Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring18 Apríl 2019European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion5 min read

Samfélagsmiðlar: Verkfæri til vinnuleitar?

Meira en 2 milljarðar fólks nota samfélagsmiðla á hverjum degi til að fylgjast með vinum, deila myndum, horfa á fyndin myndbönd… en þeir koma líka að góðum notum við annað. Í þessari grein skoðum við hvernig samfélagsmiðlar geta verið fullkomin leið til að finna draumastarfið.

Social media: A job hunting tool?
EURES

LinkedIn

Það er ekki hægt að byrja grein um starfaleit á samfélagsmiðlum án þess að tala um LinkedIn. Síðan sem var sett af stað 2002 er sérstaklega hönnuð fyrir tengslamyndun og ráðningar. Það eru ýmis verkfæri og eiginleikar í boði og við erum búin að taka til nokkur af uppáhöldunum okkar.

Gakktu í hópa: Augljós og rökréttur staður til að byrja. Það eru meira en 1,7 milljónir hópa á LinkedIn, sem eru ekki bara tileinkaðir einstökum fyrirtækjum heldur einnig tengslamyndun, samtökum og sérstökum þemum. Hópar gefa þér aðgang að sérfræðingum, fólki sem hefur sömu áhugasvið eða hugmyndir og jafnvel mögulegum vinnuveitendum.

Leita að vinnu: LinkedIn starfaleitin virkar á svipaðan hátt og margar aðrar starfaleitarvélar, þú getur leitað að lausum stöðum og sótt um þær. Auk handvirkrar leitar mun síðan einnig mæla með störfum fyrir þig byggt á notendauppsetningu þinni og starfaferilsáhugasviðum (sjá neðar). Þetta getur verið frábær styttri leið að áhugaverðum stöðum sem vinnuveitendur birta beint.

Virkjaðu starfsferilsáhugasvið: Þessi valkostur sem er staðsettur undir starfaflipanum gerir þér kleift að láta ráðningastjóra vita hverju þú ert að leita að í starfi. Þú getur tiltekið hluti eins og starfatitla sem þú hefur áhuga á, staðsetningar, gerðir samninga, atvinnugreinar og upphafsdagsetningar. Kveiktu á starfsferilsáhugasviðum og settu inn jafn nákvæmar upplýsingar og þú getur til að sína mögulegum vinnuveitendum áhugasvið þín.

Fáðu staðfestingu á kunnáttu þinni: Það er auðvelt að gera lista yfir kunnáttu, en vinnuveitandi hefur venjulega ekki möguleika á að meta hversu réttur listinn er. Hérna kemur staðfestingareiginleikinn inn. Staðfest kunnátta sýnir meira en bara þitt álit, sem gerir ráðningarstjórnum auðveldara fyrir.

Twitter

Það eru áætluð 500 milljón tvít send á hverjum degi á Twitter, sem gerir það að góðri uppsprettu upplýsinga, nýjustu tísku og frétta. Twitter er einnig góður staður til að leita að starfstækifærum, sérstaklega ef þú vilt leita á meðan þú ert á ferðinni.

Fylgdu myllumerkjunum: Flestir ráðningarstjórar nota myllumerki þegar þeir auglýsa lausar stöður á Twitter. Fljótleg leit að myllumerkjum eins og #job – og sérstækari, ef þú miðar við sérstakt fyrirtæki eða hlutverk – færir tækifærin beint til þín.

Fylgdu leiðtogunum: Í öllum atvinnugreinum eru viss fyrirtæki og áhrifavaldar leiðandi. Ef þú fylgir þessu fólki og fyrirtækjum stækkar það ekki bara tengslanetið þitt, heldur gefur þér líka samstundis aðgang að nýjustu tvítunum þeirra.

Miðaðu tvítin þín: Það að tvíta um sérstaka atvinnugrein eða umfjöllunarefni er auðveld leið til að sýna áhuga þinn. Þú færð líka ef til vill meira viðeigandi fylgjendur á þennan hátt, eða finnur gagnlega reikninga til að fylgja.

Leita að vinnu: Þó að Twitter sé ekki með sérstakan innbyggðan atvinnuleitareiginleika eins og LinkedIn, geta vefsíður eins og Jobs By Twitter og Twit Job Seek hjálpað. Fylgdu einfaldlega leiðbeiningunum á þessum síðum til að finna starfatækifærin sem þú hefur áhuga á.

Facebook

Facebook er líklega sú samfélagsmiðlasíða sem er ólíklegust til að vera augljóst val þegar þú ert að leita að vinnu, en það þýðir ekki að hún hafi ekki upp á neitt að bjóða. Hún er enn heimsins stærsta og mest notaða samfélagsmiðlasíða, með að meðaltali um 1,5 milljarða virka notendur á hverjum degi. Eins eru 60 milljónir fyrirtækja með Facebook-síðu, þannig að vera síðunnar þá þessum lista á meira en rétt á sér.

Útvíkkaðu tengslanetið þitt: Það fyrsta sem þú gerir á Facebook er að ganga í viðeigandi hópa og „líka“ við síður fólks og fyrirtækja sem þú hefur áhuga á. Það gefur þér samstundis aðgang að öllum nýjustu fréttum þeirra og starfatækifærum. Þú getur einnig breytt stillingum þínum þannig að þú fáir tilkynningu í tölvupósti í hvert skipti sem þau birta færslu til að tryggja að þú missir ekki af tækifærum.

Búðu til sérstakan atvinnuleitarprófíl: Ef þú vilt ganga skrefinu lengra, gæti borgað sig að búa til nýjan „atvinnu“ prófíl. Það gerir þér kleift að vera með hreint rými þar sem þú getur selt hæfileika þína á sama tíma og þú ert með persónulegt rými þar sem þú getur haldið áfram að birta myndir úr fríum og fyndin meme.

Almennar ábendingar

Vertu með prófílinn þinn uppfærðan: Hvaða samfélagsmiðlasíðu sem þú ákveður að nota er prófíllinn þinn bara jafn sterkur og upplýsingarnar sem hann inniheldur. Vertu með hann ítarlegan, viðeigandi og uppfærðan til að hámarka möguleika þína á vinnu.

Vertu fagleg(ur): Samfélagsmiðlar hvetja til viss óformleika. Sem virkar vel ef þú ert að spjalla við vini þína en ráðningarstjórar munu leita að einhverju aðeins faglegra. Hugsaðu um hverjir áheyrendur þínir eru og hvernig þú ættir að tala við þá áður en þú smellir á „senda inn“ hnappinn. Og mundu að samfélagsmiðlasíður eru með langt minni, ekki lenda í því að sjá eftir færslunni sem þú settir inn fyrir fimm árum síðan!

Þetta eru ábendingar okkar fyrir notkun samfélagsmiðla við starfaleit þína. Það er undir þér komið að koma þér á framfæri og nýta þér þessi ráð. Gangi þér vel!

Grein gerð í samstarfi við EURES, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.

 

Tengdir hlekkir:

LinkedIn

Twitter

Facebook

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
 • Ábendingar og ráð
 • Samfélagsmiðlar
 • Ungmenni
Geirinn
 • Accomodation and food service activities
 • Activities of extraterritorial organisations and bodies
 • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
 • Administrative and support service activities
 • Agriculture, forestry and fishing
 • Arts, entertainment and recreation
 • Construction
 • Education
 • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
 • Financial and insurance activities
 • Human health and social work activities
 • Information and communication
 • Manufacturing
 • Mining and quarrying
 • Other service activities
 • Professional, scientific and technical activities
 • Public administration and defence; compulsory social security
 • Real estate activities
 • Transportation and storage
 • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
 • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.