„Ég hafði vinnur í landi mínu, en ég vann svo marga tíma fyrir svo lítinn pening,“ segir Goran. Hann var upphaflega þjálfaður sem vegatæknir, en vann aldrei við það, og snemma árs 2017 vann hann sem þúsundþjalasmiður á heilsuklúbbi.
Þetta breyttist þegar Goran heyrði um Fyrsta EURES-starfið þitt (YfEJ) og ákvað að það væri kominn tími á nýja byrjun í Þýskalandi. Goran hafði samband við Vinnumiðlun Króatíu, samstarfsaðila við starfahreyfanleika verkefni ESB, sem hjálpaði honum að finna Duale Ausbildung, einskonar starfsþjálfun sem sameinar þjálfun á staðnum og skólanám. „Ég var mjög ánægður með þetta,“ segir hann. „[Þetta var] gott tækifæri fyrir framtíðina.“
Fyrirtækið sem bauð upp á þessa tækni var Stangl & Co. GmbH, vélfræðifyrirtæki sem framleiðir sérsniðna smáhluti fyrir ýmsar iðngreinar. Fyrir Markus Meister frá Stangl & Co. felur YfEJ áætlunin í sér tímanlegt tækifæri. Þegar Markus heyrði fyrst af áætluninni í Desember 2016, hafði hann strax mikinn áhuga á því hvernig hún gæti gagnast fyrirtækinu.
Fyrirtækið sem er staðsett á Cham-svæðinu í Bæjaralandi, hafði fram að þessu átt í erfiðleikum við mönnun. Eins og Markus útskýrir: „Það er greinilegur skortur á fólki sem við þurfum á svæðinu og í greininni. Atvinnuleysið á svæðinu er mjög lágt sem gerir atvinnuveitendum erfitt að ráða inn það starfsfólk sem þeir þurfa.“
„Meirihluti unga fólksins leitar einnig í háskólanám, frekar en iðngreinar,“ segir hann.
Þeir samstarfsmenn hans sáu fyrir erfiðleika við mannaráðningar „á næstu fimm til tíu árum“, og fóru því að skoða lista yfir mögulega umsækjendur að utan, sem þeir fengu hjá starfsfólki EURES. Þrátt fyrir að eiga erfiðleika við að finna umsækjendur á svæðinu, vissi Markus að Stangl & Co. gæti boðið erlendum atvinnuleitendum eftirsóknarvert tækifæri að meðtaldri þjálfun í starfi, ákafa tungumálanámi, og möguleika á langtíma nemastöðu í mjög sérhæfðum iðnaði.
Fljótlega eftir að EURES-ráðgjafi hjá Vinnumiðlun Króatíu kom Goran í samband við Stangl & Co., hóf hann sex vikna starfsnámskeið hjá fyrirtækinu. Eftir að hann lauk námskeiðinu með góðum árangri og byrjunarnámi í þýsku, sem YfEJ bauð fjárhagslegan stuðning fyrir, samþykkti Goran tilboð upp á þriggja og hálfs árs starfsnám.
Fyrir Markus og samstarfsmenn hans hjá Stangl & Co., hefur það að finna nýtt starfsfólk að utan sem hægt er að þjálfa til að taka við sérhæfðum hlutverkunum sem iðnaðurinn krefst hjálpað til við að draga úr vandamálum við mannaráðningar. Markus ætlar að halda áfram að ráða í gegnum YfEJ áætlunina á komandi árum, og stefnir á að ráða tvo nýja starfsnema á þessu ári.
„Án [YfEJ] áætlunarinnar hefðum við ekki haft tækifæri á að ráða inn fólk frá Króatíu eða Spáni, þar sem við gátum fundið fólk með viðeigandi hæfni,“ segir hann, og bætir við að hann myndi ráðleggja öðrum atvinnuveitendum í Þýskalandi að skoða áætlunina.
Á sama tíma hefur Goran skipt út lífi sínu sem þúsundþjalasmiður fyrir starfsframa í mjög sérhæfðri starfsgrein, og er á leið í langtímaþjálfun sem mun bæta framtíðar atvinnumöguleika hans verulega.
Króatinn er einnig fljótur að mæla með reynslu sinni: „Ég myndi ráðleggja öllum sem eru atvinnulausir og opnir fyrir nýjum hlutum, lærdómi.“
Fyrst EURES starfið þitt er starfahreyfanleika verkefni Evrópusambandsins. Til að fá að vita meira um starfa- og þjálfunartækifæri í ESB eða finna starfsmenn með kunnáttuna sem þig vantar skaltu hafa samband við eina af vinnumiðlun verkefnisins eða hafa samband við næsta EURES ráðgjafa í gegnum EURES-gáttina.
Tengdir hlekkir:
Nánari upplýsingar:
Finna EURES-ráðgjafa
Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum
Vinnugagnagrunnur EURES
Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur
Viðburðadagatal EURES
Næstu viðburðir á Netinu
EURES á Facebook
EURES á Twitter
EURES á LinkedIn
Upplýsingar
- Útgáfudagsetning
- 5 Apríl 2018
- Höfundar
- European Labour Authority | Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
- Viðfangsefni
- Ytri EURES fréttir
- Árangurssögur
- Ungmenni
- Tengdir hlutar
- Geirinn
- Accomodation and food service activities
- Activities of extraterritorial organisations and bodies
- Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
- Administrative and support service activities
- Agriculture, forestry and fishing
- Arts, entertainment and recreation
- Construction
- Education
- Electricity, gas, steam and air conditioning supply
- Financial and insurance activities
- Human health and social work activities
- Information and communication
- Manufacturing
- Mining and quarrying
- Other service activities
- Professional, scientific and technical activities
- Public administration and defence; compulsory social security
- Real estate activities
- Transportation and storage
- Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
- Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles