Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring13 September 2017European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion2 min read

Fyrsta EURES-starfið þitt hjálpar ungum pólskum karlmanni að taka þátt í fjörinu í Ítalíu!

Maciej Słowikowski, 25 ára gamall pólskur karlmaður, bjó og vann sem yfirmatreiðslumaður, í erilsömum matreiðslustað í hjarta Lundúna. Það er, þangað til hann skráði sig hjá EURES fyrir nokkrum mánuðum síðan og byrjaði að breyta lífi sínu algjörlega.

Your First EURES Job helps young Polish man get a piece of the action in Italy!
EURES Italy

Maciej fékk fyrst þjálfun sem vélvirki við Tækniskólann í Wieruszow, Póllandi, áður en hann elti ástríðu sína fyrir mat með matreiðslunámi við Veitingaskólann Cracow.

Þegar hann útskrifaðist úr matreiðslunáminu ákvað hann að fylgja hinni ástríðu sinni fyrir ferðalögum og hélt til Stóra-Bretlands. Eftir stuttan tíma við byggingavinnu, fann hann starf í veitingaiðnaðinum og innan þriggja ára hafði hann unnið sig upp í að vera yfirmatreiðslumaður.

En, lífið í London var ekki eins og hann hafði vonast til. Hann var óánægður í núverandi stöðu sinni og upplifði einmanaleikann sem margir brottfluttir upplifa, og ákvað því að hann langaði að fara til ættingja sinna á Ítalíu. Hinsvegar, þar sem hann hafði enga reynslu af ítalskri matargerð, málinu eða menningunni, taldi hann draum sinn vera ómögulegan.

En þá þegar hann taldi alla von úti, hitti hann Stefania Garofalo, EURES ráðgjafa. Þegar hún heyrði af aðstæðum hans taldi Stefania að Fyrsta EURES-starfið þitt væri tilvalin lausn. Fyrsta EURES-starfið þitt er hreyfanleikaáætlun til að hjálpa ungum Evrópumönnum á aldrinum 18-30 ára, að finna vinnu í öðrum ESB löndum.

Maciej, hafði þetta að segja um samskipti sín við EURES: „Stefania Garofalo hjálpaði mér að finna lærlingsstöðu og tungumálanámskeið. Hún hélt sambandi við mig alla leið.“

Stefania þjálfaði og aðstoðaði Maciej, hjálpaði honum að skrá sig í Fyrsta Eures-starfið þitt, og fann hæfilega lærlingsstöðu fyrir hann í norðaustur Ítalíu á Friuli-Venezia Giulia svæðinu, hjá mjög fjölsóttum en notalegum ítölskum veitingastað í miðju Pordenone, „Alla Catina“.

Maciej hafði í fyrstu áhyggjur af tungumálaörðugleikum, sérstaklega á vinnustaðnum, en komst að því að það er ekki svo mikið vandamál.

„Á „Alla Catina“ veitingastaðnum er mikið af ungu fólki sem kann ensku, en einnig mikið af innfæddum sem tala ítölsku, sem er mjög hvetjandi og hjálpar mér að læra tungumálið” bætti hann við.

Maciej þrífst vel á norðaustur Ítalíu, og hefur þegar keypt sér bíl til að eiga auðveldara með að komast um.

Maciej, sagði um reynslu sína af Fyrsta Eures-starfinu þínu: “Reynsla mín af EURES hefur verið mjög góð strax frá upphafi. Ég tel að EURES bjóði upp á gríðarstórt tækifæri fyrir ungt fólk sem vill kanna evrópskt land og öðlast þá reynslu og kunnáttu sem það þarf.“

Ef þú vilt komast að meiru um EURES eða Fyrsta EURES-starfið þitt, skaltu skoða hér!

 

Tengdir hlekkir:

Fyrsta Eures starfið þitt (YFEJ)áætlunin

 

Nánari upplýsingar:

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta EURES fyrir atvinnurekendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Upplýsingar

Viðfangsefni
 • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
 • EURES bestu starfsvenjur
 • Árangurssögur
 • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
 • Accomodation and food service activities
 • Activities of extraterritorial organisations and bodies
 • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
 • Administrative and support service activities
 • Agriculture, forestry and fishing
 • Arts, entertainment and recreation
 • Construction
 • Education
 • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
 • Financial and insurance activities
 • Human health and social work activities
 • Information and communication
 • Manufacturing
 • Mining and quarrying
 • Other service activities
 • Professional, scientific and technical activities
 • Public administration and defence; compulsory social security
 • Real estate activities
 • Transportation and storage
 • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
 • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.