Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring15 Júlí 2021European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Svona á að skipuleggja árangursrík starfsviðtöl á netinu

COVID-19 hefur neytt marga vinnuveitendur til að færa starfsviðtöl yfir á netið. Fyrir þá sem eru ókunnugir ferlinu getur það verið vandasamt að fylgja bæði félagslegu og tæknilegu hliðunum sem koma þar við sögu. Hér eru ráð frá okkur til að skipuleggja árangursrík starfsviðtöl á netinu.

How to organise a successful online job interview
Unsplash

1.Búðu til verklag og komdu því skýrt á framfæri

Tryggðu að verklagið við starfsviðtölin liggi fyrir og því hafi greinilega verið komið á framfæri við þá sem halda utan um ráðninguna og umsækjendur. Þar á meðal sameiginlegt skjal fyrir starfsfólk með upplýsingar um mikilvægar breytingar við færslu viðtalanna á netið, eða athugasemd í starfsauglýsingum um að viðtöl fyrir starfið fari fram með stafrænum hætti. Einnig getur skipt máli að taka fram góðar starfsvenjur við viðtölin eins og að taka hljóð af símum og tölvutilkynningum og muna eftir ósögðum merkjum (augnsamband við myndavélina, svipbrigði, o.s.frv.). Ef ferlið er skráð og því komið á framfæri með þessum hætti hjálpar það til við að lágmarka ringulreið og truflanir bæði fyrir þá sem taka viðtalið og þá sem sitja viðtalið.

2.Sendu umsækjendum þrepaskiptar leiðbeiningar

Sendu umsækjendum þrepaskiptar leiðbeiningar fyrir viðtalsferlið á netinu með nægilegum fyrirvara. Aragrúi fjarfundaforrita í boði þýðir að sumir umsækjendur þekkja hugsanlega ekki til forritsins sem þú hefur valið. Veittu upplýsingar um hugbúnað, sem þeir þurfa að sækja sér, og kröfur um notendanafn og lykilorð. Við þetta gefst einnig gott tækifæri til að greina frá væntingum teymisins þíns til viðtalanna við umsækjendurna. Verður, til að mynda, krafist sýnishorns af fyrri vinnu í viðtalinu, eða verða umsækjendur látnir taka skriflegt próf? Klukkan hvað hefst viðtalið og hvenær lýkur því og hver heldur það?

Veltu fyrir þér að biðja umsækjendur um að mæta nokkrum mínútum fyrr í viðtalið til að tryggja að allt virki með réttum hætti. Til vara getur þú líka boðið upp á símanúmer sem umsækjendur geta hringt í og beðið þá um að gera það sama.

3.Æfðu

Hvettu þá sem halda viðtalið til að æfa sig í að taka viðtöl við samstarfsmenn áður en þeir hitta umsækjendurna. Vandamál við tengingar geta skaðað orðspor fyrirtækisins þíns svo viðtalstakendurnir ættu að tryggja að þeir þekki vel til allrar tækni, sem kemur við sögu, svo nægur tími sé til að leita uppi og lagfæra vandamál og bilanir. Þar á meðal felst að prófa hvort hljóðnemi, vefmyndavél, hljóð og nettenging virki vel á tölvu þeirra.

4.Eftirfylgni

Þegar netviðtalinu er lokið skaltu fylgja því á eftir með því að senda athugasemd til umsækjenda og þakka þeim fyrir viðtalið. Þú getur líka velt fyrir þér að biðja þá um að veita umsögn um viðtalsferlið, hvað virkaði og hvað má bæta? Það gefur þér kost á að bæta upplifunina fyrir umsækjendur í framtíðinni.

Ef svo á við skaltu upplýsa umsækjendur um næstu skref, þar á meðal hvenær þeir megi búast við að heyra hvort þeir hafi komist áfram og hvort þeir megi búast við frekari viðtölum, prófum eða bakgrunnsathugunum.

Við vonum að þessi ráð hjálpi þér við að skipuleggja árangursrík starfsviðtöl á netinu!

Frekari ráð um hvernig eigi að takast á við áhrifin af heimsfaraldrinum á vinnustaði má finna í 7 góð ráð til að draga úr kvíða fyrir því að snúa aftur á skrifstofuna.

 

Tengdir hlekkir:

7 góð ráð til að draga úr kvíða fyrir því að snúa aftur á skrifstofuna

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
  • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Nýliðunarstraumar
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.