Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 11 September 2019
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 4 min read

Hvernig á að búa til fullkominn LinkedIn prófíl

LinkedIn er notað reglulega af 90% ráðningaraðila og er núna með 610 miljón meðlimi, sem gerir síðuna að fullkomnum stað til að leita að atvinnu og mynda tengsl varðandi starfsframa. Í þessari grein ætlum við að veita nokkur ráð hvernig hægt er að búa til heildstæðan LinkedIn prófíl.

How to create the perfect LinkedIn profile
EURES

Vertu með mynd á prófílnum

Samkvæmt LinkedIn, fær prófíll með mynd 21 sinnum meiri áhorf og 9 sinnum fleiri beiðnir um tengingar. Hafðu myndina fagmannlega - hún skal vera nýleg, vertu vel klædd/ur, forðastu ofhlaðinn bakgrunn eða úrklippur úr hópmyndum og gættu þess að meginfókusinn sé á andlitinu þínu! Alls ekki skal nota sjálfu. Og í lokinn, brostu. Þú vilt hafa fagmannlegt útlit, en einnig viðkunnanlegt.

Fylltu út prófílinn þinn

Fylltu út eins mörg svið á prófílnum þínum og þú getur. Því fleiri atriði sem þú setur inn, þeim mun auðveldari er það fyrir ráðningaraðila að finna þig. LinkedIn er með afar hjálplegan búnað sem mælir hversu heildstæður prófíllinn þinn er, og leggur til hvar hægt sé að bæta við og laga hann.

Haltu prófílnum uppfærðum

Óvirkur og úreltur LinkedIn getur meiri að segja verið öfugvirkandi. Haltu prófílnum þínum uppfærðum með viðeigandi starfsreynslu, stöðu og menntun, sem og nýlegri mynd af þér sem og vísbendingu um þá vinnu sem þú ert að leita að. Þú ert að selja þig sem persónu, ekki aðeins kunnáttuna þína – ímyndaðu þér að þú eigir í samræðum við einhvern, og skrifaðu í fyrstu persónu.  Þetta mun hjálpa til við að koma á framfæri þverlæga færni eða mjúka hæfni þinni.

Gakktu í hópa

LinkedIn er ekki einungis gagnlegt til að mynda tengsl með einstaklingum, heldur geturðu einnig leitað að hópum og tengst þeim. Þetta getur verið allt frá hópum með fyrri samnemendum úr skóla og háskóla yfir í hópa sem snúast um sérstaka faghæfni og starfsgreinar. Það er mjög mikilvægt þegar þú leitar að atvinnu að mynda tengsl á því sviði sem þú hefur áhuga á, sérstaklega við fólk sem þú þekkir persónulega og gæti hugsanlega gefið þér meðmæli. Þegar allt kemur til alls er áætlað að 70% lausra starfa séu ekki auglýst! Orðið á götunni getur reynst lykilþáttur þegar kemur að því að fá upplýsingar um störf og koma sér á framfæri.

Einungis skal tilgreina viðeigandi starfsreynslu

Ef þú ert með langa starfsferilsskrá, skaltu aðeins telja upp reynslu sem skiptir máli fyrir starfið sem þú ert að leita að. Ef þú ert með hið gagnstæða vandamál og finnst að þig skortir viðeigandi reynslu, reyndu að sýna fram á hvernig öll reynsla sem þú HEFUR getur hjálpað þér í nýju starfi. Hvaða nýja færni hefurðu öðlast? Var einhver sérstök reynsla sem þú þurftir að hafa mikið fyrir að öðlast? Mikilvægast er að sýna hvernig þú myndir nýta þá reynslu og þekkingu sem þú hefur öðlast í starfinu sem þú sækist eftir.

Settu lykilorð og leitarhugtök í dálkinn um ‘færni’ hjá þér

Orðin sem þú setur í færnidálkinn virka sem lykilorð. Þegar ráðningaraðili slær inn þessi orð á LinkedIn, mun prófíllinn þinn koma upp. Þú getur bætt við allt að 50 atriðum í færnidálkinn á prófílnum þínum, þannig að þetta veitir þér tækifæri til að hámarka líkurnar að prófíllinn þinn komi upp í leitarniðurstöðum. Til að nýta þennan eiginleika enn frekar skaltu biðja tengiliðina þína að styðja við kunnáttu þína með einfaldri stöðuuppfærslu, og ef til vill að bjóða að gera það sama fyrir þá. Þetta mun bæta trúverðugleika við prófílinn þinn.

Veldu tengiliðina þína gaumgæfilega

Andstætt því sem þú kannski heldur, mun það ekki bæta prófílinn þinn að hafa þúsund tengiliði. Það mun aðeins draga úr trúverðugleika þínum og gera það erfiðara fyrir þig að sía viðeigandi innlegg og tækifæri frá þeim sem skipta engu máli. Byrjaðu á því að tengjast þeim sem þú hefur unnið með eða vinnur með núna. Síðan skaltu bæti við vinum og fjölskyldumeðlimum sem starfa í greinum sem styðja við starfsval þitt. Að lokum, finndu fólk sem er í störfum sem þú gætir viljað stunda í framtíðinni og sendu þeim persónulega beiðni þar sem þú útskýrir hvers vegna þú hefur ákveðið að tengjast þeim.

Við vonum að þessi ráð munu hjálpa þér að koma upp LinkedIn sem gerir þér kleift að finna draumastarfið!

Í samstarfi við Eures, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.

 

Tengdir hlekkir:

LinkedIn

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finndu Eures-starfsfólk

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Upplýsingar

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ábendingar og ráð
  • Ungmenni
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.