Fara yfir í aðalefni
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 15 Júlí 2022
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 2 mín. lestur

Svona kemurðu meiru í verk í vinnunni

Nútímalegir vinnuhættir fela í sér margvíslegar truflanir. Stundum er eins og það sé ómögulegt að koma nokkru í verk. Í þessari grein munum við deila nokkrum ráðum til að hjálpa þér við að halda einbeitingunni og koma meiru í verk í vinnunni.

How to boost your productivity at work

Skipuleggðu þig og komdu röð og reglu á vinnurýmið

Taktu nokkrar mínútur á dag í að skipuleggja og koma röð og reglu á vinnurýmið. Hreint svæði í röð og reglu þar sem greiður aðgangur er að öllu sem þú þarft dregur úr streitu og hjálpar þér við að skila betra starfi.

Skipulegðu þig fyrirfram

Notaðu dagbók (skriflega eða stafræna) til að skipuleggja starf þitt fyrirfram. Það mun hjálpa þér við að tryggja að þú færist ekki of mikið í fang í vinnunni og getir skilað verkum á réttum tíma auk þess sem þú getur notað hana til að rifja upp þau verk sem þú þarft að skila af þér á hverjum degi. Þó að sumir kjósi að halda skriflega dagbók hjálpa stafræn skipulagsverkfæri eins og ResourceGuru eða Float þér við að fá aðgang að dagbókinni þinni á ferðinni (og koma í veg fyrir að allt sigli í strand því þú gleymdir að taka hana með þér!).

Settu þér lítil, raunhæf verkefni

Ef þú brýtur langtíma heildarmarkmið niður í lítil, raunhæf verkefni getur það hjálpað þér við að tryggja að vinnuálagið sé þægilegra og þú komir í því í verk sem þú ætlar þér. Það dregur líka úr líkum þess að þú dragir verk á langinn eða skjótir þeim á frest því þú veist ekki hvar þú ættir að byrja.

Taktu þér regluleg hlé

Þó að þér finnist þú koma meiru í verk á löngum vinnudegi munu gæði vinnu þinnar minnka án reglulegra hléa. Rannsóknir sýna að regluleg hlé efla einbeitingu og bæta skap þitt. Svo þú ættir að fara í stutta gönguferð um skrifstofuna til að teygja úr þér á milli verka eða fá þér 15 mínútna kaffipásu – það mun skila þér betra verki!

Greindu hvenær þú kemur mestu í verk

Fólk er mismunandi afkastamikið á mismunandi tímum dagsins. Sumir koma flestu í verk á morgnana, til dæmis, á meðan aðrir gera það seinnipartinn eða á kvöldin. Greindu hvaða tími dagsins er bestur fyrir þig og taktu hann frá fyrir mikilvægustu og/eða flóknustu verkefnin.

Slökktu á ónauðsynlegum tilkynningum

Í stað þess að lesa öll skilaboð og tölvupósta, sem þú færð, ættir þú að slökkva á tilkynningum þegar þú ert að einbeita þér að einhverju. Stöðugar tilkynningar á símanum eða tölvunni draga úr einbeitingunni, jafnvel þó þær séu smávægilegar. Ef þú hefur áhyggjur af því að missa af mikilvægum skilaboðum eða símtali gera margir verkvangar (eins og Teams og Slack) þér kleift að kveikja og slökkva á tilkynningum eftir rásum, teymi eða einstaklingum.

Fleiri ráð til að ná árangri á vinnustöðum dagsins í dag má finna í greininni okkar Sex mjúkir færniþættir sem þú þarft á vinnustaðnum eftir heimsfaraldurinn.

 

Tengdir hlekkir:

Sex mjúkir færniþættir sem þú þarft á vinnustaðnum eftir heimsfaraldurinn

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Ábendingar og ráð
Tengdir hlutar
  • Ábendingar og ráð
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.