Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 21 Júní 2018
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 3 min read

EURES í Rúmeníu hjálpar ungum atvinnuleitendum að finna lærlingsstöður í Þýskalandi

Frá því að fjármálakrísan reið yfir hefur verið mikið atvinnuleysi á meðal ungdóms í ESB. Hvað sem því líður hafa sum lönd orðið fyrir meiri áhrifum en önnur og Þýskaland er land þar sem atvinnuleysi ungmenna hefur raunar minnkað síðan í krísunni.

EURES Romania helps young jobseekers find apprenticeships in Germany
EURES

Raunar, samkvæmt Destatis, hagstofu Þýskalands, var hlutfall atvinnuleysis ungmenna í Þýskalandi árið 2016 (7,1%) það lægsta sem það hefur verið síðan snemma á tíunda áratugnum.

MobiPro-EU – The Job of my Life“ áætlunin var sett af stað af þýsku ríkisstjórninni 2013 til að takast á við þetta vandamál, með því að gefa ungu fólki frá öðrum aðildarríkjum ESB með hærra hlutfall atvinnuleysis tækifæri á að fara í starfsþjálfun í Þýskalandi.

2015, hóf Vinnumálastofnun í Bacau, sem er hluti af EURES í Rúmeníu, þátttöku í áætluninni eftir að henni var boðið til samstarfs af Alþjóðlegri starfaþjónustu Þýskalands (ZAV) sem báru ábyrgð á að finna starfsnema fyrir áætlunina.

EURES í Rúmeníu var beðið um að skipuleggja val á umsækjendum á aldrinum 15-25 ára, sem hefðu áhuga á að fara í starfsnám í Þýskalandi. Þau hófu bráðlega undirbúning fyrir ráðningardag í Bacau, sem átti sér stað í febrúar 2015.

„Við auglýstum í fjölmiðlum, á lands- og staðbundnum rásum og sendum líka tölvupósta og skilaboð í gegnum síma til allra ungmenna á aldrinum 15-25 ára sem voru skráð í gagnagrunn okkar, og létum þau vita af þessu verkefni,“ minnist Alina-Elena Ciorchelia, EURES-ráðgjafi.

Aline-Elena og Florina Andreea Avram stjórnandi rúmensku Vinnumálastofnunarinnar tóku þátt í atburðinum, ásamt tveimur fulltrúum frá ZAV Rostock. 35 ungar manneskjur mættu á atburðinn og 24 fengu stöðu í Þýskalandi í framhaldinu.

MobiPro-EU – The Job of my Life var byggt í kringum þýska Duale Ausbildung  kerfið, einskonar tvöfalt starfsnám sem sameinar þjálfun í starfi og nám í kennslustofu.

Samkvæmt Alina-Elena hefur þetta tvöfalda kerfi sannað sig sem árangursrík leið til að samlaga ungt rúmenskt fólk þýska vinnumarkaðinum, þar sem það fær ekki bara menntun og starfsreynslu, heldur líka þekkingu á þýskri tungu og annarri mikilvægri lífshæfni.

„Á þennan hátt, er ungt fólk ráðið af þýskum fyrirtækjum snemma og það vinnur og lærir á sama tíma (3-4 dagar í fyrirtækinu, 1-2 dagar í skóla), öðlast einnig meira sjálfstraust, nýja vini, læra sjálfstæði og að vinna fyrir eigin launum, taka á sig nýja ábyrgð sem fylgir því að búa í nýju umhverfi,“ útskýrir Alina-Elena.

Verkefnið gefur þátttakendum fjárhagslegan stuðning, bæði fyrir upphaflegu tungumálanámskeiðin í Rúmeníu og á meðan á starfsnámi þeirra í Þýskalandi stendur. Það náði einnig yfir ferðakostnað fyrir viðtöl og bauð upp á stuðning við að hjálpa þátttakendum að venjast því að búa og starfa í Þýskalandi.

Þátttaka EURES í Rúmeníu í MobiPro-EU – The Job of my Life áætluninni var frábært dæmi um árangursríkt samstarf á milli landsskrifstofu EURES og ríkisstjórnar annars aðildarríkis ESB.

Það var jafn hagstætt fyrir atvinnuleitendur í Rúmeníu sem voru viljugir til að flytja erlendis í leit sinni að tækifærum til þjálfunar og vinnuveitendur í Þýskalandi sem vildu taka inn nýja lærlinga til að styrkja fyrirtæki sín.

„MobiPro-EU – The Job of my Life“ var tilraunaverkefni þýsku ríkisstjórnarinnar sem var í gangi í fjögur ár, frá 2013 til 2016. Frekari upplýsingar um verkefnið eru tiltækar á vefsíðu verkefnisins.

 

Tengdir hlekkir:

Destatis - atvinna ungmenna í Þýskalandi

MobiPro-EU – The Job of my Life

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Euresráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Ytri EURES fréttir
  • Ytri hagsmunaaðilar
  • Atvinnudagar/viðburðir
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Nýliðunarstraumar
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.