Aukin gæði og afköst
Fjarvinna gerir starfsmönnum kleift að verja meiri tíma með fjölskyldu sínum og ástvinum og viðhalda góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Margar rannsóknir sýna fram á að það sé nauðsynlegt til að auka hamingju fólks í vinnunni; en hamingjusamir starfsmenn afkasta meiru og af meiri gæðum. Auk þess getur vinna í opnum rýmum oft leitt til verri afkasta vegna truflana og almenns skorts á næði.
Meiri tími fyrir vinnuna
Margir starfsmenn, einkum þeir sem búa í stærri borgum, verja oft hundruðum klukkustunda á ári í að ferðast til og frá vinnu. Slík ferðalög valda ekki einungis andlegri og líkamlegri streitu heldur taka þau tíma – en hann er dýrmætur fólki undir miklu vinnuálagi. Það tengist svo því sem við sögðum að ofan um afköst.
Aukinn sparnaður fyrir alla
Sveigjanlegir starfshættir hafa einnig í för með sér fjárhagslegan ávinning fyrir bæði vinnuveitendur og starfsmenn. Með færra fólk á skrifstofunni geta fyrirtæki skorið niður rekstrarkostnað eða lækkað kostnað við snarl á skrifstofunni og uppákomur á vinnustaðnum. Á sama tíma geta starfsmenn sparað sér verulegan við ferðalög, kaup á vinnufatnaði og hádegismat. Auk þess velja mörg fyrirtæki að staðsetja skrifstofur sínar í stórborgum þar sem framfærslukostnaður er hár. Fjarvinna gerir starfsmönnum kleift að vinna frá ódýrari stöðum og aukið þannig lífsgæði þeirra.
Auknir ráðningarmöguleikar
Fyrirtækjum, sem bjóða upp á fjarvinnu, standa fleiri kostir til boða við ráðningar. Vinnuveitendur eru ekki lengur takmarkaðir við að ráða fólk sem býr í skikkanlegri fjarlægð frá skrifstofunni eða er viljugt að flytja. Fjarvinna gerir fyrirtækjum kleift að finna besta umsækjandann óháð staðsetningu og spara fjármuni í flutningsstyrki.
Færri veikindadagar
Það hljómar ekki eins illa að sinna vinnunni með kvef eða magakveisu þegar þú vinnur heiman frá þér. Starfsmenn, sem eru ekki mjög veikir, geta oftast sinnt einhverri vinnu ef þeir þurfa ekki að fara á skrifstofuna. Það kemur líka í veg fyrir að aðrir á vinnustaðnum sýkist.
Við höfum tæknina
COVID-19 hefur leitt til verulegra breytinga á stafræna sviðinu og sýnt fyrirtækjum um allan heim fram á að starfsmenn þeirra þurfi ekki að vera á skrifstofunni til að koma hlutum í verk. Þar sem svo mörg verkfæri eru í boði á netinu þarf aðeins góða nettengingu fyrir fjarsamstarf og samskipti starfsmanna á meðan vinnuveitendur fylgjast með framvindunni og hafa eftirlit með vinnu þeirra.
Þú þarft ekki skrifstofu til að vinna með samstarfsmönnum þínum og skila góðum afköstum í vinnunni. Skoðaðu greinina okkar 8 bestu netsamstarfstólin fyrir fjarhópa til að taka þátt í teymisvinnu, meira að segja heiman frá þér.
Tengdir hlekkir:
8 bestu netsamstarfstólin fyrir fjarhópa
Nánari upplýsingar:
Finna Eures ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum
Vinnugagnagrunnur Eures
Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal Eures
Næstu viðburðir á Netinu
Eures á Facebook
Eures á Twitter
Eures á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 22 September 2020
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Viðskipti /Frumkvöðlastarf
- Ytri hagsmunaaðilar
- Ábendingar og ráð
- Nýliðunarstraumar
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles