Ekki láta tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur
Hvort sem neikvæðu viðbrögðin koma frá yfirmanni þínum, samstarfsmanni, viðskiptavini eða einhverjum öðrum, þá getur verið erfitt að takast á við þau. Það er ólíklegt að fyrstu viðbrögð þín séu þau skynsamlegustu, sér í lagi ef viðbrögðin koma þér að óvörum. Það er mikilvægt að þú gefir þér tíma til að róa þig niður, meta stöðuna og hugsa áður en þú bregst við. Ekki taka neikvæðum athugasemdum á vinnustaðnum persónulega; þær eru eingöngu gagnrýni á vinnu þína og endurspegla sjaldan þig sem einstakling.
Hlustaðu og sýndu viðleitni
Jafnvel þó þú sért ekki endilega sammála athugasemdum þeirra, þá eru uppbyggjandi viðbrögð góð leið til að finna út hvernig aðrir sjá það sem þú gerir í vinnunni og geta hjálpað þér að uppfylla þær væntingar sem gerðar eru til þín. Það er mikilvægt að þú hlustir á hvað yfirmaður þinn, samstarfsmaður eða viðskiptavinur hefur að segja og sýndu þeim jákvæða viðleitni. Leyfðu einstaklingnum að deila sínu mati á aðstæðunum án þess að trufla hann. Þegar hann hefur lokið máli sínu skaltu endurtaka það sem þú skildir. Ef það er eitthvað sem þú ert ekki viss um, skaltu óska eftir frekari útskýringum án þess að deila eða rífast út frá þínu sjónarmiði.
Taktu mið af gagnrýninni
Lærðu hvernig á að greina gagnrýni og ákveddu hvaða lærdóm þú getur dregið af henni. Ef viðbrögðin eru munnleg, þá er góð hugmynd að skrifa niður það sem sagt var ef þú vilt skoða málið betur síðar. Hugleiddu hver næstu skref þín eru til að forðast að fá sömu viðbrögð aftur í framtíðinni. Til dæmis gætir þú viljað gera lista yfir atriði sem þú vilt bæta til að þú getir fylgst með eigin framförum. Þegar kemur að alvarlegum málum, eða ef viðbrögðin eru frá yfirmanni þínum, þá getur verið að þú viljir koma á fundi til að fylgja málinu eftir og fara yfir hvernig þú hefur tekist á við viðbrögðin.
Vertu kurteis
Það er mjög líklegt að ásetningur einstaklingsins sé góður og að hann sé að reyna að hjálpa þér með því að sýna viðbrögð. Þakkaðu einstaklingnum fyrir viðbrögðin – og viðleitnina og segðu honum að þú kunnir að meta hreinskilni hans. Með því að bregðast við á jákvæðan hátt og vera móttækileg/ur fyrir uppbyggjandi viðbrögðum, þá ertu að sýna að þú sért faglegur og óbugandi starfsmaður, og það er líklegt að yfirmaður þinn, samstarfsmaður eða viðskiptavinur virði það við þig.
Ekki vera of hörð/harður við sjálfa/n þig
Það er ekki þess virði að halda áfram að kenna sjálfum þér um mistök sem þú gerðir eða aðstæður sem þú hefðir getað brugðist við á annan hátt. Mundu að enginn er fullkomin/n. Þó að það sé mikilvægt að vera meðvituð/meðvitaður um veikleika sína, þá skaltu ekki gleyma styrkleikum þínum og árangri. Vertu stolt/ur af því sem þú gerir vel og ekki dvelja of lengi við mistök þín eða leyfa þeim að hafa neikvæð áhrif á sjálfstraustið. Þegar þú hefur gefið þér nægan tíma til að velta viðbrögðunum fyrir þér og hugsað hvernig þú getur tekist á við aðstæðurnar með ólíkum hætti næst þegar þær koma upp, þá er kominn tími til að halda áfram.
Við vonum að þessi ráð okkar hjálpi þér að takast á við neikvæð viðbrögð á vinnustaðnum á jákvæðan hátt og að nýta hæfileika þína til fullnustu í störfum þínum.
Í samstarfi við Eures, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.
Nánari upplýsingar:
Finndu Eures-starfsfólk
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 12 Nóvember 2019
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /Frumkvöðlastarf
- Ábendingar og ráð
- Ungmenni
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles