Bjóddu upp á sveigjanlega vinnu
Í heimi eftir COVID-19 er mikilvægt að vinnuveitendur haldi áfram að gera starfsmönnum sínum kleift að sinna fjarvinnu frá heimilum sínum ef hægt er. Margir launþegar munu líklega velja að snúa aftur á skrifstofuna en starfsmenn með veiklað ofnæmiskerfi og þeir sem búa með fólki í áhættuhópi ættu að hafa kost á því að vinna með öruggum hætti frá heimilum sínum. Auk þess ættu eigendur fyrirtækja að tryggja að þeir sem sinna fjarvinnu búi yfir öllum nauðsynlegum búnaði og tækjum til að sinna störfum sínum.
Stattu vörð um heilbrigði starfsmanna
Eigendur fyrirtækja ættu að fylgja innlendri löggjöf og tryggja að vinnustaðir þeirra séu öruggir þegar starfsmenn snúa aftur til vinnu. Vinnuveitendur geta gripið til margvíslegra varúðarráðstafana til að standa vörð um heilbrigði starfsmanna eins og að auka fjarlægð á milli skrifborða, kveða á um reglur um félagsforðun á skrifstofunni, koma upp dauðhreinsunarstöðvum og auka þrif á skrifborðum og yfirborði í mikilli snertingu. Vinnuveitendur ættu einnig að hafa hliðsjón af áhyggjum starfsmanna (t.d. með fyrirtækjakönnunum).
Nýttu þér nýja færni starfsmanna
Kórónuveirukreppan hefur leitt til þess að margir starfsmenn hafa orðið sér úti um nýja færni, eins og sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Vinnuveitendur hafa uppgötvað „leynda hæfileika“ hjá mörgum starfsmönnum eins og leiðtogahæfni og frumkvöðlaanda sem ekki ætti að horfa framhjá. Eigendur fyrirtækja geta velt fyrir sér að setja slíka starfsmenn yfir leiðbeiðsluáætlanir, félagsstarf eða þjálfun nýrra starfsmanna í gegnum fjarfundabúnað. Auk þess ættu starfsmenn með frumkvöðlahugsun að taka þátt í hugarflugsfundum um ný viðskiptatækifæri. Þeir sem hafa áhuga á tæknibúnaði og stafrænni tækni geta prófað nýja tækni sem er ætlað að vernda reksturinn gegn kreppum framtíðarinnar.
Hvettu starfsmenn til að vera í sambandi
Einn helsti ókosturinn við fjarvinnu er skortur á samskiptum við vini og samstarfsmenn. Það er mikilvægt að vinnuveitendur skapi fleiri tækifæri fyrir starfsmenn til samskipta á skrifstofunni, t.d. með því að hvetja til þess að þeir taki sér oftar kaffihlé, koma á fót sælustundum á föstudögum eða með því að halda viðburði innan fyrirtækisins. Slíkt getur þjappað teyminu saman eftir mánaðalanga einangrun.
Taktu geðheilbrigði alvarlega
Félags- og efnahagsleg óvissa af völdum COVID-19 hefur valdið álagi á andlega heilsu fólks. Það er mjög mikilvægt að vinnuveitendur seti geðheilbrigði starfsmanna sinna í forgang á næstu mánuðum því ánægðir starfsmenn eru lykillinn að árangri. Eigendur fyrirtækja ættu að tryggja að fyrirtæki búi yfir aðgerðaráætlunum þessu sviði svo starfsmenn finni fyrir stuðningi.
Bættu samskipti innanhúss
Það er mikilvægt að vinnuveitendur tryggi að skýrar samskiptarásir séu til staðar svo starfsmenn fái fréttir af breytingum hjá fyrirtækinu. Mikil óvissa er framundan og fyrirtæki ættu að búa sig undir að taka hraðar ákvarðanir en þó án þess að starfsmenn þeirra séu ekki með á nótunum. Skýr og regluleg samskipt halda starfsmönnum ánægðum og öruggum um að vinnuveitandi þeirra hafi stjórn á hlutunum.
Lestu þessa grein um hvernig COVID-19 hefur breytt starfsháttum okkar.
Tengdir hlekkir:
8 bestu netsamstarfstólin fyrir fjarhópa
Fjórar breytingar COVID-19 á starfsháttum okkar
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 28 Ágúst 2020
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /Frumkvöðlastarf
- Ytri EURES fréttir
- Ytri hagsmunaaðilar
- Ábendingar og ráð
- Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
- Nýliðunarstraumar
- Tengdir hlutar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles