Raunar, samkvæmt Destatis, hagstofu Þýskalands, var hlutfall atvinnuleysis ungmenna í Þýskalandi árið 2016 (7,1%) það lægsta sem það hefur verið síðan snemma á tíunda áratugnum.
„MobiPro-EU – The Job of my Life“ áætlunin var sett af stað af þýsku ríkisstjórninni 2013 til að takast á við þetta vandamál, með því að gefa ungu fólki frá öðrum aðildarríkjum ESB með hærra hlutfall atvinnuleysis tækifæri á að fara í starfsþjálfun í Þýskalandi.
2015, hóf Vinnumálastofnun í Bacau, sem er hluti af EURES í Rúmeníu, þátttöku í áætluninni eftir að henni var boðið til samstarfs af Alþjóðlegri starfaþjónustu Þýskalands (ZAV) sem báru ábyrgð á að finna starfsnema fyrir áætlunina.
EURES í Rúmeníu var beðið um að skipuleggja val á umsækjendum á aldrinum 15-25 ára, sem hefðu áhuga á að fara í starfsnám í Þýskalandi. Þau hófu bráðlega undirbúning fyrir ráðningardag í Bacau, sem átti sér stað í febrúar 2015.
„Við auglýstum í fjölmiðlum, á lands- og staðbundnum rásum og sendum líka tölvupósta og skilaboð í gegnum síma til allra ungmenna á aldrinum 15-25 ára sem voru skráð í gagnagrunn okkar, og létum þau vita af þessu verkefni,“ minnist Alina-Elena Ciorchelia, EURES-ráðgjafi.
Aline-Elena og Florina Andreea Avram stjórnandi rúmensku Vinnumálastofnunarinnar tóku þátt í atburðinum, ásamt tveimur fulltrúum frá ZAV Rostock. 35 ungar manneskjur mættu á atburðinn og 24 fengu stöðu í Þýskalandi í framhaldinu.
MobiPro-EU – The Job of my Life var byggt í kringum þýska Duale Ausbildung kerfið, einskonar tvöfalt starfsnám sem sameinar þjálfun í starfi og nám í kennslustofu.
Samkvæmt Alina-Elena hefur þetta tvöfalda kerfi sannað sig sem árangursrík leið til að samlaga ungt rúmenskt fólk þýska vinnumarkaðinum, þar sem það fær ekki bara menntun og starfsreynslu, heldur líka þekkingu á þýskri tungu og annarri mikilvægri lífshæfni.
„Á þennan hátt, er ungt fólk ráðið af þýskum fyrirtækjum snemma og það vinnur og lærir á sama tíma (3-4 dagar í fyrirtækinu, 1-2 dagar í skóla), öðlast einnig meira sjálfstraust, nýja vini, læra sjálfstæði og að vinna fyrir eigin launum, taka á sig nýja ábyrgð sem fylgir því að búa í nýju umhverfi,“ útskýrir Alina-Elena.
Verkefnið gefur þátttakendum fjárhagslegan stuðning, bæði fyrir upphaflegu tungumálanámskeiðin í Rúmeníu og á meðan á starfsnámi þeirra í Þýskalandi stendur. Það náði einnig yfir ferðakostnað fyrir viðtöl og bauð upp á stuðning við að hjálpa þátttakendum að venjast því að búa og starfa í Þýskalandi.
Þátttaka EURES í Rúmeníu í MobiPro-EU – The Job of my Life áætluninni var frábært dæmi um árangursríkt samstarf á milli landsskrifstofu EURES og ríkisstjórnar annars aðildarríkis ESB.
Það var jafn hagstætt fyrir atvinnuleitendur í Rúmeníu sem voru viljugir til að flytja erlendis í leit sinni að tækifærum til þjálfunar og vinnuveitendur í Þýskalandi sem vildu taka inn nýja lærlinga til að styrkja fyrirtæki sín.
„MobiPro-EU – The Job of my Life“ var tilraunaverkefni þýsku ríkisstjórnarinnar sem var í gangi í fjögur ár, frá 2013 til 2016. Frekari upplýsingar um verkefnið eru tiltækar á vefsíðu verkefnisins.
Tengdir hlekkir:
Destatis - atvinna ungmenna í Þýskalandi
MobiPro-EU – The Job of my Life
Nánari upplýsingar:
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 21 Júní 2018
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- EURES bestu starfsvenjur
- Ytri EURES fréttir
- Ytri hagsmunaaðilar
- Atvinnudagar/viðburðir
- Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
- Nýliðunarstraumar
- Árangurssögur
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles