
Auðgandi reynsla
Það getur verið auðgandi og góð lífsreynsla að vera tíma erlendis. Mismunandi vinnuhættir munu storka þér og umbuna og kenna þér nýja færni sem þú getur tekið með þér til baka. Þú munt öðlast aukið sjálfstæði við að búa erlendis og kynna þér erlenda menningu ofan í kjölinn. Slíkur tími er fullkominn til að læra tungumál og getur aðeins haft jákvæð áhrif á ímynd þína meðal samstarfsfélaga þinna. Þú kemur ekki aðeins til baka með nýja hæfni og færni en þú munt einnig hafa öðlast frábærar minningar og sögur til að segja frá.
Tækifæri til að kynnast fólki og mynda sambönd
Vinna erlendis getur opnað dyr fyrir mörgum tækifærum. Reyndu að nýta þér alla viðburði, sem fyrirtækið þitt stendur fyrir, til að mynda tengsl svo þú getir hitt fólk með mismunandi bakgrunn. Sambönd sem þú myndar geta gagnast þér vel. Þau geta komið sér vel þegar þú sækir um nýtt starf eða látið þig vita um tækifæri í boði. Alþjóðleg sambönd geta aukið tækifæri þín sem þú hafðir áður ekki aðgang að og gert þér kleift að ná lengra á framabrautinni.
Frábært fyrir ferilskrána þína
Einn af helstu kostum alþjóðlegrar skiptiáætlunar er hversu vel hún lítur út á ferilskránni þinni. Það sýnir að þú sýnir frumkvæði og sért óhrædd/ur við að taka áhættu. Það sýnir einnig að þér sé umhugað um að hámarka færni þína í starfi. Ef þú ert að sækja um hjá alþjóðlegu fyrirtæki að þá getur alþjóðleg reynsla skilið þig frá öðrum umsækjendum. Ferilskráin þín verður áhugaverð í augum vinnuveitenda og munu þeir hafa áhuga á að læra meira um upplifun þína. Ef þér er boðið í viðtal þá væri það hið fullkomna tækifæri til að tala um tímann sem stundaðir námi erlendis og hvaða faglegu og persónulegu færni þú öðlaðist og hvaða gildi hún hefur fyrir vinnuveitanda þinn.
Aðgangur að alþjóðlegum vinnumarkaði
Við vitum öll að atvinnuleit getur verið erfið og tímafrek. Hins vegar getur alþjóðleg reynsla skilið þig frá öðrum umsækjendum á vinnumarkaði þar sem samkeppnin eykst stöðugt. Vinnuskiptiáætlanir auka atvinnuhæfni þína, ekki bara innanlands heldur alþjóðlega í nýmarkaðsríkjum. Alþjóðleg fyrirtæki eru alltaf að leitast við að ráða fólk með starfsreynslu úr mismunandi menningarheimum. Þú átt einnig kost á því að fá hærri laun því það er eftirspurn eftir góðu fólki um allan heim. Svo, ef þú ert að leita að nýju ævintýri eða hefur nýfundið fullkomið atvinnutækifæri gæti skiptivinna þín erlendis reynst þér mikill happafengur.
Ertu að fara að fara út á vinnumarkaðinn? Kynntu þér þá stafrænu færni sem mest eftirspurn er eftir á vinnumarkaðinum á þessari stundu.
Tengdir hlekkir:
Þessi stafræna færni getur bætt ráðningarhæfi þitt
Nánari upplýsingar:
Finna Eures ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 12 Apríl 2023
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ábendingar og ráð
- Nýliðunarstraumar
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Ábendingar og ráð
- Upplýsingar um vinnumarkaðinn
- Búseta & atvinna
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles