Það sem hægt er að segja með vissu er að fólk mun þurfa að viðhalda kunnáttu sinni og að stöðug þjálfun verður lykilatriði þegar kemur að því að halda í við breytingarnar. Framtíðin í atvinnumálum mun markast af stefnunni ‘sá lifir af sem getur aðlagað sig best’, segir Paul Mason, tækinýjungastjóri hjá Innovate UK, í grein sem birtist nýlega í breska dagblaðinu Guardian.
Meðal sérfræðinga sem komu saman á hringborðsumræðum sem dagblaðið Guardian hélt, voru fræðimenn, stjórnendur fyrirtækja og hagfræðingar. Flestir voru sammála að þjálfun væri mikilvægari nú en nokkru sinn fyrr, en Mark Spelman, sem er meðlimur í framkvæmdanefnd Alþjóðaefnahagsráðsins, segir að það verið sigurvegarar og taparar í þessum nýja heimi.
"Það ríkir bjartsýni um síþjálfun – ég býst við því að það verði eins-dags hraðnámskeið þar sem fólk öðlast nýja færni með hraði, og síðan er það ráðið til að starfa í mánuð þar sem þörf er á því", segir hann. Þetta gæti gert hlutastörf lausráðinna starfsmanna mikilvægari.
Anand Chopra-McGowan, yfirmaður viðskiptaþróunar hjá fyrirtækjamenntunarhóp General Assembly lítur einnig svo á að hugtakið "ævilangt starf" sé úrelt fyrirbæri.
"Starfsmenn framtíðarinnar munu þurfa að vera afar færir um að aðlagast og kunna að skipta á milli þriggja eða fleiri hlutverka samtímis," segir hann. Þannig að símenntun mun leika lykilhlutverk þegar kemur að því að hjálpa fólki að þróa nýja kunnáttu.
En þó að breytingar á vinnustöðum hafi áskoranir í för með sér, voru þátttakendur hringborðsumræðnanna fljótir að benda á að tæknin geti einnig orðið til þess að efla atvinnuhorfur. "Ef maður notar tæknina til að draga úr slysahættu, framleiða matvörur fyrir fólk og spara tíma - getur það haft í för með sér mikinn þjóðfélagslegan ávinning," segir Spelman. Hann bætir við að eins og er samræmist þessi sýn ekki hugmyndinni um að hámarka gróða. "Í framtíðinni þurfum við að samræma hagsmuni þjóðfélagsins og hagsmuni hluthafana."
Enn sem komið er hefur tæknin verið notuð til að gera eldri vinnsluaðferðir hraðvirkari og ódýrari, en við erum að nálgast tíma þar sem tölvur geta lært og lagað sig að aðstæðum. Þar sem að við, mannverurnar, sjáum um að hanna tölvur og kennum þeim það sem við viljum að þær geri, munu framfarir koma til móts við hugmyndir fólks um tæknina.
Þrátt fyrir að framtíðin í atvinnumálum sé óljós, var hópurinn sammála um eitt: eðli vinnunar mun breytast - störf morgundagsins verða ekki þau sömu og þau eru í dag. Nú gæti verið rétti tíminn til að fara á EURES gáttina og skoða allt þjálfunarframboðið í löndum Evrópusambandsins!
Tengdir hlekkir:
Einnig á dagblaðinu Guardian: Sniðugar aðferðir til að tryggi framtið starfsins þíns gegn byltingu vélmennanna
Símenntunarátak framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
Drop’pin: Störf morgundagsins: Innsýn inn í framtíð atvinnumála
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
VinnugagnagrunnurEURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
EURES á Google+
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 12 Apríl 2017
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Fréttir/skýrslur/tölfræði
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles