Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
fréttaskýring18 Júní 2020European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion3 min read

Fjórar breytingar COVID-19 á starfsháttum okkar

COVID-19 hefur breytt lifnaðarháttum okkar með margvíslegum hætti, þar á meðal starfsháttum. Hún hefur áhrif á það hvernig við notum tækni, jafnvægið á milli vinnu og einkalífs: og framtíð sveigjanlegra starfa.

Four ways COVID-19 has changed the way we work
Shutterstock

Skoðaðu fjórar helstu breytingar á starfsháttum okkar.

1. Upptaka á tækni

Þegar milljónum manna um allan heim var sagt að vinna heiman frá sér vegna COVID-19 heimsfaraldursins notuðu þeir tækni til að aðlaga starfshætti sína. Teymisvinna í fjarvinnu treystir í miklum mæli á nettól. Í stað funda augnliti til auglitis komu myndfundir í gegnum forrit eins og Zoom og Microsoft Teams sem gera starfsfólki kleift að sækja fundi úr stofunni heima hjá sér og spara tíma og fjármagn. Þessir netverkvangar ruddu hindrunum úr vegi fyrir fjarvinnu og héldu fólki í góðu sambandi. Þeir gerðu fjarvinnu frá heimilum þægilegri með því að gera samstarfsmönnum kleift að halda áfram að vinna að verkefnum.

2. Jafnvægi milli vinnu og einkalífs

Þegar fyrirtæki ákváðu að það væri óöruggt að fara á skrifstofuna unnu margir starfsmenn og vinnuveitendur heiman frá sér í fyrsta skipti. Það þýddi að þeir þurftu ekki að eyða mörgum klukkustundum á dag í almenningssamgöngum eða í umferðarteppum á hraðbrautum. Þúsundir sátu uppi með meiri tíma og, í sumum tilvikum, betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Með meiri tíma í sólarhringnum gat fólk varið tíma í hluti, sem veitti þeim ánægju, þegar það venjulega hefði verið á leiðinni heim úr vinnunni. Fyrir suma þýddi það lengri svefn og meiri tími í að undirbúa morgunmatinn eða lengri göngutúrar með hundinn áður en þeir kveiktu á tölvunni.

3. Samskipti

Þó að þú haldir kannski að fjarvinna að heiman takmarki samskipti við samstarfsmenn er það ekki alltaf svo. Með því að þvinga fyrirtæki til að skipta yfir í fjarvinnu sýndi heimsfaraldurinn vinnuveitendum og launþegum að góð samskipti geta einnig farið fram utan skrifstofunnar. Fjarvinna frá heimilum veitti mörgum fyrirtækjum tækifæri til að kynna sér mismunandi samstarfstól sem bjóða upp á fundi og umræður á netinu. Þessi tól hafa einnig veitt samstarfsmönnum tækifæri til að umgangast hvern annan. Þeir geta hringt hver í annan til að ræða hluti sem þeir hefðu venjulega rætt á skrifstofunni eða í hádegishléinu svo að þeir missi ekki af því að ræða um einkalíf sitt og vinnuna.

4. Sveigjanleiki

Venjulega hafa vinnuveitendur verið tregir til að hvetja til fjarvinnu frá heimilum og sveigjanlegs vinnutíma. Fjarvinna krefst þess að vinnuveitandinn treysti því að ekki dragi úr afköstum starfsmanna og gæðum vinnu þeirra þegar þeir eru ekki í augnsýn. Með því að prófa fjarvinnu frá heimilum í heimsfaraldrinum eru vinnuveitendur nú mun líklegri til að treysta starfsmönnum sínum til að vinna heiman frá sér í framtíðinni. Það getur leitt til frekari tækifæra fyrir sveigjanlega vinnu. Fjarvinna er ekki fyrir alla en margir hafa nú haft tækifæri til að læra tímastjórnun og laga sig að mismunandi vinnuumhverfi. Það getur meira að segja verið að afköst hafi aukist. COVID-19 heimsfaraldurinn hefur sýnt okkur að það er ekki lengur bara ein leið til að vinna, þær eru margar.

Starfshættir okkar breyttust með mismunandi útgöngureglum um allan heim og hjá sumum fyrirtækjum getur verið að starfshættir hafi breyst til frambúðar.

Frekari ráð um heimavinnu má finna í svona kemurðu hlutunum í verk þegar þú vinnur heiman frá þér.

 

Tengdir hlekkir:

Zoom

Microsoft Teams

Svona kemurðu hlutunum í verk þegar þú vinnur heiman frá þér

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í Eures-löndum

Vinnugagnagrunnur Eures

Þjónusta Eures fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

Eures á Facebook

Eures á Twitter

Eures á LinkedIn

Viðfangsefni
 • Viðskipti /Frumkvöðlastarf
 • Ábendingar og ráð
 • Fréttir/skýrslur/tölfræði
Tengdir hlutar
Geirinn
 • Accomodation and food service activities
 • Activities of extraterritorial organisations and bodies
 • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
 • Administrative and support service activities
 • Agriculture, forestry and fishing
 • Arts, entertainment and recreation
 • Construction
 • Education
 • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
 • Financial and insurance activities
 • Human health and social work activities
 • Information and communication
 • Manufacturing
 • Mining and quarrying
 • Other service activities
 • Professional, scientific and technical activities
 • Public administration and defence; compulsory social security
 • Real estate activities
 • Transportation and storage
 • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
 • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.