Fyrstu starfsstéttirnar sem við munum skoða eru á sviði lögfræði, félagsmála og menningar. Þar undir fellur fólk sem starfar á sviði lögfræði, félagsvísinda, trúmála, lista og afþreyingar. Á meðal tiltekinna starfsstétta má nefna lögfræðinga, bókasafnsfræðinga, safnverði, hagfræðinga, blaðamenn, presta, starfsmenn bæjarfélaga, ljósmyndara og íþróttaþjálfara.
Helstu staðreyndir
- Gert er ráð fyrir því að vöxtur starfa á sviði lögfræði, félagsvísinda og menningar verði um 29% á árunum 2018 til 2030.
- Því er spáð að 6,4 milljónir manna muni hætta störfum í geiranum á árunum 2018 til 2030 en það þýðir að ráða þarf í 9,7 milljónir lausra starfa til að mæta vaxandi eftirspurn.
- Mikilvægustu verkefni og færni fólks á þessu sviði eru sköpunargáfa, viljastyrkur, sjálfstæði og getan til að finna og leggja mat á upplýsingar.
- Starfsmenn eru oftast mjög sérhæfðir og er ekki gert ráð fyrir því að það breytist fram til 2030.
- Mörg störf á sviði lögfræði, félagsmála og menningar eru háð fjármögnun frá hinu opinbera.
Verkefni og færni
Helstu verkefni og færni er talin upp að neðan út frá mikilvægi í heild:
- Sköpunargáfa og viljastyrkur
- Sjálfræði
- Finna og leggja mat á upplýsingar
- Hópavinna
- Þjónusta og ástundun
- Læsi
- Sala og áhrifamáttur
- Notkun upplýsinga- og samskiptatækni
- Kennsla, fræðsla og þjálfun
- Reglusemi
- Stjórnun og samræming
- Tölulæsi
- Handlagni
- Styrkur
- Notkun véla
Hver verður framtíðarþróunin?
- Gert er ráð fyrir því að 3,3 milljónir starfa til viðbótar verði til í þessum geirum á bilinu 2018 til 2030.
- Vöxturinn verður minni fyrir sérfræðinga á sviði lögfræði, félagsvísinda og menningar (17%) en hjá fulltrúum þeirra (42%). (En mikilvægt er að taka fram að fámennt úrtak í mörgum löndum þýðir að taka ætti þessum prósentutölum með fyrirvara).
- Það er líklegt að menntun og sérhæfing á meðal sérfræðinga á sviði lögfræði, félagsvísinda og menningar og fulltrúa þeirra muni aukast.
- Gert er ráð fyrir því að hlutfall sérfræðinga og fulltrúa þeirra á þessu sviði með sérfræðimenntun aukist úr 65% í 69% á árunum 2018 til 2030.
Hvaða breytingarhvatar munu hafa áhrif á færni þeirra?
Fjölbreytt störf falla undir yfirskriftina „sérfræðingar og fulltrúar þeirra á sviði lögfræði, félagsvísinda og menningar“ svo það er mismunandi hvernig breytingahvatar munu hafa áhrif á þessi störf. En nokkrum sameiginlegum mynstrum er spáð fyrir tímabilið 2018-2030:
- Tækniframþróun: Aukin stafræning, sjálfvæðing og notkun á upplýsinga- og samskiptatækni mun þýða að starfsmenn þurfa að þróa með sér mismunandi hæfni og laga sig að mismunandi verkefnum.
- Takmörkun á opinberri fjármögnun: Mörg störf - einkum í almannaþjónustu, listum og afþreyingu - eru háð opinberri fjármögnun. Þar sem opinbert fjármagn mun áfram vera takmarkað mun það hafa áhrif á framtíðarhorfur þessara starfa.
- Lýðfræðilegar breytingar: Líklegt er að hækkandi aldur íbúa í Evrópusambandinu muni skapa aukna eftirspurn eftir sérfræðingum í félagsþjónustu en einnig er líklegt að þau störf eigi eftir að breytast út af takmörkuðu fjármagni og nýrri tækni.
- Hnattvæðing: Aukin hnattvæðing mun leiða af sér aukna eftirspurn eftir starfsmönnum sem tala fleiri en eitt tungumál. Það getur líka verið að ákveðnum störfum eigi eftir að fylgja aukin ferðalög yfir landamæri.
- Umhverfisreglur: Aukin vitund um umhverfismál og þörfin fyrir umhverfisvernd mun skapa nýja reglusetningu en einnig eftirspurn eftir færni sem mun gera fólki kleift að draga úr kolefnisfótspori sínu.
- Aukin sjálfvæðing: Gert er ráð fyrir því að sjálfvæðing muni hafa veruleg áhrif á störf sem hægt er að sjálfvæða og fela í sér takmörkuð samskipti, samstarf og gagnrýna hugsun. Sérfræðingar og fulltrúar á sviði lögfræði, félagsvísinda og menningar eru hópur sem eru í mjög lítilli áhættu fyrir sjálfvæðingu starfa.
Hvernig er hægt að uppfylla þessar færniþarfir?
Sérstakar reglur gilda um mörg störf á þessu sviði og viðeigandi atvinnugreinasamtök hafa hlutverki að gegna við að tryggja að einstaklingar búi yfir fullnægjandi hæfni fyrir störf sín (t.d. með því að kveða á um nauðsynlega færni starfsmanna í tilteknum stéttum). Fjölmörg samstarfsnet eru til staðar til að hægt sé að deila góðum starfsvenjum á milli sérfræðinga og fulltrúa þeirra (t.d. European Social Network).
Sameiginleg áskorun er að tryggja símenntun núverandi starfsmanna. Eftir eðli viðkomandi starfa er áskorunin meiri fyrir sérfræðinga sem eru sjálfstætt starfandi að mestu leyti (t.d. lögmenn) eða lausamenn (t.d. blaðamenn).
Tengdir hlekkir:
lögfræði, félagsmála og menningar
Nánari upplýsingar:
Finna Eures ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 5 Mars 2020
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Innri EURES fréttir
- Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
- Fréttir/skýrslur/tölfræði
- Nýliðunarstraumar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles