Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring15 Maí 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion4 min read

EURES: Tækifæri fyrir ungt fólk, fyrirtæki og stofnanir.

Drop’pin hefur alltaf verið hluti af EURES fjölskyldunni, en eftir að þessi vettvangur færði sig nýverið á EURES vefsíðuna hafa þessar tvær þjónustur tengst enn betur. Okkur finnst tímabært að skoða EURES nánar og kynna okkur hvað þetta einstaka tengslanet getur boðið ungu fólki, fyrirtækjum og stofnunum hjá Drop’pin.

EURES: Opportunities for young people, businesses and organisations

Hvað er EURES?

EURES er evrópskt samstarfsnet á milli framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, landsskrifstofa og þjónustuaðila (aðilar í EURES og samstarfsaðilar EURES) í 28 aðildarríkjum ESB, auk Sviss, Íslands, Liechtenstein og Noregs. Netið nær einnig utan um opinberar vinnumiðlanir, einkareknar vinnumiðlanir, verkalýðsfélög og félög atvinnurekanda um alla Evrópu sem eru samstarfsaðilar.

EURES veitir sína þjónustu í gegnum 1000 EURES ráðgjafa á hverjum degi til að aðstoða atvinnuleitendur og vinnuveitendur um alla Evrópu, en auk þess notast þau við vefgáttina The European Job Mobility Portal, sem er miðlægur vettvangur fyrir starfsfólk og stöður vinnuveitenda.

Hvert er markmið EURES?

EURES var stofnað árið 1993 og veitir upplýsingar, ráðgjöf og vinnumiðlun fyrir atvinnuleitendur og vinnuveitendur um alla Evrópu. Þjónustunni er ætlað að liðka fyrir frjálsu flæði vinnuafls innan ESB með því að hjálpa fólki í vinnuleit eða með því efla þekkingu þess til að hjálpa því að finna vinnu í framtíðinni og með því að gefa fyrirtækjum og stofnunum möguleika á að finna rétta umsækjendur í lausar stöður.

Hvað getur ERUES fært ungu fólki?

Í gegnum EURES Job Mobility vefgáttina getur ungt fólk leitað að vinnu eða ungmennatækifærum á alls konar sviðum í öllum þátttökulöndunum. Þessi fjölhæfa leitarvél gerir þér kleift að finna réttu tækifærin fyrir þig með auðveldum og fljótlegum hætti.

Vefgáttin býður einnig upp á ferilskráargerð á netinu og veitir hagnýtar upplýsingar í tengslum við að búa og starfa erlendis.

Hvað getur EURES gert fyrir fyrirtæki og stofnanir?

Vefgáttin EURES Job Mobility Portal er kjörinn vettvangur fyrir fyrirtæki og stofnanir til að ráða inn nýtt fólk og fá ítarlegar upplýsingar um þau skref sem þarf að taka til að ráða inn fólk frá Evrópu. Vinnuveitendur geta líka auglýst sínar ungmennastöður með beinum hætti á þessum vettvangi. 

Hvað er fyrsta EURES-starfið þitt?

Fyrsta EURES-starfið er verkefni á vegum ESB í tengslum við frjálst vinnuflæði í Evrópu fyrir fólk á aldrinum 18-35 ára og hjálpar ungu fólki að finna vinnu, starfsþjálfun eða lærlingsstöðu í öðru ESB landi (auk Noregs og Íslands). Þetta er frábært tækifæri fyrir ungt fólk til að öðlast starfsreynslu og efla kunnáttu sína, og á sama tíma kynnist það öðru landi og menningu.

Verkefnið hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að finna hæft ungt starfsfólk, einkum í stöður sem erfitt er að fylla. Einnig er hægt að sækja um styrki fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki til að kosta að einhverju leyti þjálfun og innleiðingu á nýju starfsfólki, nemum eða lærlingum.

Hvað eru Evrópskir atvinnudagar?

Evrópskir atvinnudagar eru einstök ráðstefna á netinu og í raunheimum sem leiðir saman atvinnuleitendur, fyrirtæki og stofnanir frá ólíkum Evrópulöndum. Viðburðirnir eiga sér stað innan, utan og þvert á landamæri. Þátttakendur geta mætt á staðinn og svo er einnig boðið upp á fjarþátttöku í gegnum streymisþjónustu og samskiptatól á netinu, en þau er hægt að nota til að taka viðtöl.

Frekari upplýsingar um næstu Evrópsku atvinnudaga má finna hér.

Næstu skref

Fjárfesting í ungu fólki er nauðsynleg fyrir framtíð Evrópu og nýleg umfjöllun frá okkur skoðar þá kosti sem hún hefur í för með sér fyrir fyrirtæki og stofnanir. Við skoðuðum líka önnur ESB-verkefni fyrir ungt fólk, t.d. Erasmus+ og Youth Guarantee verkefnið, og því er tilvalið að kanna hvaða tækifæri standa þér til boða.

 

Tengdir hlekkir:

Erasmus+

Youth Guarantee verkefnið

Fyrsta EURES-starfið

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

VinnugagnagrunnurEURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Viðfangsefni
  • EURES bestu starfsvenjur
  • EURES þjálfun
  • Ábendingar og ráð
  • Innri EURES fréttir
  • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.