Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 12 Apríl 2021
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 4 min read

Umönnun aldraðra í Þýskalandi: Saga Söru og Aitor

Líkt og í mörgum löndum í Evrópusambandinu hefur lengi verið skortur á menntuðum umönnunaraðilum fyrir aldraða í Þýskalandi. EURES í Þýskalandi ákvað að taka á því með verkefni þar sem saman fer vinna og starfsnám við umönnun aldraðra. Sara og Aitor voru tveir af þátttakendum í verkefninu.

Caring for older people in Germany: Sara and Aitor’s story
Sara Campillo Margalef

Þegar Sara sótti um alþjóðlegu menntaáætlun EURES í Þýskalandi hafði hún aldrei unnið við umönnun aldraðra. „Ég var á þeim stað í lífinu að þurfa að gera róttækar breytingar,“ segir hún. „Ég hafði áhuga á umönnun aldraðra. Mér fannst hugmyndin um að geta hjálpað fólki sem getur ekki séð um sig sjálft vera falleg.“

„Hraðviðtöl“

Fyrsta skrefið fyrir Söru var fara í hraðviðtöl hjá níu elliheimilum í Amberg í Bæjaralandi. Í viðtölunum hjálpaði EURES ráðgjafinn Carmen Kräutner með túlkaþjónustu. Ein lykilpersónan á bak við verkefnið, Carmen, á í nánu sambandi við EURES á Spáni þökk sé tvítyngdum bakgrunni hennar.

„Mér finnst gaman að hjálpa til við flæði fólks og skapa aðstæður sem eru atvinnuleitendum, vinnuveitendum - þegar við tölum um umönnun við aldraða - samfélaginu til hagsbóta,“ segir Carmen.

Sara kemur sér fyrir í Þýskalandi… og hittir Aitor

Þegar hún hafði landað starfinu fór Sara á byrjendanámskeið í þýsku á Spáni áður en hún flutti til Þýskalands í febrúar 2019 til að taka þátt í nýbúanámskeiði. Hún fékk einnig fjárstyrk til að greiða fyrir ferðakostnaðinn hennar. Sara var fljót að koma sér fyrir í Amberg og það var þar sem hún hitti Aitor, verðandi maka hennar. Aitor hafði áður unnið við umönnun aldraðra í heimalandi sínu, Spáni, en hann var oftast í tímabundnum störfum og skorti stöðugleika.

Þegar hann heyrði af verkefninu hjá EURES í Þýskalandi í gegnum vinnumálastofnunina á Spáni ákvað að hann að sækja hraðviðtalaviðburð í Bæjaralandi. Eins og Sara hlaut hann fjárstyrk fyrir ferðakostnaði og tungumálanámskeiði.

Eftir flutningana til Amberg, þar sem hann býr saman í Söru, hóf hann vinnu á elliheimilinu Phönix Lebenszentren á sama tíma og hann sótti starfsnámskeið.

Sara er nú á öðru ári af þriggja ára Ausbildung en þar tvinnar hún saman vinnu hennar á hjúkrunarheimilinu Seniorenheim der Diakonie og hlutanámi í hjúkrunarfræði. „Þetta er dálítið snúið, sérstaklega þegar námið fer fram á öðru en móðurmálinu, en mér finnst þetta vera ómaksins virði,“ segir hún.

„Við erum enn mjög hamingjusöm, áhugasöm og þakklát“

COVID-19 kom illa við öldrunarþjónustu á síðastliðnu ári. Sara segir að þessi tími hafi auðvitað verið mjög streituvaldandi fyrir starfsfólkið. Hún þurfti einnig að gera hlé á námi sínu út af takmörkununum þó að kennslustundir hafi nú hafist aftur á netinu.

Ausbildung hjá Aitor stöðvaðist einnig tímabundið en hann byrjaði þó nýlega á nýbúanámskeiði á netinu til að bæta sig í þýsku og vonast til þess að starfsnámið hans hefjist aftur fljótlega.

Þrátt fyrir þessa óhjákvæmilegu erfiðleika eru bæði Sara og Aitor harðákveðin í að halda námi sínu áfram og nýta sér öll þau tækifæri sem þessi atvinnugrein hefur upp á að bjóða í Þýskalandi.

„Við erum enn mjög hamingjusöm, áhugasöm og þakklát fyrir að hafa getað komið hingað til Þýskalands fyrir líf og störf,“ segir Sara. „Þetta er önnur menning, annað land, annað tungumál, og maður þarf að laga sig að nýjum aðstæðum en við ætlum að halda okkur við fyrirætlanir okkar nám og vinnu hérna.“

Fleiri hraðviðtöl eru ráðgerð í sumar

Þetta verkefni hjá EURES í Þýskalandi hélt áfram í heimsfaraldrinum. Tvær nýjustu ráðningaloturnar fóru fram á netinu en verkefnið hefur haldið sig við uppsetninguna, sem hefur gefist vel, með því að standa fyrir hraðviðtölum á netinu.

Hópur 18 umsækjenda frá Ítalíu og Spáni hóf störf í Bæjaralandi í febrúar og 90 til viðbótar eru að ljúka þýskunámskeiðum í heimalöndum sínum. Þau munu hefja störf í september.

Carmen og EURES-samstarfsmenn hennar Carmen Allabar og Kim Prade eru nú að skoða það að víkka verkefnið út fyrir Bæjaraland og eru þegar í viðræðum við vinnuveitanda í Türingen.

Á sama tíma eru þau einnig að skipuleggja hraðviðtöl fyrir 90 störf til viðbótar í sjöttu ráðningarlotu verkefnisins sem fer fram í júní eða júlí.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í verkefninu skaltu hafa samband við teymið á ZAV [dot] Regionenteam-Suedwesteuropaatarbeitsagentur [dot] de (ZAV[dot]Regionenteam-Suedwesteuropa[at]arbeitsagentur[dot]de).

Ef þú hefur áhuga á öðrum tækifærum í Þýskalandi skaltu hafa samband við zavatarbeitsagentur [dot] de (zav[at]arbeitsagentur[dot]de).

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Finna Eures ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

Vinnugagnagrunnur EURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal EURES

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

Viðfangsefni
  • EURES bestu starfsvenjur
  • Vinnumarkaðsfréttir/hreyfanleikafréttir
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Geirinn
  • Human health and social work activities

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.