Færnispá Cedefop sem spáir fyrir um framtíðarþróun atvinnumála miðar að því að veita okkur sýn á hvernig vinnumarkaður Evrópu muni líklega líta út árið 2030 - og hvaða færni hann muni krefjast. Hún gerir okkur kleift að bera saman atvinnuvæntingar og framtíðarþróun í Evrópu og er hún því kjörið tól fyrir atvinnuleitendur, vinnuveitendur, nemendur, vísindamenn og stefnumótendur.
Spáin hefur verið í stöðugri þróun frá árinu 2005 og veitir nú um stundir upplýsingar um aðildarríki ESB, Ísland, Norður-Makedóníu, Sviss, Tyrkland og Bretland. Hún nær yfir 66 atvinnugeira, 41 starfsgrein og 3 menntunarstig.
Finna má heildarniðurstöður stofnunarinnar á vefsíðu hennar en yfirlit yfir nokkrar þær helstu má finna að neðan.
Vinnuafl
- Gert er ráð fyrir því að fjöldi fólks á vinnumarkaði muni aukast um 1% fram til 2030
- Aldur fólks á vinnumarkaði mun breytast lítillega, 0,5% fækkun fólks á aldrinum 25-49 ára og 3,8% vöxtur fólks á aldrinum 64 ára og eldra
- Gert er ráð fyrir því að fjöldi fólks á vinnualdri muni aukast um 3,7% þó að verulegur munur muni verða á milli landa
- Kynjajafnvægið mun haldast að mestu það sama, með fleiri karlmenn í vinnu en konur.
Geirar
- Gert er ráð fyrir hnignun iðnaðar í grunnframleiðslu en vexti í þjónustuiðnaði og háþróuðum framleiðsluiðnaði
- Þeir þjónustugeirar sem munu vaxa hvað hraðast verða á sviði lögfræði, bókhalds, rannsókna og þróunar, auglýsinga og markaðsrannsókna auk stjórnsýslu og stoðþjónustu
- Þeir framleiðslugeirar sem munu vaxa hvað hraðast verða á sviði rafbúnaðar, annars vélakosts og búnaðar, framleiðslu og vélknúinna ökutækja.
Störf
- Gert er ráð fyrir verulegum vexti sérfræðistarfa (t.d. yfirmanna, sérfræðinga og fulltrúa sérfræðinga) og nokkrum vexti tiltekinna starfa þar sem lítillar menntunar er krafist (t.d. við sölu, ræstingu, veitingaþjónustu og umönnun)
- Gert er ráð fyrir fækkun starfa þar sem þörf er á menntun í meðallagi (t.d. fagmenntaðir iðnaðarmenn, skrifstofufólk)
- Framboð á háskólanámi kann að vaxa hraðar en eftirspurnin eftir slíkum starfsmönnum en sömu aðstæður munu hafa áhrif á þá sem eru með einhverja eða litla menntun og hæfni.
Verkefni og færni
- Gert er ráð fyrir því að fjöldi líkamlegra verka starfsmanna muni minnka en fjöldi vitsmunalegra og félagslegra verkefna aukist
- Viðskiptalæsi, sala/sannfæring og þjónusta/umönnun munu aukast að mikilvægi
- Veruleg fækkun verður á þörfinni fyrir vélafærni (sem byggir ekki á upplýsinga- og samskiptatækni) og aukin eftirspurn eftir færni á sviði upplýsinga- og samskiptatækni
- Einnig verður mikil áhersla lögð á getuna til sjálfstæðrar vinnu.
Um Cedefop
Cedefop, einnig er þekkt sem Evrópumiðstöð fyrir þróun starfsmenntunar, var stofnuð árið 1975. Stofnunin hjálpar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, aðildarríkjunum og aðilum vinnumarkaðarins við að þróa stefnu fyrir starfsmenntun í Evrópu til að auka atvinnuþátttöku og tryggja snjallan og sjálfbæran hagvöxt án útilokunar.
Út 2020 munum við skoða niðurstöður Cedefop í tengslum við einstakar starfsstéttir, allt frá starfsfólki við umönnun til sérfræðinga á sviði upplýsinga- og samskiptatækni. Kíktu fljótlega aftur til að fá frekari upplýsingar.
Tengdir hlekkir:
Nánari upplýsingar:
Finna Eures ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 28 Febrúar 2020
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ytri EURES fréttir
- Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
- Fréttir/skýrslur/tölfræði
- Nýliðunarstraumar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles