Skip to main content
EURES (EURopean Employment Services)
  • fréttaskýring
  • 27 Júlí 2017
  • European Labour Authority, Directorate-General for Employment, Social Affairs and Inclusion
  • 4 min read

5 ráð þegar verið er að finna starfsnám

Náðu forskoti á “samkeppnina” þegar þú leitar að starfsnámi.

5 tips when looking for traineeships

Það getur verið erfitt að finna fullkomið starfsnám. Það skiptir ekki bara málið að skera sig úr hóp annarra áhugasamra umsækjenda, heldur verður maður að vita hvar á að byrja að leita að tækifærum. Við spurðum Pål Kaalaas, stafrænan markaðsstjóra hjá CupoNation í Noregi að gefa okkur 5 ráð varðandi leit að starfsnámi og hann hafði þetta að segja…

Leitið út fyrir landsteinana

Að hafa farið í starfsnám erlendis gefur manni umsvifalaust forskot, þannig að af hverju ættu menn að takmarka sig við stöður í eigin landi? Það er fjöldinn allur af spennandi möguleikum um alla Evrópu! Að fara í starfsnám erlendis veitir manni tækifæri til að upplifa aðra menningu, bæði í starfi og í frístundum. Að flytjast burt frá öruggum kunnugleika heimalandsins til þess að starfa erlendis er eitthvað sem atvinnuveitendur kunna að meta, jafnvel árum eftir að menn hafa snúið aftur heim.

Bankið á dyr

Verið virk og takið af skarið. Hér áður fyrr þýddi að "banka á dyrnar hjá fyrirtæki" að fara á staðinn, en í dag fara öll upphafssamskipti fram á netinu. Ef þú ert ekki þegar með LinkedIn reikning ætturðu að skrá þig umsvifalaust og ef þú ert að leita að starfsnámi ættirðu jafnvel að greiða fyrir Premium áskrift. Þannig færðu tækifæri til að komast í samband við “rétta fólkið á réttu stöðunum”, með því að spyrja viðeigandi spurninga og kynna sjálfa(n) þig. Premium áskriftin kemur þér í kynni við “aðalmennina” í næstum öllum fyrirtækjum, og gerir þér kleyft að senda þeim skilaboð. Þetta getur verið frábært tækifæri, bæði fyrir þig og stjórnendur fyrirtækja, að stofna til samskipta sem voru ekki til fyrir nokkrum árum. Vinaleg ábending: ekki ganga of langt! Gættu þín að hafa einungis samband þegar tilefni er til þess. Það ætti ekki að nota LinkedIn sem stað til að senda nafn sitt til eins margra viðtakenda og hægt er, í þeirri von að “einhver muni sína jákvæð viðbrögð”.

Hefurðu áhyggjur að litið verði fram hjá þér? Það segir meira um fyrirtækið eða stjórnendur þess en um þig, sem leiðir okkur á næst ráðs...

Þetta er tvístefnuleið

Fyrirtæki sem kann að hafa áhuga á að fá þig í starfsnám ætti að vilja vita meira um þig. Þegar allt kemur til alls þá vilja þeir vera vissir um að fá rétta starfsmanninn. Ekki gleyma að gera hið sama! Skoðaðu fyrirtækin þar sem þú ætlar að sækja um og gakktu úr skugga um að þau séu rétta valið fyrir starfsferil þinn. Þú vilt ekki eyða starfsnáminu þínu á stað sem gerir ekkert fyrir starfsferil þinn. Kannski þekkir þú einhvern sem hefur unnið þarna áður? Hvað er hægt að læra af fréttabréfum og vefsíðu fyrirtækisins? Vertu viss um að hafa góða tilfinningu fyrir fyrirtækinu áður en þú sendir inn umsókn.

Ekki nota klippa/líma aðferðina

Hefurðu fundið stað þar sem þú vilt sækja um? Verðu tíma í umsóknina þína! Auðvitað er eðlilegt að hafa sniðmát, en það er mikilvægt að gera meira en bara skipta um nafn á fyrirtækinu í hverri umsókn. Ef þú verð ekki tíma í að laga hverja umsókn að sérhverju nýju fyrirtæki sem þú sækir um, ertu ekki að leggja nógu mikið á þig. Umsóknir sem eru ekki sérsniðnar fyrir hvert fyrirtæki eru auðþekkjanlegar, þannig að þú verður að gæta þín að láta ekki letina skemma fyrir þér. Þú verður að sanna fyrir manneskjunni hinum megin við borðið að þú hafir nægan áhuga á fyrirtæki þeirra til að vita sitthvað um reksturinn.

Spurðu spurninga

Flestar atvinnuauglýsingar nefna tengilið sem hægt er að hafa samband við... en umsækjendur gera það yfirleitt ekki. Hví ekki senda tengiliðnum tölvupóst og spyrja nokkurra viðeigandi spurninga um starfsnámið? Það sýnir að þú hefur áhuga og þú skerð þig jafnframt úr hópi umsækjendanna. Þú ert að keppa við fjölda annarra hæfa umsækjenda um þessa stöðu, þannig að þú ættir að nota hvert tækifæri til að skera þig úr hópnum.

 

Tengdir hlekkir:

CupoNation

Global Savings Group

 

Nánari upplýsingar:

Evrópskir atvinnudagar

Drop’pin@EURES

Finna EURES ráðgjafa

Atvinnu- og búsetuskilyrði í EURES-löndum

VinnugagnagrunnurEURES

Þjónusta EURES fyrir vinnuveitendur

Viðburðadagatal Eures

Næstu viðburðir á Netinu

EURES á Facebook

EURES á Twitter

EURES á LinkedIn

EURES á Google+

Viðfangsefni
  • Nýliðunarstraumar
  • Árangurssögur
  • Ungmenni
Geirinn
  • Accomodation and food service activities
  • Activities of extraterritorial organisations and bodies
  • Activities of households as employers, undifferentiated goods- and services
  • Administrative and support service activities
  • Agriculture, forestry and fishing
  • Arts, entertainment and recreation
  • Construction
  • Education
  • Electricity, gas, steam and air conditioning supply
  • Financial and insurance activities
  • Human health and social work activities
  • Information and communication
  • Manufacturing
  • Mining and quarrying
  • Other service activities
  • Professional, scientific and technical activities
  • Public administration and defence; compulsory social security
  • Real estate activities
  • Transportation and storage
  • Water supply, sewerage, waste management and remediation activities
  • Wholesale and retail trade; repair of motor vehicles and motorcycles

Fyrirvari

Greinum er ætlað að veita notendum EURES vefgáttarinnar upplýsingar um málefni líðandi stundar og stefnur og örva umræður og umræður. Efni þeirra endurspeglar ekki endilega skoðun Vinnumálastofnunar Evrópu (ELA) eða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Ennfremur styðja EURES og ELA ekki vefsíður þriðja aðila sem nefnd eru hér að ofan.