Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring28 Maí 2021European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Svona gerir þú heimaskrifstofuna þína grænni

Síðastliðið ár er heimavinna orðin að nýja norminu vegna COVID-19 heimsfaraldursins og mun það ekki breytast fyrir marga launþega á næstunni. Til að hámarka afköst þín og hjálpa plánetunni getur þú gert heimaskrifstofuna þína umhverfisvænni með einföldu ráðunum okkar fimm!

How to make your work-from-home setup greener
EURES

1. Notaðu notuð skrifstofuhúsgögn

Mörg okkar sáu ekki fyrir að við myndum stunda heimavinnu fyrir heimsfaraldurinn og áttuðum okkur fljótt á því hversu illa undirbúin við vorum. Eftir því sem tíminn leið varð erfiðara að nota eldhúsborðið undir vinnuna og þurftum við að finna eitthvað þægilegra. Í stað þess að kaupa nýtt skrifborð og skrifborðsstól skaltu reynda að finna notuð húsgögn á netinu eða á nytjamörkuðum. Hvort sem um er að ræða eitthvað gamalt eða nýlegt að þá veistu aldrei hvað þú finnur nema þú leitir!

2. Skiptu yfir í orkusparandi tækjabúnað

Í stað þess að fara að heiman með slökkt á öllu og keyra í vinnuna þýðir heimavinna að þú þurfir að hafa ljósin kveikt á heimaskrifstofunni allan daginn. Að sjálfsögðu nota ljós og tæki, eins og tölvur, meira rafmagn yfir daginn og er líklegt að það hafi áhrif á rafmagnsreikninginn. Þó að vinnuveitandinn þinn kunni að koma til móts við hærri reikninga geta litlar breytingar eins og að setja skrifstofuna upp nálægt glugga með mikið af náttúrulegri birtu eða skipta ljósaperunum út fyrir orkuvæntar LED-perur, haft áhrif og dregið úr kostnaði og hjálpað plánetunni.

3. Gerðu skrifstofuna prentaralausa

Það getur haft veruleg áhrif á umhverfið að nota prentara heima fyrir því flest blekhylki eru ekki endurunnin. Ef þú getur ekki unnið án prentara skaltu velta fyrir þér að nota endurunnin blekhylki sem fyllt er á og seld svo aftur. Þau eru ekki bara umhverfisvænni heldur kosta þau líka mun minna! Þú getur einnig velt fyrir þér að nota endurunninn pappír, ef þú gerir það ekki þegar.

4. Forðastu að kaupa þér hádegismat á hverjum degi

Það er oft auðveldur og þægilegur kostur að kaupa hádegismat í vinnunni á hverjum degi, einkum ef skrifstofan er nálægt kjörbúðum og kaffihúsum, en takeaway-samlokum og salötum fylgja oft mikið af plastumbúðum. Ef þú eldar heima á hverjum degi er það auðvelt leið til að draga úr daglegum úrgangi og spara peninga. Þú getur einnig dregið úr úrgangi með því að hella upp á morgunteið eða -kaffið heima hjá þér í stað þess að kaupa á leiðinni í vinnuna. Ef þú takmarkar notkun á einnota bollum og umbúðum sparar það orku og hjálpar til við að draga úr mengun. Ef þú þarft að pakka inn hádegismatnum eru margnota ílát og samlokupokar kjörinn valkostur í staðinn fyrir einnota plast.

5. Fjárfestu í náttúrunni

Grænni vinnustaðir eru ekki bara innantómt hjal – heldur blákaldur sannleikur! Ef þú plantar blómum á heimaskrifstofuna lítur hún ekki bara betur út heldur bætir slíkt líka loftgæðin. Plöntur hreinsa loftið í kring um þig og sumar breyta koltvíoxíði yfir í súrefni. Það getur hjálpað til við að draga úr streitu og gerir umhverfið heilbrigðara og þig hamingjusamari! Friðarliljur og veðhlauparar eru vinsælar á vinnustöðum.

Þetta eru fimm af bestu ráðunum okkar til að gera heimaskrifstofuna þína grænni. Nú skaltu hrinda þeim í verk!

Grein gerð í samstarfi við EURES, Vefgátt um flæði vinnuafls í Evrópu.

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

 

Viðfangsefni
 • Ungmenni
Tengdir hlutar
Geirinn
 • Accomodation and food service activities
 • Activities of extraterritorial organisations and bodies
 • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
 • Administrative and support service activities
 • Agriculture, forestry and fishing
 • Arts, entertainment and recreation
 • Construction
 • Education
 • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
 • Financial and insurance activities
 • Human health and social work activities
 • Information and communication
 • Manufacturing
 • Mining and quarrying
 • Other service activities
 • Professional, scientific and technical activities
 • Public administration and defence; compulsory social security
 • Real estate activities
 • Transportation and storage
 • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
 • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.