NARIC' tengilinn, inn í 'Tengd atriði' í hlutanum "Ert þú útskrifaður nemandi?" og EQF hlutann á Europa vefgáttinn.
- Er tungumálið vandamál? Þegar maður leitar að vinnu erlendis er það auðvitað kostur að kunna tungumálið sem er talað í viðkomandi landi (og getur stundum verið nauðsyn). Grunnkunnátta í ensku er oft ákaflega gagnleg. En tungumálakröfur kunna að vera mismunandi frá einu starfi til annars eða frá landi til lands og engar almennar reglur eiga við í þeim efnum. Hins vegar skaltu hugleiða að skrá þig á tungumálanámskeið til að bæta þekkingu þína eða kunnáttustig.
- Mun ég halda réttindum mínum um atvinnuleysisbætur meðan ég dvel í öðru EES landi og leita að vinnu? Ef þú ert atvinnulaus nú um stundir og þú vilt leita vinnu í öðru EES landi, þá getur þú flutt atvinnuleysisbætur með þér í 3 mánuði. Hins vegar gilda strangar reglur og skilyrði varðandi flutning á bótarétti. Hafðu samband við atvinnuþjónustu í þínu landi eða viðkomandi bótastofnun áður en þú gerir nokkuð. Ef þú hefur ekki fundið starf innan 3 mánaða að þá kann að vera að þú verðir beðinn um að yfirgefa landið, þó kunna yfirvöld að vera mild ef þú getur sýnt fram á a að góðar líkur séu á því að þú finnir starf. Kaflinn um "Atvinnu og búsetu" á EURES vefgáttinni inniheldur frekari gagnlegar upplýsingar um þetta efni.
- Hvaða lögfræðilegra gagna er venjulega krafist þegar flutt er utan? Athugaðu með góðum fyrirvara hvort þú sért með gilt nafnskírteini eða vegabréf þegar flust er innan EES svæðisins. Leitaðu að skýrum upplýsingum um vegabréfsáritun eða vinnuleyfi ef... - bráðabirgðaráðstafanir varðandi frjálsa för verkamanna eiga við um landið sem þú kemur frá. Frekari upplýsingar má finna í "Búseta & atvinna" á EURES vefgáttinni eða hjá EURES fulltrúum á staðnum; - ef þú myndir vilja vinna fyrir utan EES (hafðu samband við viðeigandi sendiráð í heimalandi þínu til að fá upplýsingar um umsóknarferlið).
- Hvað ef ég er ekki ESB borgari? EURES netþjónusturnar eru gjaldfrjálsar og til staðar fyrir alla notendur sem hafa aðgang að Netinu. Ef þú býrð og vinnur nú þegar í EES landi eða Sviss, þá getur þú haft samband við EURES fulltrúa til að fá ráðgjöf. Hins vegar breytir EURES ekki lögfræðilegum skilyrðum og stjórnsýsluúrvinnslu sem kunna að gilda um þá sem eru ekki ESB borgarar og leita að starfi í gegnum EURES. Ef þú hyggst flytja frá landi sem ekki er i EES (fyrir utan Sviss) til að búa og vinna á evrópska efnahagssvæðinu og Sviss að þá kann utanríkisráðuneytið í landinu þínu oft á tíðum að hafa upplýsingar um lagakröfur varðandi flutning erlendis eða það getur bent þér á gagnlegar upplýsingamiðstöðvar.
III. Að sækja um vinnu erlendis
Hvernig sótt er um?
- Skilgreindu ferilsáætlun Skilgreindu skýra ferilsáætlun sem byggir á hæfni þinni, kunnáttu og vilja: starfsgrein og fyrirtæki, kunnáttu, verkefni og ábyrgð sem þú myndir vilja takast á hendur. Til þess að gera þetta skaltu æfa þig að leita að starfi með því að nota rannsóknarvélina og/eða leita eftir leitarorðum í hlutanum "EURES leitaðu að starfi" á þessari vefgátt. Berðu saman þá hluti sem eiga við þig og starfslýsingarnar á þeim svæðum sem þú ert áhugasamur um.
- Skýr starfsumsókn Sendu starfsumsóknina þína á laus störf sem birt eru á þessari vefgátt eða öðrum vefsvæðum, í dagblöðum, tímaritum o.s.frv. Þar koma fram upplýsingar um hvernig á að sækja um og hvern skal hafa samband við. Mörg fyrirtæki eru með sínar eigin heimasíður um laus störf þar sem oft á tíðum má senda inn rafrænar starfsumsóknir.
- EURES ferilskrá á netinu Með því að skrá þig gjaldfrjálst á "Mitt EURES" fyrir fólk í atvinnuleit, þá getur þú búið til ferilskrá og gert hana aðgengilega fyrir skráða atvinnurekendur og EURES fulltrúa sem aðstoða atvinnurekendur við leit að starfsfólki. Sambandið kann annaðhvort að vera við EURES fulltrúa sem fer yfir umsóknina eða í sumum tilfellum beint við vinnuveitandann.
- Óundirbúin starfsumsókn Þú getur að sjálfsögðu undirbúið og sent óundirbúnar umsóknir líka (mundu að oft á tíðum eru laus störf ekki auglýst af atvinnurekendum). Flestar heimasíður fyrir nýútskrifaða nemendur bjóða upp á ráð varðandi gerð ferilskráa og óundirbúinna starfsumsókna. Yfirleitt er ferillinn sá að senda sérsniðna ferilskrá með bréfi til valinna atvinnurekanda.
Hvernig á að skrifa ferilskrá?
- Europass ferilskrá Mælt er með að nota evrópskt snið á ferilskránni til að auðvelda samanburð á hæfni þinni og reynslu milli EES landa. Sniðið á ferliskránni má finna á öllum EES tungumálunum á heimasíðunni um EURES ferilskrár og hæfir það bæði nýútskrifuðum nemendum úr verknámi sem og úr háskólum. Europass ferilskráin gefur skýra mynd um hæfni og reynslu umsækjandans á öllu EES svæðinu. Vinsamlegast smellið á ‘Europass’ hlekkinn innan ‘Tengd atriði’ á EURES vefgáttinni fyrir frekari upplýsingar.
- Einfaldleiki Ráðningastjórar skima venjulega í gegnum ferilsskrár í nokkrar sekúndur áður en þeir velja. Hafðu ferilsskrána þína lesvæna með því að nota stuttar setningar, jákvætt orðalag og tæknileg hugtök þar sem það á við. Eyddu ónauðsynlegum og endurteknum upplýsingum.
- Afrek Varpaðu ljósi á fyrri ábyrgð sem gæti skipt máli í starfinu sem sótt er um, jafnvel þrátt fyrir að reynsla þín sé takmörkuð. Reyndu að nota "virk" sagnorð, sýndu fram á samband orsakar og afleiðingar þegar þú lýsir afrekum þínum og leggðu alltaf áherslu á mælanleg afrek þín.
- Staðreyndir og ítarleiki Gakktu úr skugga um að upplýsingarnar sem þú veitir séu réttar og viðeigandi (þ.e. beint að þörfum atvinnurekandans). Mundu að sum persónuleg atriði eða reynsla getur bætt ferilskrána þína – fyrri stúdentastörf, starfsnám, sjálfboðastörf eða störf í fríum, hafa sannarlega hjálpað til við að bæta persónulega hæfni þína. Gakktu því úr skugga um að þú bendir á þessi atriði í stuttu máli og þá hæfni sem þú öðlaðist.
- Menntun Dragðu fram menntun þína ásamt annarri hæfni, sérstaklega ef þú hefur enga (eða litla) reynslu. Spurðu sjálfa/n þig: “Hvað hef ég í menntun minni sem þeir hafa ekki í sínu landi? “
- Lengd Reyndu að halda ferilskránni þinni við hámark 2 blaðsíður (tími atvinnurekandans er dýrmætur!) Sendu umsóknarbréf með ferilskránni þinni til að kynna sjálfan þig og áhuga þinn á starfinu. Dragðu fram að þú getir bætt við gögnum eftir ósk.
- Skýrleiki Skrifaðu ferilskrána sjálfur og fáðu einhvern til að lesa hana yfir áður en þú vistar hana á EURES vefgáttinni eða sendir hana til atvinnurekanda.
- Meðmæli Í mörgum löndum er venja að leggja til meðmæli - nöfn og upplýsingar um hvernig setja megi sig í samband við aðila sem geta gefið atvinnurekandanum upplýsingar um umsækjandann. Gakktu ávallt úr skugga um meðmæli og fáðu leyfi fyrir þeim áður en þú setur þau á umsóknina.
- Gerðir skilgreindra ferilskráa Mikilvægt: lagaðu venjulegu ferilskrána þína að starfinu sem þú hefur áhuga á. Það þýðir að þú ættir að leggja áherslu á sérstaka hæfni og kunnáttu, þjálfun eða reynslu sem hefur þýðingu fyrir viðkomandi starf.
- Gott að vita: - vefsíður vinnuveitendanna veita oft viðeigandi upplýsingar um markmið og áhugasvið fyrirtækisins - sumar vefsíður nýútskrifaðra og starfsframamiðstöðva bjóða einnig fram ráðleggingar og leiðbeiningar um hvernig gera skal ferilskrár.
Hvernig á að skrifa umsóknarbréfið?
- Tilgangur Venjulega samanstendur starfsumsókn af umsóknarbréfi og ferilskrá (helst Europass ferilskrá) nema annað sé tekið fram í lýsingunni á hinu lausa starfi eða ef sækja á um á sérstöku eyðublaði. Umsóknarbréfið er skjalið þar sem þú kynnir sjálfan þig fyrir atvinnurekandanum og lýsir yfir áhuga á hinu lausa starfi.
- Gerð Eins og ferilskráin þá á umsóknarbréfið að vera stutt (1 blaðsíða) og skýrt. Hafðu textann einfaldan en hlutlægan. Einblíndu á þrjú eða fjögur atriði sem skipta máli (sjá að neðan).
- Innihald Textinn ætti að vera um 4 málsgreinar þar sem hver fjallar um sérstakt efni. Dæmi: 1) Lýstu yfir áhuga þínum á starfinu og skýrðu út hvernig þú fréttir af því; 2) Útskýrðu af hverju þú ert áhugasamur um starfið og af hverju þú telur þig vera réttu manneskjuna fyrir starfið; 3) Dragðu fram einn eða tvo punkta um hæfni þína byggða á ferilskránni sem, að þínu mati geta bætt umsóknina; 4) Áður en þú lýkur bréfinu (þ.e. virðingarfyllst), lýstu yfir að þú sért tilbúinn að koma í viðtal og möguleikanum á því að bæta við upplýsingum eða gögnum sé þess óskað.
Hvaða tungumál á að nota?
- Best er að skrifa umsóknina á tungumáli atvinnurekandans eða á því tungumáli sem starfslýsingin er á, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Eins og áður sagði um störf á milli landa, að þá er enska oft álitin aðalsamskiptamálið (franska og þýska koma í kjölfarið). Settu þig í samband við EURES fulltrúa ef þú þarfnast frekari aðstoðar.
- Að því gefnu að þú kunnir tungumál landsins sem þú hyggst flytja til, ættu bæði umsóknarbréfið og ferilskráin að vera skrifuð af sjálfum þér. Ef hið lausa starf gerir kröfu um kunnáttu ákveðins tungumáls að þá er þetta tækifæri til að sýna kunnáttu þína áður en hugsanlegt starfsviðtal á sér stað. Þú skalt ávallt fá einhvern til að lesa yfir umsóknina áður en þú sendir hana.
- Ef þú skrifar umsóknina á erlendu tungumáli, vertu þá viss um að útskýra hvað íðorð varðandi menntun og hæfni þýða á tungumáli atvinnurekandans. Ef kostur er, lýstu þeim með samanburðardæmum úr landi atvinnurekandans. Settu þig í samband við EURES fulltrúa ef þú þarfnast frekari aðstoðar.
IV. Valpróf & starfsviðtalið
Valpróf eða opinberar samkeppnir
- Mörg stórfyrirtæki, alþjóðleg fyrirtæki eða stofnanir gera kröfu til umsækjandans um að ljúka sálfræði- og matskönnunum eða prófum áður en kemur til viðtals. Mörg nota jafnvel matsmiðstöðvar til að dæma um hvernig hugsanlegir starfsmenn myndu standa sig í raunverulegum aðstæðum. Eingöngu kandídatar sem komast í gegnum fyrsta stig umsóknarferilsins komast á annað stig (venjulega viðtalið). Við undirbúning undir valpróf, leitaðu að öllum fáanlegum upplýsingum um tegundir prófa og farðu í gegnum æfingar sem notaðar eru af fyrirtækinu. Sumar vefsíður nýútskrifaðra og sérhæfðra útgáfa hafa að geyma lista yfir vinsæl verkfæri og aðferðir.
Undirbúningur fyrir starfsviðtal
- Upplýsingar um fyrirtækið Vertu viss um að þú sért vel upplýst/ur um fyrirtækið og tilbúin/n til þess að spyrja spurninga um það og ákveðin starfssvið. Berðu saman jafngildandi prófgráður í landi atvinnurekandans við þínar eigin. Vertu einnig undirbúin/n undir að svara spurningum um hæfni þína varðandi ábyrgð/tækni/stjórnun/ákvörðunartöku og hvernig hún passar við starfið sem sótt er um.
- Persónuleg hæfni Það er líklegt að þú verðir spurð/ur út í vald þitt á tungumáli landsins sem þú sækir um vinnu í og að þú þurfir að sýna fram á hvernig hæfni þín og eiginleikar eigi við kröfurnar sem gerðar eru til starfsins. Ef þú býrð yfir lélegri kunnáttu á tungumáli viðeigandi lands, sýndu þá fram á að þú sért viljugur til að bæta þig (hugsanlega sækja tungumálanámskeið). Sýndu viðleitni og notaðu orðaforða þinn hversu takmarkaður sem hann kann að vera – sýndu fram á að þú getir gert það og að þú gefist ekki upp auðveldlega!
- Atburðir úr daglegu lífi Áður en þú ferð í viðtalið skaltu hugsa upp að minnsta kosti þrjú dæmi um krefjandi aðstæður sem þú hefur þurft að kljást við og vera tilbúin/n að útlista þær nánar. Búðu til skriflega útgáfu af "söluræðu" til að nota til að sannfæra atvinnurekandann um að þú sért einstaklingurinn sem þeir eru að leita að. Ef um símaviðtal er að ræða, vertu ávallt með þetta skjal við höndina og æfðu sjálfa/n þig í að færa þessi rök fram með skýrum hætti.
- Ófyrirséðar spurningar Ekki missa móðinn þegar spurt er vandasamra eða óvæntra spurninga. Haltu ró þinni, taktu tíma til þess að svara og umfram allt, vertu heiðarleg/ur. Ef þú veist ekki hvað þú átt að segja, segðu það en útskýrðu hvernig þú myndir reyna að finna svarið eða lausnina.
- Hópvinna Leggðu áherslu á framlag þitt í hópverkefnum sem þú hefur tekið þátt í. Leiðtogahæfileika, stjórnunarhæfni eða félagslega samskiptahæfni ætti einnig að nefna og sýna fram á það með dæmum.
- Laun og samningsbundin atriði Fáðu upplýsingar um meðallaun (heildarlaun og / eða útborguð laun) fyrir svipuð störf og hæfniskröfur í landinu sem þú hyggst flytja til. Að sama skapi skaltu vera meðvituð/aður um önnur samningsbundin atriði og vinnulöggjöf í gildi. Skoðaðu kaflann um "Búsetu og atvinnu" á EURES vefgáttinni fyrir frekari upplýsingar. EURES fulltrúi getur einnig liðsinnt þér.
Gögn sem mælt er með að taka með sér í viðtalið
- Ferilskrá Nokkur afrit af ferilsskrá þinni á tungumáli vinnuveitandans og hugsanlega einnig á ensku.
- Prófskírteini Ljósrit af prófskírteinum þínum, skírteinum um tungumálanámskeið sem þú hefur sótt eða aðra hæfni þína.
- Þýddar prófgráður. Fyrir ákveðin störf, svo sem í opinbera geiranum, þarft þú að útvega löggilda þýðingu sem hægt er að nálgast hjá menntastofnun þinni eða í viðeigandi ráðuneyti. Athugaðu hjá viðeigandi yfirvaldi menntamála í heimalandi þínu.
- Persónuskilríki Taktu með vegabréf eða persónuskilríki og hugsanlega líka ljósrit af fæðingarvottorði.
- Gögn um sjúkratryggingar Evrópska sjúkratryggingarkortið (eða önnur sjúkratryggingagögn, sérstaklega ef um er að ræða borgara utan ESB) er gagnlegt erlendis ef sá sem tekur viðtalið býður þér starf á staðnum eða til að standa straum af ófyrirséðum sjúkrakostnaði.
- Passamyndir Taktu með þér passamyndir fyrir ferilskrána eða fyrir önnur formsatriði sem krafa er gerð um.
- Meðmælabréf Meðmælabréf geta greint þig frá öðrum umsækjendum. Komdu með vottorð frá skólanum ef þú hefur enga starfsreynslu.
V. Að flytja utan
Áður en þú pakkar niður, hugsaðu um:
- Vinnusamning Gakktu úr skugga um að þú hafir fengið eintak af vinnusamningnum (eða tilhlýðilega undirritað skuldbindingarbréf) ásamt staðfestingu á launum þínum áður en þú leggur af stað. Taktu með þér eintök af vinnusamningnum eða öðru samkomulagi sem gert hefur verið varðandi vinnuna.
- Gögn Taktu afrit af mikilvægum gögnum meðal annars tryggingargögnum, vegabréfi, vinnusamningi, fæðingarvottorði, bankakortum o.s.frv. Athugaðu hvort ökuskírteinið þitt sé gilt.
- Tungumálanámskeið Taktu tungumálanámskeið, helst í tungumáli þess lands sem þú hyggst flytja til eða í tungumálinu sem þú munt nota í daglegum samskiptum.
- Önnur menntunartækifæri Fáðu upplýsingar og sæktu hugsanlega um viðeigandi æðri menntun/kúrsa til að breyta gráðunni þinni eða starfsnámsáætlanir í EES (t.d. samfélagsvinnu, kennslu, borgaralega þjónustu, lögfræði o.s.frv.) Flestar síður fyrir nýútskrifaða nemendur og starfsframamiðstöðvar (eða nemendafélög) geta veitt viðeigandi upplýsingar. Frekari upplýsingar má finna í hlutanum "Nám" á EURES vefgáttinni.
- Bankareikningar Athugaðu hversu mikið fé þú kunnir að þurfa á bankareikningi í nýja landinu áður en þú flytur. Skrifaðu hjá þér núverandi bankaupplýsingar þínar. Þú þarfnast þeirra þegar þú ert erlendis og þarft að millifæra peninga.
- Tryggingar Ekki gleyma að taka gilt sjúkratryggingarskjal með þér. Íhugaðu einnig að taka ferðatryggingu.
- Húsnæði/gisting Leitaðu að húsnæði og kostnaði í verðandi heimalandi (t.d. með leit á Netinu, samtökum farfugla fyrir tímabundna gistingu, o.s.frv.) Athugaðu einnig kröfur og kostnað varðandi flutning á eigum þínum. Athugaðu einnig kröfur og kostnað varðandi flutning á eigum þínum.
- Almannatryggingar Settu þig í samband við almannatryggingakerfið áður en þú leggur af stað til þess að fá nauðsynlegar upplýsingar um ESB eyðublöð og/eða evrópska sjúkratryggingakortið (fyrir þig og fjölskyldu þína ef það á við). Fáðu upplýsingar um samninga milli landa og önnur formsatriði um flutning á réttindum til almannatrygginga (félagslegar bætur og atvinnuleysisbætur).
- Skattlagning Settu þig í samband við viðeigandi yfirvald í heimalandi þínu til þess að fá ráðgjöf varðandi tvísköttunarsamninga milli landanna.
- Fjölskylda Sem farstarfsmaður hefur þú og fjölskyldan þín sömu réttindi og starfsmenn í viðkomandi landi. Fjölskyldumeðlimir þínir geta komið með þér og eiga rétt á því að vinna eða sækja skóla í hinu nýja búsetulandi. EURES getur einnig aðstoðað við að finna vinnu fyrir maka þinn eða sambýling. Settu þig í samband við EURES fulltrúa til að fá frekari upplýsingar.
- Skóli fyrir börn Besta leiðin til að fræðast um skóla og menntakerfið í viðkomandi landi er að setja sig í samband við EURES fulltrúa. Leitaðu að upplýsingum á vefsíðu viðeigandi yfirvalds menntamála. Þú getur einnig sett þig í samband við yfirvöld menntamála í þínu landi og/eða sendiráð viðkomandi lands til að fræðast meira um menntakerfið og jafngildandi menntunarkröfur.
Stuttu áður en lagt er af stað...
- Vertu viss um að þú gangir frá og segir löglega upp öllum samningum við þá aðila sem veita þér þjónustu: húsnæði, vatn, gas, sími, internet, sjónvarp o.s.frv. Þú ættir einnig að hafa í huga banka og tryggingarfélög (yfirleitt fyrir lengri tíma eða varanlega dvöl í landinu sem þú ætlar að setjast að í).
- Láttu staðaryfirvöld vita að þú ætlir að flytja til útlanda ef þess er krafist.
- Breyttu póstfangi hjá öllum stofnunum eða aðilum sem þú ert í sambandi við.
- Láttu skattstjórann og félagsmálayfirvöld í heimalandi þínu vita að þú sért að flytja.
Mundu einnig eftir:
- Gildu vegabréfi og/eða nafnskírteini fyrir þig og fjölskyldumeðlimi.
- Vegabréfsáritun fyrir þig og fjölskylduna þína ef þú ert ekki EES borgari (eða ef þú hyggst flytja til lands utan EES).
VI. Að koma sér fyrir í nýju landi
- Húsnæði Jafnvel þótt þú hafir leitað eftir húsnæði áður en þú lagðir af stað, þá getur verið erfitt að finna hentugt húsnæði áður en þú kemur á staðinn. Ef vinnuveitandinn getur ekki aðstoðað þig skaltu byrja á því að finna tímabundið húsnæði og leita síðan að varanlegu húsnæði þegar þú ert komin/n á staðinn. Leitaðu eftir upplýsingum um lagaleg atriði og réttindi og skyldur aðila varðandi húsnæðismál í nýja landinu.
- Lagaleg og stjórnsýsluleg formsatriði Í flestum tilvikum sér atvinnurekandinn um lagaleg formsatriði varðandi skrásetningu þína í nýja landinu (skráning i almannatryggingakerfi, skattaskráning o.s.frv.). Vertu ávallt meðvituð/aður um að þú hefur réttindi og skyldur. Hafðu samband við EURES ráðgjafa eða staðaryfirvöld fyrir frekari upplýsingar.
- Almannatryggingar Allar almannatryggingabætur, sem eru tengdar starfssamningi í landinu, eru veittar jafnt til allra borgara ESB/EES. Almannatryggingabætur ná yfir veikindi og mæðraorlof, atvinnuleysis- og fjölskyldubætur, vinnuslys og atvinnusjúkdóma, örorku- og ellilífeyri.
- Skattamál Evrópulönd hafa gert með sér tvísköttunarsamning til þess að koma í veg fyrir að borgarar séu að borga tvisvar fyrir sömu þjónustu eða af sömu tekjum í öðru ESB-ríki.
- Skráning í þjóðskrá Skráðu þig og fáðu persónuskilríki í nýja heimalandinu.
- Bankareikningur Opnaðu nýjan bankareikning og upplýstu atvinnurekandann um hann (til að greiða laun inn á).
- Tryggingar Ef þú leigir eða kaupir hús og einnig ef þú eignast bíl að þá er lögboðið að kaupa tryggingu gegn bruna og öðrum hættulegum slysum. Fáðu upplýsingar um tryggingafélög sem mælt er með.
- Menntun og skólar fyrir börn Fáðu upplýsingar um skólaaðstöðu og inngönguskilyrði vegna barna. Vefsíður og yfirvöld í heimalandinu og jafnvel atvinnurekandinn geta aðstoðað þig við að finna hentugasta skólann fyrir börnin þín.
- Tungumál og/eða verkþjálfun Að eigin frumkvæði eða samkvæmt samkomulagi við nýja vinnuveitandann er til gagns að sækja sérsniðin námskeið sem miða að því að bæta tungumálakunnáttu þína og/eða kunnáttu í starfi.
- Samgöngur Þegar þú kemur á staðinn leitaðu eftir ódýrasta og hagkvæmasta samgöngumátanum sem er til staðar. Skoðaðu verð á farmiðum og kostnað við áskrift.
- Menningar- og frístundaaðstaða Samtök vinnuveitanda þíns, bæjarskrifstofurnar þar sem þú býrð, nýir nágrannar þínir og vinnufélagar ásamt vefsíðum geta veitt þér upplýsingar um áhugaverða staði og hvað sé um að vera í nýja heimalandinu.
Hugsaðu einnig um... að fara til heimalandsins
- Haltu sambandi við fólk frá heimalandinu og/eða úr starfsgrein þinni. Fáðu ráðgjöf, hugsanlega frá EURES fulltrúa um bestu leiðina til að leggja áherslu á reynslu þína erlendis frá og byrjaðu atvinnuleit vel áður en þú hyggst snúa til baka. EURES getur einnig aðstoðað þig við að finna starf í heimalandi þínu.
- Ekki gleyma að biðja um evrópsk eyðublöð áður en þú ferð (E205 fyrir eftirlaun, E301/E303 fyrir atvinnuleysisbætur, evrópska sjúkratryggingakortið o.s.frv.).
Vinsamlegast athugið: Skrefin til að finna starf í heimalandi þínu á meðan þú býrð og vinnur í erlendu landi eru að mörgu leyti svipuð þeim sem áttu við þegar þú fluttir utan!
Fyrir frekari upplýsingar og möguleika á aðstoð við að takast á við umskiptin frá námsmannalífinu yfir í starfsframa erlendis, vinsamlegast leitið svara á öðrum vefsíðum með því að smella á "Upplýsingar og störf fyrir útskriftarnema" í "Tengdum hlekkjum".
Síðast en ekki síst: fleiri en 1000 fulltrúar EURES eru tilbúnir til að ráðleggja þér og aðstoða þig varðandi öll mál sem tengjast evrópskum vinnumarkaði. Byrjaðu með því að hafa samband við EURES ráðgjafa í því landi sem þú ert búsettur í. Þú getur fundið upplýsingar um EURES fulltrúa með því að smella á "Hafa samband við EURES fulltrúa".
Starfsferill rannsóknarmanna
Þeir sem stunda rannsóknir kunna að hafa gagn af möguleikum á námi og vinnu í öðrum aðildarríkjum og hafa ávinning af evrópska hreyfanleikavefsetrinu fyrir rannsóknir. Ný vefsíða - EURAXESS – Rannsakendur á hreyfingu er nú til taks og hefur hún að geyma ýmis konar þjónustu. Hún er eini staðurinn sem rannsakendur þurfa að fara á til þess að auka persónuþroska sinn og eflast í starfi með því að flytjast til annarra landa. Þessi gjaldfrjálsa og persónulega þjónusta býður upp á mikið magn af nýjum upplýsingum um lausar stöður og styrkjamöguleika í öllum námsgreinum um alla Evrópu. Síðan er einnig fyrsti staðurinn til að leita til varðandi réttindi þín og einnig rannsóknar- og styrkjastofnana og býður upp á fjölmarga hlekki sem aðstoða þig bæði fyrir og eftir flutning. Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast skoðaðu "Tengd atriði".
ATHUGASEMD
Vinsamlegast athugið að kaflinn "Búseta og atvinna" á EURES vefgáttinni veitir upplýsingar um frekari skilgreiningar fyrir einstök EURES aðildarríki á staðreyndablaði "Ábendinga og ráða".
Þú getur einnig fundið svör við öðrum spurningum um Evrópusambandið og frjálsa för borgara til að búa, nema og vinna í öðru aðildarríki á EUROPA vefsíðunni.