COVID-19 ferðatakmarkanir
Áður en þú skipuleggur einhver ferðalög, þá skaltu kanna hvort að land þitt og land áfangastaðar heimili alþjóðleg ferðalög. Tilkynntu atvinnurekanda þínum ef þú hefur einhverjar áhyggjur er varða ferðalög erlendis. Þeir gætu ráðlagt þér að vinna að heiman þangað til að takmörkunum hefur verið aflétt. Til þess að fá nýjustu upplýsingar er varða ferðalög innan Evrópu, þá skaltu kanna vettvanginn Enduropnun ESB.
Vegabréfsáritanir, vegabréf og starfsleyfi
ESB tryggir frjálsa hreyfingu íbúa, sem þýðir að ríkisborgarar innan ESB geta valið að búa og vinna innan hvaða aðildarríkis eða lands sem er innan evrópska efnahagssvæðisins (Ísland, Liechtenstein, og Noregur). Samt sem áður, geta einhverjar takmarkanir átt við er varða íbúa Króatíu ásamt þeirra sem eru ekki ríkisborgarar ESB, þannig að gakktu úr skugga um að þú skoðir kröfur gestgjafalandsins.
Ekki gleyma að athuga hvaða tegund persónuskilríkja þú þarft fyrir ferðalag þitt - þú gætir þurft alþjóðlegt vegabréf, vegabréfsáritun eða bara skilríki - það fer allt eftir því hvaðan þú ert og hvert þú ert að fara. Einnig skulu ferðaskilríki þín hafa gildistíma í a.m.k. 6 mánuði.
Ef þú ert breskur ríkisborgari eða ert að skoða að flytja þangað, þá skaltu ganga úr skugga um að þú skoðir þessar spurningar og svör um réttindi ríkisborgara ESB og Bretlands, og lesa upplýsingar og leiðbeiningarreglur ríkistjórnar Bretlands um Brexit.
Kennitala
Í sumum löndum þá gætir þú þurft að fá kennitölu til þess að geta skráð búsetu þína hjá staðbundnum yfirvöldum. Þetta gæti verið mikilvægt til þess að fá aðgang að nauðsynlegri þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu, og gæti verið lagaleg skylda fyrir atvinnu. Sum lönd heimila þér jafnvel að gera þetta fyrirfram.
Ef þú ert ríkisborgari ESB, þá gætir þú átt rétt á ókeypis evrópsku sjúkratryggingarkorti. Þetta mun veita þér hugarró hvað varðar heilbrigðisþjónustu, þangað til að þú gengur frá skjölum.
Húsnæði
Nú til dags, þá auðveldar internetið leit að og frágang á húsnæði úr fjarlægð. Leitaðu á netinu að vinsælustu húsnæðisheimasíðum í gestgjafalandi þínu. Kannski er það ekki fullkomin staðsetning, en mikilvægast er að hafa eitthvað öruggt þegar þú kemur á staðinn. Þegar þú hefur komið þér fyrir þá getur þú alltaf leitað að betra húsnæði.
Vertu ávallt á varðbergi gagnvart svikum, og mundu - passaðu þig á leigusölum sem biðja þig að senda peningagreiðslu fyrirfram í gegnum Western Union eða MoneyGram.
Tungumál
Þú getur komist af á ensku á mörgum stöðum innan Evrópu, en það eru einnig mörg evrópsk lönd þar sem enska er ekki fullnægjandi. Sum lönd bjóða upp á tungumálakennslu fyrir útlendinga, sem þú getur kannað fyrirfram, en þú getur einnig byrjað að læra tungumálið að heiman með einum af þeim fjölmörgu ókeypis tólum tungumálakennslu sem eru aðgengileg á internetinu.
Bankarekstur
Að skipuleggja bankareikning er kannski ekki það mest spennandi sem þú gerir, en það er mikilvægt að gera það þegar hefja skal nýtt starf erlendis. Í sumum löndum getur verið erfiðara að opna bankareikning en að fá kennitölu, þannig að kannaðu hvers konar skjöl þú þarft að hafa. Það gæti verið mælt með sumum bönkum eða tegundum reikninga fyrir útlendinga.
Sparifé
Að flytja erlendis kallar á mikinn kostnað - allt frá ferðakostnaði og til greiðslu á a.m.k. leigu fyrir einn mánuð og tryggingargreiðslu fyrirfram. Þú gætir einnig þurft að kaupa aðra hluti eins og rúmföt eða jafnvel húsgögn. Í mörgum störfum gætir þú þurft að bíða í allt að mánuð eða lengur áður en þú færð fyrstu launin þín, þannig að gakktu úr skugga um að þú komist að því hvenær þú færð greitt og safnaðu nóg til þess að brúa bilið.
Ef þú hefur einhverjar spurningar um að flytja erlendis til þess að vinna, kannaðu þá EURES’s Búseta & Starf hlutann, og ekki hika við að hafa samband við þinn staðbundna EURES Ráðgjafa fyrir aðstoð.
Tengdir hlekkir:
Evrópska sjúkratryggingarkortið
Ókeypis tól fyrir tungumálanám til að auka hæfni þína að heiman
Frjáls hreyfing - ríkisborgarar ESB
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 4 Desember 2020
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ábendingar og ráð
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles