Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 30 Apríl 2021
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 3 min read

Sex ráð til að finna réttu starfsbrautina

Þegar þú ert að hefja starfsferilinn getur verið erfitt að vita hvaða leið þú átt að fara. Hér eru sex bestu ráðin okkar til að hjálpa þér að finna réttu starfsbrautina.

Six tips for finding the right career path
Shutterstock

1. Hugsaðu um markmið þín

Hugsaðu um hvað þú vilt fá úr ferli þínum. Markmiðið í starfsferlinum gæti verið ákveðið hlutverk - kannski hefur þig, til dæmis, alltaf dreymt um að verða kennari - eða þá ákveðið afrek, eins og að fá réttindi sem verkfræðingur eða opna þinn eigin veitingastað. Það gæti líka verið eitthvað allt annað: kannski viltu vera í starfi sem felur í sér að hjálpa öðru fólki eða gera eitthvað skapandi? Að hafa markmið til að stefna að mun hjálpa þér þegar kemur að því að velja starfsferil.

2. Þekktu eigin styrkleika

Ef þú ert ekki með nein skýr markmið í huga, hafðu ekki áhyggjur - það vita ekki allir hvað þeir vilja starfa við. Byrjaðu á því að hugsa um eigin styrkleika. Vinnur þú helst með öðrum í hóp eða starfarðu betur einn? Hefurðu gott vald á orðum eða kýstu að vinna með tölum? Myndir þú kjósa að vera í virku, líkamlegu starfi eða viltu frekar sitja við skrifborð á skrifstofu? Einfaldar spurningar sem þessar geta hjálpað þér að skilja hvaða störf gætu hentað þér.

3. Skoðaðu vinnumarkaðinn

Ef þú ert opinn fyrir mismunandi valkostum gæti það verið gagnlegt að rannsaka vinnumarkaðinn. Hvaða greinar munu þurfa starfsmenn á næstu árum og hvaða færni munu þeir þurfa? Þannig geturðu fundið starfsferil sem mögulega býður upp á fullt af áhugaverðum tækifærum. Þú getur síðan einbeitt þér að því að öðlast rétta hæfni og reynslu til að gera þig hæfari til starfsins. Mundu að það eru mörg störf þarna úti, mörg þeirra sem þú hefur kannski ekki einu sinni heyrt um!

4. Reyndu að skipuleggja þig fram í tímann, skref fyrir skref

Ef þú veist hvert þú vilt fara á ferlinum mun það hjálpa þér að skipuleggja leiðina til að komast þangað. Hugsaðu um hvaða störf veita þér mesta reynslu í upphafi ferilsins og fyrir hvaða störf þú er henta hæfileikum þínum best. Sum störf gætu þurft náms- eða starfsréttindi en í öðrum gætirðu fengið þjálfun á vinnustað.

Þó að það sé gott að hugsa fram í tímann, er ekki nauðsynlegt að skipuleggja allan þinn starfsferil fyrirfram. Starfsferillinn byggist upp skref fyrir skref, þannig að þú skalt líta á hvert atvinnutækifæri sem möguleika til að læra og þroska „færanlega“ færni sem þú getur notað í öðrum störfum í framtíðinni.

5. Ekki vera hræddur við að breyta um starfsbraut

Þú gætir prófað tiltekið starf eða atvinnugrein og komist að því að það henti þér ekki. Ef svo er, skaltu ekki vera hræddur við að endurskoða áætlanir þínar. Þó að flest okkar vilji stöðugleika á starfsferlinum verðum við stundum að prófa nokkur störf til að finna það rétta. Það er líka eðlilegt að vilja stundum nýja áskorun. Ef þú nýtur ekki vinnu þinnar, skaltu ekki vera hræddur við að breyta um starf til að finna réttu starfsbrautina.

6. Settu starfsánægju í forgrunn

Hvatning er mjög mikilvægur þáttur í atvinnulífinu. Þú er ef til vill að hugsa um ‘stóru myndina’ varðandi starfsferil þinn eða þú gætir fundið hvatningu í litlum, daglegum áskorunum. Mikilvægast er að hafa í huga hvað þú vilt ná úr þínum starfsferli og reyna að finna starf sem gerir þig hamingjusaman á hverjum degi.

Í samstarfi við Eures, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Ábendingar og ráð
  • Ungmenni
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.